Harmoníkan - 28.02.1994, Blaðsíða 14

Harmoníkan - 28.02.1994, Blaðsíða 14
NORSK , HARMONIKUSMIÐI Harald Heinschien eldri stofnaði harmoníkuverksmiðju í Noregi og seldi framleiðsluna m.a. til Islands. Eftirfar- andi grein birtist í „GAMMEL DANS“ nr. 1, 1992. Menn eru ekki á eitt sáttir hversu gamalt hljóðfæri harmoníkan er, þó al- mennt sé viðurkennt að það var Belginn Armand Loriaux sem fann upp „krómatísku“ harmoníkuna árið 1892. Harald Heinschien átti stóran þátt í útbreiðslu hennar með því að stofnsetja harmoníkuverksmiðju árið 1935 í Höne- foss. Frá þessari verksmiðju bárust þús- undir þessara frægu hljóðfæra á markað- inn, og þó verksmiðjan hafi hætt um 1960, eru margar þeirra enn í daglegri notkun. Mikill undirbúningur í einni harmoníku em yfir 3000 hlut- ir. Margskonar efni þarf til framleiðslun- ar; við, málma, celluloid og fl. Því var þörf á nútíma skipulagningu áður en framleiðslan hófst. í smábænum Höne- foss voru mörg fyrirtæki tengd verk- smiðjunni sem einskonar undirverktakar, en það mikilvægasta sem eru tónamir, vom fluttir inn frá Italíu. Að síðustu var allt tilbúið og framleiðslan hófst af mikl- um krafti, en það var ekki fyrr en árið 1944 sem var farið tala um alvöru verk- smiðju. Biðlistar Framleiðslan á harmomkunum varð til þess að mikið líf var í kring um fram- leiðsluna í Hönefoss og nágrenni. Mörg þekkt nöfn voru tengd verksmiðjunni og má þar nefna Karl Andersen, Erik Tronrud og Arild Formoe. Stór hluti þeirra sem höfðu fast starf í verksmiðj- unni vom einnig iðnir við að æfa sig á hljóðfærið. Lengi var eftirspumin svo mikil, að langur listi myndaðist af fólki sem beið í eftirvæntingu eftir nýju hljóðfæri. Þó að fjöldi starfsmanna hafi farið yfir 50 manns var lengi vel ekki hægt að anna eftirspum. Vinskapur Eitt af leyndarmálum hljóðfærasmíð- innar er samvinna og vinskapur á vinnu- staðnum. Þetta var mikilvægt fyrir Heinschien og allir lögðust á eitt við að vanda framleiðsluna. Oft fóm hópar frá verksmiðjunni í kynningarferðir til að sýna kvikmyndir frá framleiðslunni þar sem Karl Andersen og Erik Tronrud léku og Rolf Kirkevaag flutti meðmæli. Á eftir var að sjálfsögðu slegið upp balli í félagsheimilinu. Fyrirtækið rak einnig knattspyrnufélag og átti eigin skíða- stökkpall. SDR 25 ára Landssamband sænskra harmoníku- leikara S.D.R. (Sveriges Dragspelaras Riksforbund) varð 25 ára á síðasta ári. Drög að stofnun þess urðu með þeim hætti að nokkrir vel þekktir harmoníku- leikarar komu saman og ræddu mögu- leika á að stofna félagsskap harmoníku- leikara og unnenda harmoníkutónlistar. Aðalhvatamenn vom Karl Grönstedt, Elis Brandt, Lennart Vármell og Andrew Walter sem komu saman í nóv- ember 1967 hjá Karl Grönstedt og þar var valin undirbúningsnefnd til að stofna landssamtök. Það varð þann 29. septem- ber 1968 sem S.D.R. var formlega stofnað. Á aðalfundi sem haldinn var 13. febrúar 1969, voru félagar 101 og þrjú harmoníkufélög. Ári seinna var félaga- talan komin í 336 og 10 harmoníkufélög og hefur farið íjölgandi síðan. Þeir sem mest hafa starfað fyrir S.D.R. í gegnum árin eru Elis Brandt sem hefur verið í stjóm frá upphafi, og Ove Hahn sem unnið hefur ötullega fyrir Mikilvægt fyrir bæjarfélagið Upp frá þessu var Hönefoss, í dag- legu tali milli manna, nefndur „Harm- oníkubærinn“ eftir fjölmennasta vinnu- stað bæjarins. Ferðamönnum ljölgaði, og það voru ekki svo fáir sem lögðu leið sína til Hönefoss til að sækja hljóðfærið sitt, eða bara til að vera í „Castelfidardo“ Noregs. Jafnvel enn þann dag í dag er talað um harmoníkubæinn Hönefoss. Fáir staðir hafa getað státað af jafnmörg- um og jafnfrægum meistumm og bær- inn við Tyrifjorden. Tímaritið „Rytme“ var einnig gefið út af Harald Heinschien en það vísaði mörgum leiðina að harmoníkunni og meðal þekktra ritstjóra þess var harm- oníkuleikarinn Amt Haugen. ítalska innrásin í lok sjötta áratugarins hurfu mörg innflutningsfyrirtæki sem vom stofnsett í kjölfar seinni heimsstyijaldarinnar. Það varð til þess að fjöldi tegunda af ítölsk- um harmoníkum vom fluttar inn til Nor- egs og veittu framleiðslu Heinschiens harða samkeppni. Verðið féll, en vegna þess hvað hljóðfærin frá Hönefoss þóttu góð stóðust þau samkeppnina um hríð. Þegar frá leið varð hinn lági framleiðslu- kostnaður á Ítalíu þess valdandi að verk- smiðjan varð að hætta. I stað þess flutti Heinschien inn þekktar ítalskar harm- oníkur eins og Victoria, Cruccianelli, Titano og fl. Þýtt og endursagt úr „ Gammel Dans“ nr. 1 1992 Þ.Þ. samtökin, innan þeirra sem útávið, og gegndi m.a. stöðu forseta C.I.A. um tíma, en það er æðsta staða innan alþjóða harmoníkusambandsins. Fyrsta stjóm sem kosin var 2. októ- ber 1968 var þannig skipuð: Ebbe Jularbo formaður, Karl Grön- stedt ritari, Karl-Erik Sandberg og Sone Banger meðstjómendur. Ári síðar hófst útgáfa á blaði sambandsins „Drag- spelsnytt“ og það vom Ebbe Jularbo og Karl-Erik Sandberg sem vom fyrstu rit- stjórar þess. Þó svo S.D.R. eigi að heita landssamtök þá fer því fjarri að öll harmoníkufélög Svíþjóðar séu í sam- bandinu, en Dragspelsnytt er samt eina eiginlega harmoníkublaðið sem gefið er út í Svíþjóð. Heimild: Dragspelsnytt, nr. 3, 1993. Þ.Þ. 14

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.