Reykjavík


Reykjavík - 01.06.2013, Qupperneq 9

Reykjavík - 01.06.2013, Qupperneq 9
91. júní 2013 öflunnar. Samtökin keyptu jörðina Hraunkot í Grímsnesi, Hraunborgir og þangað voru fluttir skálar sem not- aðir höfðu verið þegar framkvæmdir stóðu yfir við Sundahöfn. Bærinn á Hraunkoti var endurbyggður og þarna var rekið barnaheimili í ein átta ár og dvöldu allt að 80 börn þar. Á jörðinni eru núna 230 sumarbústaðir, sundlaug, þjónustumiðstöð og níu holu golfvöllur. Áframhaldandi uppbygging Árið 1977 var Hrafnistuheimilið í Hafnarfirði byggt og hjúkrunarheim- ilið reis árið 1982. Byggð voru raðhús og fjölbýlishús við Hrafnistuheimilin bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Sund- laug var byggð í heimilinu í Hafnarfirði og árið 2006 var laugin við Hrafnistu í Reykjavík tekin í notkun. Nú er verið að byggja innviði að nýju í Reykjavík, sameina tvö herbergi í eitt og eingöngu er boðið upp á einstaklingsherbergi. Heimilisfólki hefur fækkað úr 440 í 226. Næsta skref er að vinna í endurupp- byggingu í Hafnarfirði. Árið 2010 var helmingurinn af 97 íbúða blokk tekin í notkun við Boðaþing í Kópavogi og seinni áfanginn var tekinn í notkun 1. maí síðastliðinn.. Happdrættið er helsta stoð og stytta félagsins. „Við erum einnig heppin með starfsfólk í umönnuninni en einnig í öðrum þáttum í hinum daglegum rekstri.‘‘ segir Guðmundur. Öll heim- ilin og félögin hafa sérkennitölur og farið er reglulega yfir alla reikninga. Guðmundur segir að enginn þjón- ustusamningur sé við ríkið og ákveði ríkið því einhliða hver daggjöldin eru. „Enginn rammi er um hvaða þjónustu við eigum í raun að veita. En vonandi verður fljótlega sest að borði við ríkis- valdið og gert samkomulag um hvaða þjónustu á að veita, hvað á að borga og hvernig. Við viljum að gerðar séu kröfur til okkar og við viljum standa undir þeim,‘‘ segir hann. Eyða ekki meiru en aflað er Guðmundur segir að hann hafi verið spurður af iðnaðarmönnum þegar íbúðirnar í Boðaþingi voru byggðar árið 2009 hvernig Sjómannadagsráð færi að því að hefja framkvæmdir sem færu yfir milljarð á meðan engir aðrir bygginga- kranar væru á hreyfingu. Guðmundur svaraði því að bragði: „Ég sagði að það væri tvennt sem kæmi til. Við hefðum ekki tekið erlent myndkörfulán og svo væri hitt sem ég hélt að allir hefðu lært í unglingaskóla en virðist samt hafa farið fram hjá stærstum hluta þjóðarinnar og það er að eyða ekki meiru en aflað er. Það hefur aldrei verið flóknara en það.‘‘ Ráðið lét reisa Minningaröldur sjó- mannadagsins árið 1996 í Fossvogs- kirkjugarði. Letrað er á minnisvarðann nöfn 453 sjómanna og annarra sæfara sem hvíla í votri gröf. Sjómannadagurinn hefur verið haldinn sleitulaust síðan 1938 og er honum nú fagnað í 76. sinn á þessum 75 árum sem liðin eru. Á Alþingi voru sett þau lög árið 1987 að öll skip skyldu vera inni á Sjómannadaginn. „Það breytti miklu og þetta er nú lengsta og elsta úti- hátíð Reykjavíkur,‘‘ bætir Guðmundur við. Hátíðin hefur verið haldin víða um Reykjavík, meðal annars í Nauthólsvík. Um nokkurt skeið hafa hátíðarhöldin farið fram í Grandagarði og vonar Guð- mundur að svo verði áfram. Hann setur efasemdir um skipulagsbreytingar á svæðinu og finnst mikilvægt að svæðið verði ekki of aðþrengt. Mikilvægt sé að hafa svæðið opið þannig að gott aðgengi sé fyrir alla að geta tekið þátt í hátíðar- höldunum. „Þeir sem breyttu Reykjavík úr bæ í borg voru fyrst og fremst fiski- mennirnir,‘‘ segir Guðmundur og bætir við: „Það á við hið fornkveðna. Ef þú þekkir ekki uppruna þinn þá veistu ekki hver þú ert.‘‘ 139 sjómenn fórust á milli Sjómannadaga Sjómannadagsráð hefur alltaf verið hagsmunafélag fyrir sjómenn. Í upphafi var krafist betri aðbúnaðar um borð í skipum, betri skipa og betri búnaðar. Auk þess er hlutverk ráðsins að kynna mikilvægi stéttarinnar fyrir þjóðfé- laginu, reka dvalarheimilið, stuðla að menntun og menningu sjómanna. „Þegar litið er til baka og sjóslysatíðni sjómanna skoðuð frá 1938 þá hefur slysum fækkað mjög. Það gleðilega gerðist árin 2008 og 2011 að enginn sjómaður fórst þessi ár,‘‘ segir Guð- mundur. Hann segir að árið 1941 fórust 139 sjómenn á milli sjómannadaga, eða 0,1% af þjóðinni. Í ræðuhöldum á Sjó- mannadaginn voru ætíð gerðar kröfur um betri búnað og aukna slysavernd. Guðmundur segir að það megi þó alltaf gera betur og hvergi megi slaka á. „Við höfum enn verk að vinna, segir hann.