Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Fréttablaðið - 08.02.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.02.2013, Blaðsíða 4
8. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 DANMÖRK Sígarettustubbar eru nær helmingur af því rusli sem hent er á götu eða á víðavangi í Danmörku. Á vef Berlingske er vísað í niðurstöður nýrrar úttektar þar sem kemur fram að 43 prósent alls rusls sem bæjarstarfsmenn þrífa upp séu sígarettustubbar. Í frétt Berlingske segir jafn- framt að talið sé að níu milljónum stubba sé kastað á almannafæri í Danmörku dag hvern, en það jafngildir um þremur milljörðum stubba á ári. Næststærsti ruslflokkurinn er tyggjóklessur, sem er um fjórð- ungur alls rusls. - þj Ruslaskýrsla í Danmörk: Rettustubbar í milljarðatali MANNRÉTTINDI Mál pönksveitarinnar Pussy Riot er nú komið til kasta Mann- réttindadómstóls Evrópu. NORDICPHOTOS/AFP RÚSSLAND, AP Lögmenn þriggja meðlima rússnesku pönkhljóm- sveitarinnar Pussy Riot hafa mótmælt sakfellingu þeirra fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í Strassborg og segja yfirvöld í Rússlandi hafa brotið gegn Mann- réttindasáttmála Evrópu. Þær Maria Alekhina, Yekaterina Samutsevich og Natalia Tolokonni- kova hlutu tveggja ára fangelsis- dóma fyrir að hafa skipulagt mótmæli í kirkju rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar í Moskvu. - gój Halda fram sakleysi sveitar: Pussy Riot til Strassborgar DANMÖRK Lögreglan í Danmörku telur með nokkurri vissu að lík konu sem fannst í ísskáp á heimili í smábæ á Lálandi fyrir skömmu sé af Mette Bønnelykken Herholdt, sem hvarf sporlaust fyrir rúmum tveimur árum síðan. Fyrrum sambýlismaður Her- holdt hefur játað að hafa komið líkinu fyrir í ísskápnum en neitar að hafa orðið konunni að bana. Hún hafi látist af eðlilegum orsökum. Herholdt átti ekki marga að og varð enginn var við hvarf hennar fyrr en lýst var eftir henni undir lok síðasta árs, eftir ábendingu gamals vinar hennar. - þj Líkfundur í Danmörku: Týnd í tvö ár fannst í ísskáp ÝSUFLAK Efni unnið úr roði er lagt beint í sár og breytist svo í heilbrigða húð. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. VIÐSKIPTI Íslenska lækningavöru- fyrirtækið Kerecis hefur skrifað undir dreifingarsamning við alþjóðafyrirtækið Medline. Ker- ecis þróar meðferðarúrræði fyrir vefjaskaða sem byggja á ómega 3-tækni og hagnýtingu á fiskiroði. Fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins að samningur um dreifingu hafi náðst á arabíska heilbrigðis þinginu sem nýlokið er í Dubai. Haft er eftir Guðmundi F. Sigurjónssyni, stjórnarformanni Kerecis, að samningurinn sé fyrsta skrefið í að breyta fyrir- tækinu úr sprotafyrirtæki í fram- leiðslu- og sölufyrirtæki. - óká Medline dreifir fyrir Kerecis: Úr sprotanum yfir í alvöruna 232,4717 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,52 127,12 198,84 199,80 171,58 172,54 22,995 23,129 23,063 23,199 19,942 20,058 1,3472 1,355 194,37 195,53 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 07.02.2013 LÖGREGLUMÁL Afganskur hælis- leitandi var á þriðjudaginn úr- skurðaður í tveggja vikna gæslu- varðhald, daginn eftir að hann kveikti í herbergi sínu á gistiheim- ilinu Fit í Reykjanesbæ. Lögregla mun óska eftir því að hann sæti geðrannsókn. Hann hefur ekki upplýst um það af hverju hann kveikti í herberginu. Gestur á heimilinu var fluttur á sjúkrahús vegna reyk eitrunar og félagsmálayfirvöld útveguðu öðrum íbúum gistingu. - sh Hælisleitandi í geðrannsókn: Í varðhald eftir íkveikju á Fit AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur Strekkingur austan til annars hægari. HLÝNAR í dag og verður fremur milt fram á sunnudag en þá kólnar heldur aftur. Helgin verður nokkuð úrkomusöm sunnan- og vestanlands en norðaustan til verður að mestu leyti þurrt og bjart með köflum. 0° 6 m/s 2° 11 m/s 3° 8 m/s 5° 13 m/s Á morgun Strekkingur austast annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 3° 2° 5° 3° 1° Alicante Aþena Basel 17° 14° 6° Berlín Billund Frankfurt 1° 0° 2° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn -1° 1° 1° Las Palmas London Mallorca 19° 6° 11° New York Orlando Ósló 4° 25° -8° París San Francisco Stokkhólmur 5° 12° -1° 0° 4 m/s 1° 4 m/s -1° 6 m/s -1° 5 m/s X° 5 m/s 0° 9 m/s -4° 8 m/s 4° 2° 6° 5° 6° SAMFÉLAGSMÁL „Tilgangurinn er að senda þau skýru skilaboð að hvorki neysla né sala fíkniefna sé samfélagslega viðurkennd,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, þar sem bærinn tekur höndum saman við íþrótta- félagið ÍBV og stórútgerðarfyrir- tækin Vinnslustöðina og Ísfélagið til að vinna bug á fíkniefnavanda. Fram hefur komið að ellefu skip- verjum hjá Vinnslustöðinni var sagt upp eftir að hafa fallið á fíkni- efniprófi. Þar munu nú skrifstofu- fólk og stjórnendur hafa gengist undir sams konar próf. Ísfélagið hyggst feta sömu braut. „Og ef svo fer sem horfir þá verður Ráðhúsið í Vestmanna- eyjum ekki undanskilið,“ segir Elliði bæjarstjóri og boðar aukna viðleitni í þessum efnum. „Við ráðum sumarstarfsfólk í hundraða tali. Það kann vel að vera að í ráðningar- samningum þeirra verði getið um að það sé heimilt að mæla fyrir ólög legum lyfjum.“ Elliði segir málið hafa átt visst upp- haf hjá foreldrum í bænum sem í fyrrasumar hafi rætt við hann, stórfyrirtækin, íþróttafélagið og fleiri. „Ég held að vímuefna vandinn í Vestma nna- eyjum sé síst verri en annars staðar. Hins vegar búum við það vel að við erum mjög náið samfélag þar sem samfélagsleg vitund er mjög mikil. Það er sá styrkur sem við hyggjumst reyna að nota. Það er ekki við hæfi að sam- félagið halli sér aftur og stóli á að lögreglan ein sjái um þetta,“ segir bæjar- stjórinn. Elliði leggur áherslu á að ekki sé ætlunin að refsa fólki heldur hjálpa því. Starfsmenn Vestmannaeyja- bæjar þurfi að sýna fordæmi. Þeir geta þannig átt von á því að þurfa að samþykkja að vera teknir í fíkniefnapróf. „Það ætti enginn starfsmaður sveitar- félagsins að þurfa að óttast slíkt, ég hef ekki nokkra trú á því,“ segir hann. Nefnt hefur verið að fíkniefna- prófin kunni að brjóta á rétti manna til einkalífs. „Þegar fólk skrifar undir ráðningarsamning með þessu fororði þarf varla að koma á óvart að þetta ákvæði sé virkjað. Og ég veit ekki til þess að nokkurs staðar hafi verið beitt þvingunarúrræðum enda kæmi það náttúrlega aldrei til greina,“ segir bæjarstjórinn sem kveðst mikill talsmaður friðhelgi einka- lífsins. „En þegar kemur að eftirliti með fíkniefnum og þegar kemur að vel- ferð barnanna okkar, Eyjamanna og annarra Íslendinga, þá finnst mér réttlætanlegt að mæla hvort notuð eru ólögleg lyf.“ gar@frettabladid.is Fíkniefnaprófanir í ráðhúsi Eyjamanna Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir samfélagið ekki geta látið lögregluna eina fást við fíkniefnavandann. Verið sé að virkja allt samfélagið í Eyjum gegn þeim vágesti. Bæjarstjórinn segist óttast útkomu bæjarstarfsmanna í fíkniefnaprófi. Skipverji sem sagt var upp á einu skipa Vinnslustöðvarinnar eftir fall á fíkniefnaprófi segir málið skelfilegt. „Það er bara kippt undan manni löppunum,“ segir maðurinn sem ekki vill að nafn hans komi fram. Eins og aðrir sem reknir voru hafði maðurinn skrifað undir yfirlýsingu um að fyrirtækinu væri heimilt að láta hann undirgangast fíkniefnapróf. Hann var síðan látinn fara fyrirvaralaust og án launa í uppsagnarfresti. Maðurinn segir brottreknu skipverjana íhuga réttarstöðu sína vegna þessa. Sjálfur hafi hann starfað um langt árabil hjá Vinnslustöðinni. „Mér finnst að það hafi átt að gefa okkur séns en maður var bara rekinn með skömm,“ segir maðurinn sem kveðst nú læðast með veggjum í heimabæ sínum. „Það eru náttúrlega allir að smjatta á þessu hérna í bænum. Mannorðið er farið.“ Niðurlægður og læðist með veggjum ELLIÐI VIGNISSON LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akur- eyri hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum manns á áttræðisaldri gegn tveimur piltum, átján og nítján ára, sem réðust á hann á Skagaströnd um liðna helgi. Annar piltanna er barnabarn mannsins. Áður hafði lögreglan rannsakað kynferðisbrot mannsins gegn öðru barnabarni hans, sem nú er á þrí- tugsaldri. Hann hefur játað brotin að hluta og það mál er komið til rík- issaksóknara til ákærumeðferðar. Maðurinn verður ekki nafngreindur hér af tillitssemi við þolendur hans. Piltarnir sem réðust á manninn voru látnir lausir úr gæsluvarð- haldi seinni partinn á miðviku- dag. Þeir höfðu játað brotið og því þótti ekki ástæða til að halda þeim lengur. Málið verður það senn sent ríkissaksóknara. Piltarnir lögðu ekki fram form- lega kæru á hendur manninum fyrir kynferðisbrot en greindu frá þeim við yfirheyrslur og í kjölfarið ákvað lögregla að hefja á þeim rannsókn. Maðurinn hlaut alvarlega höfuð- áverka við árásina og liggur enn á spítala. Hann er þó ekki í lífs- hættu. - sh Ungir piltar sem réðust á mann á Skagaströnd eru lausir úr gæsluvarðhaldi: Brot gegn piltunum í rannsókn ÞRJÚ BROT RANNSÖKUÐ Lögregla rann sakar nú brot mannsins gegn þremur piltum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 33. tölublað (08.02.2013)
https://timarit.is/issue/376463

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

33. tölublað (08.02.2013)

Aðgerðir: