Reykjavík - 01.06.2013, Page 10
10 1. júní 2013
Haukur Holm fór sjö ára með foreldrum sínum til útlanda með MS Gullfossi fyrir tæpum 50 árum:
„Þetta var ógleymanlegt
ævintýri og á heimleiðinni
sá ég Surtsey rísa úr sæ“
Haukur Holm fréttamaður og fyrrum ritstjóri REYKJA-VÍKUR, vikublaðs, var sjö
ára gamall gutti, þegar foreldrar hans
ákváðu að fara í hringferð til útlanda
með MS Gullfossi, farþegaskipi Eim-
skipafélags Íslands. Skipið sigldi til
Hamborgar, þá Kaupmannahafnar og
síðan til Leith í Skotlandi í hringferð
sinni. Þetta var einskonar ígildi brúð-
kaupsferðar foreldra hans, Ástu Bryn-
dísar Guðbjartsdóttur sem orðin er
98 ára gömul og ávallt hress og kát og
Georgs Holm sem lést 1967 þá 43ja ára,
en Georg faðir Hauks var af dönskum
ættum og það hentaði því vel að skipið
kæmi við í Kaupmannahöfn á hringferð
sinni þar sem föðuramma Hauks bjó.
Við Haukur mælum okkur mót
í kaffihúsinu Volcano House við
Tryggvagötu, en það er af ákveðnu
tilefni sem Haukur valdi þennan stað.
Ástæðuna nefnum við síðar í þessu
viðtali. Vertinn, Hörður Gunnarsson
vísar okkur til sætis. Haukur fær sér
Cappucino en blaðamaður venjulegan
uppáhelling.
Mikil ævintýraferð
Haukur hefur orðið: „Þessi ferð með
MS Gullfossi var alveg einstök upplifun
sem aldrei mun gleymast, slíkt ævintýri
var þetta fyrir mig“ segir Haukur þegar
hann rifjar upp fyrir blaðamanni ferða-
lag sitt með MS Gullfossi í nóvember
1963. „Þegar ég hugsa til baka þá rifjast
það upp fyrir mér hvað þetta var allt há-
tíðlegt og mikill glæsileiki. Við vorum
á fyrsta farrými en ég held að þau hafi
verið tvö eða þrjú farrýmin um borð.
Áhöfnin var öll í viðeigandi einkennis-
klæðnaði eftir hlutverki sínu um borð
og skipstjórinn, Kristján Aðalsteinsson,
hann er mér sérstaklega minnisstæður.
Ákaflega virðulegur maður í flottum
skipstjórabúningi með tilheyrandi
strípum á jakkanum. Ég fann að allir
vissu að þarna fór maðurinn sem réði
ferðinni um borð“ segir Haukur sem
var eini krakkinn um borð.
„Einmitt þess vegna var svolítið
látið með mig um borð. Þar á meðal
þessi virðulegi skipstjóri sem bauð mér
m.a. að koma upp í brú á þessu stóra
skipi sem var ekkert smá upplifelsi fyrir
strák á mínum aldri“ og Haukur ljómar
allur upp við tilhugsunina. „Jú þarna
var svakalega stórt tréstýri, allskonar
græjur og skipstjórinn leyfði mér að
stýra skipinu með þessu stóra stýri,
þó eflaust hafi ég ekki verið að stýra
skipinu í raun og veru“ segir Haukur.
En hann fékk að skoða fleira. „Jú einn
vélstjóranna bauð mér að kíkja með sér
niður í vélarrúm. En mér leist ekkert á
blikuna þar. Ég man að það var alveg
svakalegur hávaði og ég held að ég hafi
einfaldlega verið dálítið smeykur svo ég
dvaldi þar niðri ekkert lengi.“
Veltingurinn ógnvekjandi
Haukur segist hafa fundið fyrir alvöru
sjóveiki fyrsta sólarhringinn í ferðinni
en svo tók það enda. „En ég man hins
vegar að veltingurinn gat verið svolítið
ógnvekjandi. Gólfið hallaði ýmist upp
eða niður og þegar ég horfði út um
gluggana og sá minni skip hverfa öldu-
dalina, hélt ég að þeir væru að sökkva
og mér sló óhug við það, en síðan birt-
ust þeir aftur og þá sá ég að þetta var
allt eðlilegt. Og svona eftirá að hyggja,
þá held ég að þetta hafi bara þroskað
mig, að sjá þessar aðstæður á sjó.“
Svo má ekki gleyma
nautatungunum
Haukur segir að mikið hafi verið látið
með matinn um borð. „Já það var
veisla á hverjum degi bæði í hádeginu
og á kvöldin og raunar allan daginn.
Persónulega var það kalda borðið sem
stóð uppúr. Það var alltaf jafn glæsilegt
í hverju hádegi. Risastórt borð hlaðið
kræsingum af öllu tagi á nokkrum
hæðum og ég sé þetta borð alltaf í
hillingum enn þann dag í dag og það
hreinlega birtist mér í huganum þegar
ég er mikið svangur. En það sorglega
við þetta glæsilega borð var, að ég fékk
mér allan túrinn það sama af borðinu,
eingöngu tekex og nautatungur“ segir
hann og hlær dátt.
„Ég held ég hafi ekkert vitað hvað
nautatungur voru en greinilega þótt
þær mjög góðar. Já tekex og nauta-
tungur, það var málið. Og ég sé alltaf
eftir því, meira að segja enn þann dag í
dag næstum 50 árum síðar, að hafa ekki
nýtt betur þessar kræsingar, sem voru
svo sannarlega glæsilegar. Ég fæ vatn í
munninn við tilhugsunina“segir hann
og hlær enn meira. Aðspurður hvort
hann hafi kunnað svona vel að meta
nautatungur fyrir ferðina segir hann:
„Nei nei, alls ekki. Vissi ekki einu sinni
að nautatungur væru til og það sem
meira er, er að ég hef ekki smakkað
nautatungur síðan. Nei hvorki fyrr
né síðar“ segir hann og það er eins
og hann viti eiginlega ekki hvað hafi
komið yfir sig að borða bara tekex og
nautatungur í öll hádegismál í ferðinni,
horfandi á hlaðborðið, fullt af mat.
Sigfús Halldórsson spilaði
undir kvöldverðinum
Maturinn á kvöldin var ekki síður
góður segir Haukur. „Ég man að fólkið
kom saman í huggulegum matsalnum,
valdi þann mat og drykki sem það vildi
og svo var gjarnan stíginn dans á eftir.
Okkar ástsæli tónlistarmaður, Sigfús
Halldórsson spilaði undir og ef ég man
rétt þá var í ferðinni frumflutt um borð
lagið „Sumarauki“ sem fleiri þekkja
undir nafninu „Gullfoss með glæstum
brag“ sem Sigfús samdi sjálfur við texta
Guðjóns Halldórssonar„segir Haukur
og bætir við:
„Textinn var afhentur fólki í sérstakri
möppu. Og Sigfús, þessi ljúfi maður
afhenti mér áritað eintak og ég man
alltaf það sem hann skrifaði: „Haukur
minn, vertu alltaf eins fallegur og
góður drengur eins og þú ert núna“
og mér þykir alltaf jafn vænt um þessar
ERNA
Skipholti 3 - Sími: 552 0775
www.erna. is
Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA
Fyrir orrustuna um Milvian brú yfir Tíberfljót, 28. október
312 fyrir réttum 1700 árum, sá
Konstantín mikli teikn krossins
á himni og orðin “in hoc signo
vinces” “Undir þessu tákni muntu
sigra”. Árið 313 er Konstantín var
orðinn keisari veitti hann kristnum
mönnum trúfrelsi eftir langvarandi
ofsóknir.
Menin eru smíðuð á Íslandi eftir hugmynd
Dr Gunnars Jónssonar og fást silfurhúðuð á 3.500,-
úr silfri: 5.900,- (með demanti: 11.500,-) og
úr 14k gulli á 49.500,- (með demanti: 55.000,-).
IN HOC SIGNO VINCES
(Undir þessu tákni muntu sigra)
75 ár frá fyrsta sjómannadeginum
Frétt kom í VíSI um að þetta væri fyrsta ferðin í haust- og vetraráætlun skipsins.
í VíSI stóð eftirfarandi: Á myndinni eru hjónin frú Bryndís og Georg Holm og
sonur þeirra Haukur, sem — að þvi er blaðið bezt veit, — var yngsti farþeginn.
Framhald á næstu síðu.