Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 28. september 2006 EYJAMAÐUR VIKUNNAR Lundaball er eitthvað sem enginn má missa af Hið árlega lundaball verður haldið á laugardaginn í Höllinni. Er þetta ein af stærstu skemmtunum í Eyjum ár hvert. Úteyjafélögin skiptast á að halda skemmtunina og em þau jafnan sannfærð um ár hvert að sitt ball hafi verið það flottasta frá upphafi. Það verður væntanlega engin breyting á því í ár en félagar í Brandinum hafa unnið dag og nótt síðustu vikur við undirbúning. Olafur Guðmundsson er einn þeirra en hann gaf sér tíma til að svara nokkrum spumingum Frétta. Nafn: Ólafur Guðmndsson. Fæðingardagur: 7. nóvember 1952. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Kvæntur Lilju Júlíus- dóttur, og við eigum þrjú uppkomin böm. Draumabíllinn: Einhver betri en sá sem ég á í dag, þó hann sé svo sem ágætur. Uppáhaldsmatur: Nýr reyttur og sviðinn lundi, soðinn eftir uppskrift frá mömmu. Versti matur: Það er enginn matur vondur. Uppáhaldsvefsíða: vinirketils.com. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Eyjalögin hressa mann alltaf, og nú eru það úteyjabragimir ekki hvað síst. Aðaláhugamál: Áhugamálin eru mörg, en þessa stundina úteyjalíf, lundakallar og lundaball. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Brandurinn. Ólafur Cuðmundsson er Eyjamaður vikunnar. Ertu hjátrúarfullur: Já örugglega. En viðurkenni það aldrei fyrir nokkmm manni. Uppáhaldsíþróttamaður og íþróttafélag: Gaui Páls við lundaveiði og IBV Stundar þú einhverja íþrótt: Nei, en reyni að fara út að ganga reglulega. Uppáhaldssjónvarpsefni: Iþróttir, þá sérstaklega fótbolti, en annars alltaf gott að sofa við fréttir og veður. Hvernig var veiðin í Brandinum í sumar: Lélegasta ár í manna minnum. Hvað er svona sérstakt við lundaball: Þar em allir komnir til að skemmta sér og öðmm, og rnenn em vanir að taka vel öllu gríni. Hvers vegna verður lundaballið í ár það allra flottasta: Besta lundaball hingað til var síðasta lundaball hjá Bröndumm, en þetta verður betra. Eitthvað að lokum: Lundaball er eitthvað sem enginn ætti að missa af. V / X/ * -V' • / 3S?' /7 ' i" MATGÆÐiNGUR VIKUNNAR Hreindýrasteik Eg þakka Agústu systur fyrir áskorunina. Mikið varð égglöð að vera tilnefnd. Ég vil lielst ekki eyða miklutn tíma í eldhúsinu og þess vegna nota égyfirleitt fljótlegar uppskriftir, þessi erþannig, Jljótleg og góð. Hreindýrasteik fyrir 4 með gráðostasósu. 1 kg hreindýrakjöt 1 -2 msk. salt 2 tsk. pipar 4-5 einiber(má nota önnur ber) Myljið saman salt, pipar og einiber og berið utan á hreindýravöðvann. Kjötið sett í eldfast mót og steikt við 220° C f 10 mín. Brynhildur Friðriksdóttir er matgæðingur vikunnar Lækkið hitann í 150° C og steikið áfram í 45 mín. á hvert kg. Gráðostasósa 100 gr gráðostur I '/2 peli ijómi I -2 matsk. hindberjasulta Soð af hreindýrasteikinni. Gráðosturinn bræddur rólega með tjómanum. Sultan og soðið sett út í pottinn. Látið malla við hægan hita ca. 5 mín og hrært í á meðan. Má þykkja ef vill. Gott er að hafa með þessu kartöflubáta (steiktir í oíríi) og salat. Ég ætla að skora á Ingu Hjálmarsdóttir, samstarfskonu mína, ég veit að hún og hennar maður bralla ýmislegt sniðugt og gott í eldhúsinu. Fyrir skömmu blés sjávarútvegsráðherra til verkefnis sem kallaðist fiskirí og miðaði að því að auka Hskneyslu Islendinga og þá sérstaklega ungs fólks. Tveir veitingastaðir í Eyjum tóku þátt, annars vegar Fjólan og hins vegar Café Maria. Á síðarnefnda staðnum var glæsilegt sjávar- réttahlaðborð á föstudagskvöldinu. Létu gestir vel af kræsingunum en meðal gesta var Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar og sagði hún að veitingarnar sem hún fékk á Café María jöfnuðust á við bestu veitingastaði höfuðborgarsvæðisins. Gamlar myndir Ekkert er vitað um myndina hér að ofan. Ef einhverjir hafa upplýsingar um hana er bent á Ljósmyndasafn bæjarins en hægt er að senda tölvupóst á netfangið ljosmyndasafn@vestmannaeyjar.is eða hringja í síma 481-1184. Mynd þessi birtist í Fréttum í síðustu viku. Myndin er af Sigurgeir Scheving í sínu fyrsta hlutverki í farsælum ferli á fjölum lcikhússins. Myndin er tekin í gömlu Höllinni en þar hélt leikfélagið kvöldskemmtun þar sem átta atriði voru í boði. í leikhúsgagnrýni Brautarinnar frá 23. febrúar 1949 segir: „Samtal við mömmu flutt af Sigurgeir Scheving var alveg ágætt og þessum litla leikara til sóma, held ég að óhætt sé að spá því að hann eigi eftir að koma oftar á Ieiksviðið.“ a döfinni í vikunni laugardagur: DHL deild kvenna: ÍBV - Valur kl. 16.00 Höllin: Lundaballið 2006 í umsjá Brandara.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.