Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 4
4 Frcttir / Fimmtudagur 8. apríl 2010 Úr bloggheimum: Eyjamaður vikunnar: Sigmar Þór Sveinbjörnsson bloggar: Frábær auglýsing Grindvíkinga Ég get ekki annað en dáðst að Sjómanna- og vél- stjórafélagi Grindavíkur fyrir að birta þessa auglýsingu á bak- síðu Fréttablaðsins í dag. Það er mál til komið að sjómenn farai að berjast á móti þessum endalausa yfirgangi stjórnmála- manna gagnvart kjörum sjómanna. Engin stétt í landinu hefur fengið jafn oft á sig lög þegar þeir hafa verið að reyna að berjast fyrir bættum kjörum, og nú á að hirða af sjómönnum sjómannaafslattinn, það er því komið að því að segja hingað og ekki lengra. Ég er ekki viss um að allir sjó- menn geri sér grein fyrir því að það er leynt og ljóst verið að grafa undan sjómannastéttinni t.d. með því að stela frá þeim sjómanna- deginum og endurskíra hann Hátíð hafsins sem er að mínu viti hneyksli. Það sem er enn verra og furðulegt að þetta er gert í samráði við sjómannafélögin í Reykjavík. Kannski eru þetta afleiðingar af því að búið er að blanda saman stórum sjómannafélögum og landfélögum þar sem meirihluti félagsmanna eru menn sem vinna í landi og er nokk sama um þá sem eru á sjó, og svo er það eitt stórt vandamál að það virðist ekki vera hægt að losna við marga af þessum forystumönnum sjómanna sem löngu eru sjó- sprungnir svo ég noti gamalt og gott sjómannamál. Ekki einu sinni Sjómannaskólinn má heita sínu rétta nafni, og sjó- menn eru ótrúlega linir við að skrifa greinar í blöð um sín mál, kannski vegna hræðslu við vinnu- veitendur sína. Það er svo ótalmargt sem hægt væri að telja upp sem bendir ein- dregið til þess að unnið sé að því leynt og ljóst að gera lítið úr sjó- mannastéttinni, og sjómenn virðast því miður ekki gera sér grein fyrir þessari þróun. Þessi auglýsing er smá vfsbending um að sjómenn séu að vakna til lífsins og ég vona svo sannarlega að þeir átti sig sem fyrst á því að það kostar vinnu að halda sínum kjörum og sínu öryggi. http://nafar. blog. is Gísli Hjartarson bloggar: Ótrúlegur drengur Það var með ólíkindum að horfa á þetta. Frábær leikmaður þessi drengur og það er ekki eins og þetta Barcelonalið sé eitthvert saman- safn af hádegisboltaspriklurum. Menn hljóta að telja liðið líklegt til þess að verja titil sinn, en það er svo sem ekkert öruggt í þessu og einn slakur leikur getur vakið menn af værum svefni þar sem menn eru hættir að telja kindur hoppa yfir grindur en sjá dollur á flugi í staðinn!!! Barcelona gegn Inter Milan - sé ekki fyrir mér að manni muni leiðast yfir þeim slag. Arsenal piltar verða bara að reyna aftur næsta haust. http.V/fosterinn. blog. is labba helst ehkí undir stlga Óskar Pétur Friðriksson hefur síðustu ár tekið myndir fyrir bæjar- blöðin, fyrst Vaktina og svo Fréttir. Auk þess hafa myndir frá honum reglulega birst bæði á Vísi.is og í Fréttablaðinu og átti hann m.a. fyrstu myndimar sem birtust á Vísi.is af nýrri gossprungu sem opnaðist á dögunum. Svo heppi- lega vildi til að Óskar Pétur fylgdist með þegar jörðin rifnaði og eins og góðum ljósmyndara sæmir, mynd- aði hann viðburðinn í bak og fyrir. Myndir frá ferð hans má sjá annars staðar í blaðinu en Óskar Pétur er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Óskar Pétur Friðriksson. Fæðingardagur: 19. júnf 1958. Fæðingarstaður: í Vestmanna- eyjum. Fjölskylda: Tvö böm, Grétar Már og Valgerður Erla og bamabarnið, Leif Magnús. Draumabfllinn: Toyota Avensis. Uppáhaldsmatur: Allt sem kemur af kindinni. Versti matur: Agúrka. Uppáhalds vefsíða: Við leitum ekki langt yfir skammt, Eyjafréttir.is. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Það er bara þessi dægurtón- list, t.d. held ég mikið upp á gömlu hippalögin og Bítlana. Aðaláhugamál: Ljósmyndun. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Jesú Krist. Fallegasti staður sem þú hefur Eyjamaður vikunnar er komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Leif Magnús er uppáhaldsíþróttamaðurinn minn og ÍBV er mitt félag. Ertu hjátrúarfullur: Bæði og. Labba helst ekki undir stiga. Stundar þú einhverja íþrótt: Bara útivist í náttúmnni. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Hvað hefurðu tekið myndir í mörg ár: 38 átta ár í ár. Hefurðu tölu á fjölda mynda sem þú hefur tekið og átt: Nei, og get ekki einu sinni giskað á fjöldann. Óskar Pétur Friðriksson. Hvernig var að sjá jörðina rifna þegar nýja sprungan opnaðist: Ólýsanlegt. Það fór lfka allt af stað hjá mér. Ég tók fyrstu myndimar á myndavélina og tók svo upp símann og myndaði með honum. Síðan sendi ég myndirnar á frétta- stofu Vísis og þremur mínútum síðar var myndin komin á veftnn. Ætlarðu að fara aftur að kíkja á gosið: Ég hefði alveg örugglega áhuga á því ef tækifærið gæfist. Eitthvað að lokum: Vona að við eigum gott sumar framundan. Matgazðingur vikunnar: ftalskar svínalundir og klattar Ég vil þakka Ella Gunnari fyrir áskorunina, eða þannig. Og vona að hann prufi nú klattauppskriftina en hann hefur verið drjúgur í klött- unum um borð í ísleifi. Ég œtla að bjóða upp á ítalskar svínalundir, mjög góðar og einfaldar. ítalskar svínalundir 2 svínalundir salt og pipar 50 - 70 gr smjör 200 gr beikon (skorið í sneiðar) Dijon sinnep ostur 1 laukur karrý 1 'A dl rjómi 1 dl tómatpurré Svínalundimar eru skomar í u.þ.b. 2 cm sneiðar og barðar létt. Kryddaðar með salti og pipar og steiktar á pönnu í smjöri þar til þær hafa fengið ljósbrúnan lit. Sneiðunum er raðað í eldfast mót, beikoninu raðað ofan á og smurt með sinnepinu. Loks er ostinum raðað ofan á sneiðamar. Karrý er brúnað á pönnu, ásamt smjöri og söxuðum lauk, rjóm- Matgœðingur vikunnar er Arnór Páll Valdimarsson anum er hellt yfir ásamt tómat- purré. Bragðbætt með salti og pipar. Sósunni er hellt yftr kjötið og allt hitað í ofni við 200° í ca. 20-30 mín. Sósuna má þykkja eða þynna eftir vild. Gott er að hafa kartöflumús og hrásalat með og sumum finnst nauðsynlegt að hafa hvítlauksbrauð með. Verði ykkur að góðu. Svo verð ég að láta fylgja með upp- skriftina af klöttunum mínum, en þá geri ég oft uppi á Bakkaflugvelli og þeir rjúka út. Bakkaflugvallarklattar 4 bollar (550 gr) hveiti 3 msk. sykur 100 gr brætt smjörlíki 3 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 'A tsk. matarsódi 4 