Reykjavík


Reykjavík - 10.08.2013, Blaðsíða 6

Reykjavík - 10.08.2013, Blaðsíða 6
10. Ágúst 20136 25 ÁR Heimsent: 1.590 kr. + 900 kr. heimsendingargjald · Kjúklingur í sataysósu · Núðlur með grænmeti · Svínakjöt í ostrusósu · Djúpsteiktar rækjur með súr/sætri sósu Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Legur og drifbúnaður Verkfæri og öryggisvörurLoft- og vökvakerfi seLtjarnarnes Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Undirbúningur bæjarhátíðar í fullum gangi stendur yfir dagana 29. – 31. ágúst Undirbúningur að veglegri bæjarhátíð á Seltjarnarnesi er nú í fullum gangi. Unnur Halldórsdóttir hefur yfirumsjón með undirbúning hátíðarinnar. Hún segir að dagskráin sé fjölbreytt og reynt að höfða til sem flestra. „Við byrjum á því að opna myndlistarsýningu í Eiðisskeri, fimmtudaginn 29. ágúst á verkum Haraldar Sigmundssonar. Haraldur er ungur listamaður sem fer óhefðbundnar leiðir í listsköpun sinni. Föstudagskvöldið 30. ágúst verðum við með sundlaugapartý þar sem fram koma ýmsir tónlistarmenn, m. a. Jónsi í Svörtum fötum, en hljóm- sveitin hans mun einnig slá botninn í hátíðarhöldinn á laugardagskvöldið með stórdansleik sem haldinn verður í íþróttahúsinu“ segir Unnur og bætir við að. laugardagurinn sé aðal hátíðar- dagurinn. „Hann byrjar með því að allir iðk- endur Gróttu safnast saman á útivell- inum og leika listir sínar frá 10-14 og um kvöldmatarleytið verður síðan íbúagrill sem allir Seltirningar eru hvattir til að mæta í, en það eru íbúar á Brautunum sem bjóða til veislunnar, sem verður við Vallarbrautarróló. “ Hún segir að hugmyndin sé að allir mæti með sitt góðgæti á grillið en á staðnum verður boðið upp á meðlæti. Leikin verður létt tónlist og tilvalið er að hita upp fyrir ballið um kvöldið. Sérstakt ball verður haldið fyrir ung- mennin á Nesinu á laugardagskvöldið kl. 20-22, en dansleikurinn með Svörtum fötum hefst kl. 23 í Hests- höllinni. Unnur hvetur alla íbúa að vera með en miðar á ballið eru seldir í Íslandsbanka Eiðistorgi. Í svörtum fötum kemur fram á há- tíðinni. Kríunni stafar ógn af andabrauðinu Á Seltjarnarnesi er nú hafið kerfisbundið átak sem felst í verndun kríuvarpsins og fækkun máva yfir hávarptímann, en mávurinn hefur verið skæður gestur í varplandinu í sumar. Undanfarnar vikur hafa fjölmargir aðilar komið að máli við Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra á Seltjarnarnesi og óskað eftir því að allra leiða verði leitað til að sporna við mávnum, sem hefur verið með ágengari móti þetta sum- arið. Kríuvarp þykir hafa tekist vel þetta árið og allt útlit fyrir að krían hafi nægilegt æti og því dapurlegt að horfa upp á eyðileggingu þess af hálfu vargsins. Á meðfylgjandi mynd, sem Haukur Óskarsson framkvæmdastjóri Golf- klúbbss Seltjarnarness tók á golfvell- inum á Seltjarnarnesi, má sjá máv rífa í sig hálfstálpaðan kríuunga, en að hans sögn blöskrar golfurum vallar- ins hversu ágengur mávurinn er þetta árið og hversu stálpuð dýr hann ræðst á. Fulltrúar bæjarins hafa leitað ráða hjá Jóhanni Óla Hilmarssyni fugla- fræðingi sem segir að aðeins sé ein leið fær til að ráða niðurlögum mávs- ins og hún felist í því að fólk hætti að brauðfæða fuglana á tjörninni. Ekki dugi að skjóta hann, eins og sumir hafa bent á. Á þessum árstíma hafa varpfugl- arnir nægilegt æti og ekki þurfi að bæta við það. Brauðið laðar mávinn að og ef það er ekki á boðstólnum fari þeir eitthvert annað í leit að æti. Því munu bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi beita sér fyrir því að fólk hætti að gefa fuglunum á tjörninni brauð þar sem slíkt feli í sér mikla hættu á því að kríuungarnir komist ekki á legg. Nú er unnið að gerð skilta þar sem fólk er hvatt til að huga að alvarlegum af- leiðingum brauðgjafa. Mynd: Haukur Óskarsson

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað: 28. tölublað (10.08.2013)
https://timarit.is/issue/375987

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

28. tölublað (10.08.2013)

Aðgerðir: