Reykjavík


Reykjavík - 01.06.2013, Side 6

Reykjavík - 01.06.2013, Side 6
1. júní 2013 Tónlistarskóla Seltjarnarness slitið: Píanóið vinsælast - gítar í öðru sæti Tónlistarskóla Seltjarnarness var slitið mánudaginn 27. maí í Seltjarnarneskirkju fyrir fullu húsi. Lúðrasveit eldri nemenda lék í upphafi athafnarinnar og síðan gerði skólastjórinn Gylfi Gunnarsson grein fyrir starfi vetrarins. 215 nem- endur voru við nám í skólanum í vetur og er aðsókn að skólanum gríðarlega mikil, en reynt hefur verið að verða við öllum umsóknum sem berast. Við skólann eru starfræktar tvær lúðrasveitir auk nokkurra annarra minni hljómsveita og samspilshópa. Píanó er enn sem fyrr vinsælasta hljóðfærið, en 64 nemendur stunduðu nám í píanóleik. Næst í röðinni er gítar, en nemendur geta lagt stund á klassískan gítarleik og auk þess lært á rafgítar. Í skólanum er rekin öflug forskóla- deild fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk grunnskólans. Ólöf María Ing- ólfsdóttir kennir tónlist á vegum Tón- listarskólans í leikskólum bæjarins. Sérstaða Tónlistarskóla Seltjarnarness er sú að nemendur geta bæði stundað nám í klassískum og rythmískum hljóðfæraleik. 23 nemendur luku áfangaprófum á skólaárinu. Nítján luku grunnprófi og tveir miðprófi og tveir lokaprófi. Þeir eru:Magnús Orri Dagsson sem lauk prófi á klassískan gítar, nemandi Hin- riks Bjarnasonar, og Björgvin Ragnar Hjálmarsson tenórsaxófónleikari, nemandi Hauks Gröndal, en Björg- vin lauk framhaldsprófi í rytmískri tónlist. Á skólaslitunum lék Magnús Orri verk eftir Villa Lobos við mikla hrifningu gesta. Björgvin var fulltrúi skólans á Nótunni uppskeruhátíð tón- listarskólanna sem fram fór í Hörpu í apríl sl. Af því tilefni útsetti Björgvin nokkur íslensk þjóðlög fyrir hljóm- sveit og kallaði Sprengisandshviðu. Katrín Pálsdóttir formaður menn- ingarnefndar Seltjarnarness afhenti Magnúsi Orra viðurkenningu nefndarinnar fyrir frábæran náms- árangur. Skólastjóri afhenti síðan nem- endum sem luku áfangaprófum próf- skírteini sín. Gríðarleg vinna liggur á bak við hvert og eitt einasta áfangapróf svo nemendur voru glaðir í bragði er þeir fengu skírteinin afhent. For- eldrar voru vissulega stoltir af börnum sínum enda eiga þeir drjúgan þátt í góðum árangri því stór hluti tónlist- arnámsins fer einmitt fram heima. 6 · Kjúklingur í karrýsósu · Djúpsteiktar rækjur með súr-sætri sósu · Nautakjöt í ostrusósu · Núðlur með grænmeti 25 ÁR Heimsent: 1.590 kr. + 900 kr. heimsendingargjald F é l a g v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a - Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 - www.vm.is Sjómannadagurinn vm- félag vélstjóra og málmtæknimanna óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. seLtjarnarnes Fornleifauppgröftur í landi Ness: Óútskýrðar hringa- myndanir rannsakaðar Nú er hafinn fornleifaupp-gröftur í landi Ness á Sel-tjarnarnesi en uppgröfturinn er samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar við námsbraut í fornleifafræði við Há- skóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Frá árinu 2010 hefur Seltjarnarnesbær boðið land sitt sem kennsluvettvang fyrir fornleifafræðirannsóknir en til- gangurinn er einnig að gera aðgengileg á einum stað gögn sem tengjast forn- leifarannsóknum á safnasvæðinu sem og að veita nemendum yfirsýn yfir alla þætti fornleifarannsóknar, allt frá vettvangsrannsókn og skýrslugerð til frágangs gagna og gripa á söfnum. Að þessu sinni fer uppgröfturinn fram við Móakot, sem er bæjarhóll norðan við Nesstofu, en þar hefur komið í ljós hlaðinn torfbær og einnig verða óútskýrðar hringamyndanir við Vesturtún rannsökuð. Uppgröft- urinn stendur yfir í um fjórar vikur á vori hverju. Aðilarnir sem koma að uppgreftrinum stefna að fimm ára samkomulagi en að loknu nám- skeiðinu sem nú fer fram verður út- búin rannsóknaráætlun sem nær yfir allt tímabilið. Eitt af markmiðum samkomulagsins er að byggður verður upp sameiginlegur kortagrunnur yfir fornleifar svæðisins. Stefnt er að því að allar eldri rannsóknir á svæðinu verði færðar inn í kortagrunninn. nemendur sem luku áfangaprófum með skírteini sín. Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað fotspor.is v i k u b l a ð

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.