egg 2 tsk. vanilludropar 1 lítri súrmjólk Mjög gott að stappa 2 banana eða kreista safann úr 2 appelsínum og setja út í. Öllu hrært vel saman. Steikt á pönnu við sæmilegan hita, nota ausu og það komast 5 -6 klattar á pönnu, steikt báðum megin. Klattamir settir á disk og sykri stráð yfir, verði ykkur að góðu. Ég œtla að skora á gamlan skips- félaga minn, hann Gumma hennar Möggu frcenku. Ég veit að hann lúrir á einhverju góðu, t.d gufu- steiktu brauði. Gamla myndin: Þessa mynd er að finna í ljósmyndasafni Frétta en á henni má sjá leikara í uppfærslu Leikfélags Vestmanna- eyja á „Þegar Jóla- sveinninn villtist“, í leikstjóm Sigurgeirs Scheving. Margir þama hafa ekki stigið á svið síðan þetta var og eru jafnvel þekktari fyrir afrek sín annars staðar. Þess má geta að síðustu sýningar á Fullkomnu brúðkaupi eru nú um helgina og um að gera að skella sér í leikhúsið. Kirkjur bazjarins: Landakirkja Fimmtudagur 8. aprfl Kl. 10.00. Mömmumorgunn. Pálínuboð. Kl. 14.00. ETT (11-12 ára starf) í Safnaðarheimili Landakirkju Kl. 20.00. Æskulýðsfundur hjá ÆSLAND (Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM &KFUK) í KFUM & KFUK- húsinu. (9. og 10. bekkur) Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landakirkju. Föstudagur 9. aprfl Kl. 13.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum Kl. 14.00. Æfing hjá Stúlknakór Landakirkju. Laugardagur 10. aprfl Kl. 11.00. Fermingarguðsþjónusta, fermd verða 19 ungmenni. Sunnudagur 11. aprfl Kl. 11.00. Fermingarguðsþjónusta, fermd verða 8 ungmenni. A sama tíma er sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu, þar sem fjársjóðskistan verður á sínum stað, biblíusaga, söngur og gleði. Kl. 20.00. Æskulýðsfundur hjá ÆSLAND í Safnaðarheimili Landakirkju. (8. 9. og 10. bekkur) Mánudagur 12. apríl Kl. 16.00. Kirkjustarf fatlaðra, yngri hópur. Kl. 17.00. Kirkjustarf fatlaðra, eldri hópur. Kl. 19.30. Vinir í bata í 12 spora andlegt ferðalag. Þriðjudagur 13. aprfl Kl. 17.00. Æfmg fyrir fermingu 17. apríl. Kl. 18.00. Æfing fyrir fermingu 18. apríl. Kl. 20.00. Æskulýðsfundur hjá ÆSLAND í KFUM & KFUK- hús- inu. (8. bekkur) Viðtalstímar prestanna eru mánudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 8. aprfl Kl. 20.00 Bænastund, komum saman í lofgjörð og bæn. Föstudagur 9. aprfl Kl. 17.00 Krakkafjör, fjörugir krakkar og frábær fræðsla. Sunnudagur 10. aprfl Kl. 13.00 Komdu og vertu með. Vörður L Traustason og Ester Jakobsen, forstöðuhjón Ffladelfíu í Reykjavík, verða gestir okkar. Samskot tekin til kristniboðsstarfs. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardaginn 10. aprfl Kl. 11.00 Samkoman hefst með Biblíufræðslu fyrir börn og full- orðna. Bama og ungmennastarf í höndum Ericu Do Carmo. Einnig verður Biblíulexía fyrir fullorðna. Efnið er aðgengilegt öllum á vef kirkjunnar á www.adventistar.is undir fræðsluefni/Biblíulexia. Kl. 12.00 Guðsþjónusta. Bein útsending frá kirkju aðventista í Reykjavík. Eric Guðmundsson prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. Sími hjá safnaðarpresti er 866-2800, net- fang thora@adventistar.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.