‘‘ Á döfinni er samstarf við Reykjavíkurborg um þjónustumiðstöð aldraðra við Sléttuveg. Sjómannadags- ráð sér um byggingu húsnæðisins og Hrafnista mun reka miðstöðina og þjóna öldruðum. „Fyrirhuguð er bygging hjúkrunarheimilis og borgin hefur gert samning við okkur um að við byggjum 100 leiguíbúðir en þaðan verður innangengt í þjónustumiðstöð- ina,‘‘ segir Guðmundur. Með saltfiskinn út og rommið heim Sjálfur var Guðmundur á sjó. Hann minnist þess þegar hann byrjaði 13 ára gamall sem messagutti á Brúarfossi. Ekki var heitt vatn í skipinu heldur gufa. Hann vaskaði upp leirtauið með grænsápu og eitt sinn kom stýrimaður til hans og sagði; „Messi, fáðu þér sopa af kaffinu.‘‘ Guðmundur svaraði að bragði; „Nei ég drekk ekki kaffi‘‘ Stýri- maðurinn sagði þá; „Komdu þá og horfðu ofan í bollann, sjáðu brákina sem flýtur hérna ofan á kaffinu?‘‘ -„Já,‘‘ svaraði Guðmundur að bragði. -„Þetta er grænsápa, notaðu miklu minna af henni en þú gerir,‘‘ sagði þá stýrimað- urinn. Þegar Guðmundur var 16 ára sigldi hann sem háseti á Öskjunni til Jamaica og Kúbu og var í Havana þegar Castro fagnaði eins árs afmæli byltingarinnar. Þá var stríðsástand og fannst honum merkilegt að upplifa það andrúmsloft sem var í borginni. „Við máttum ekki fara fleiri en þrír saman í land í einu, urðum að hafa skyrturnar girtar því annars værum við réttdræpir því við gætum verið að fela vopn undir þeim. Við sigldum með saltfiskinn út en komum heim með sykur, romm og Havana vindla,‘‘ segir hann. Hefur komið víða við Guðmundur var á Gullfossi í nokkur ár og á varðskipum. Hann kláraði Stýrimannaskólann árið 1966 og var á vitaskipinu Árvakri sem stýri- maður. „Það var mikil og stórkostleg upplifun á vorin að taka gashylkin úr öllum vitunum í kringum landið og fara síðla sumars með þau aftur full og tengja við vitana aftur,‘‘ segir Guðmundur og bætir við: „Við unnum allan sólarhringinn. Bjartar sumar- nætur í Breiðafirði og á Vestfjörðum eru mér ógleymanlegar þegar sólin kyssti hafflötinn og það var stafalogn. Á suma staði komu aldrei neinir nema við einu sinni á ári. Einhverju sinni á eyju á Breiðarfirði var æðarkolla í stefninu, ég gekk að æðakollunni, tók hreiðrið með henni og færði til. Það var ógleymanlegt.‘‘ Guðmundur hefur komið víða við á sínum starfsferli. Fyrir utan sjó- mennskuna hefur hann setið í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur og var formaður þess um langt skeið. Hann var hafnarstjóri í Reykjavík í átta ár. Þá sat hann í miðstjórn ASÍ, var for- stjóri Hrafnistu í Hafnarfirði og sat í fjölmörgum nefndum. Guðmundur hefur gegnt ýmsum störfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og sat á Alþingi í 16 ár, frá 1991 – 2007 þar til hann snéri sér alfarið að uppbyggingu Hrafnistu. „Sjómannadagurinn á sér merkilega sögu og er orðinn frídagur lögum sam- kvæmt,‘‘ segir Guðmundur að lokum og bætir við: „Minnumst orða sjómanna á fyrsta Sjómannadeginum. – Við höfum eignast dag, gleymum því aldrei.‘‘ LHÞ Íslands Hrafnistumenn Íslands Hrafnistumenn lifðu tímamót tvenn, þó að töf yrði á framsóknar leið. Eftir súðbyrðings för kom hinn seglprúði knörr, eftir seglskipið vélknúin skeið. En þótt tækjum sé breytt, þá er eðlið samt eitt ¬ eins og ætlunarverkið, er sjómannsins beið. Hvort sem fleytan er smá eða seglprúð að sjá og hvort súðin er tré eða stál, hvort sem knýr hana ár eða reiði og rár eða rammaukin vél yfir ál, hvert eitt fljótandi skip ber þó farmannsins svip. Hann er ferjunnar andi og hafskipsins sál. Hvort með heimalands strönd eða langt út í lönd á hann leið yfir ólgandi flóð, gegnum vöku og draum fléttar tryggðin þann taum, sem hann tengir við land sitt og þjóð. Þegar hætt reynist för, þegar kröpp reynast kjör, verpur karlmennskan íslenska bjarma á hans slóð. Örn Arnarson, 1884-1942, hét réttu nafni Magnús Stefánsson og bjó í Hafnarfirði. Guðmundur hefur í gegnum tíðina gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sjómenn. Hann sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í 16 ár, frá 1991 – 2007 en þá snéri hann sér alfarið að uppbyggingu Hrafnistu.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.