Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.05.1975, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 02.05.1975, Side 1
Föstudagur 2. max t 1975 2. árg. - 18. tbl. \ I y Vel heppnuð söngför Samkórinn hélt s. I. föstudag f söngför til meg- inlandsins. Farið var með Herjólfi til Þorláks- hafnar f slæmu sjóveðri og voru margir haldnir sjóveiki. Haldnir voru hljómleikar á Selfossi um kvöldið. Voru undirtektir svo góðar að ákveðið var að halda þar aðra hljómieika. Sfðan var haldið til höfuðstaðarins og á laugar- deginum var sungið f Austurbæjarbfói við mjög góðar undirtektir áheyrenda. A sunnudagskvöldið var sungið f Festi f Grinda- vfk og féll þessi menningarviðburður Grindvfking um vel f geð þvf þar var troðfullt hús, meira að segja var selt f "stæði". Polaroid myndavélar 3 gerðir. Vasamyndavélar 2 gerðir. 35 mm myndavélar 4 gerðir. Kvikmyndatökuvélar 8 mm, 2 gerðir. © Filmur, e i 1 íf ða r f 1 ö s s , flasskubbar batterí f myndavélar. © Vasatölvur © Skrifborðslampar © OG ÞA ER FATT EITT UPP TALIÐ Nýja STUÐMANNAPLATAN er komin © Gjörið svo vel að lfta inn. A mánudag var svo haldin innreið f útvarpið, var þar gerð rúmlega hálftfma dagskrá sem tókst með ágætum. Um 80 manns voru f ferð þessari, voru makar kórfélaga með f förinni auk sviðsmanna og ann- ars starfsfólks. Hvarvetna var vel tekið á móti kórnum. A Sel- fossi tók Samkór Selfoss á móti kórnum meðkaffi boði. r Grindavfk bauð húsmóðir, sem hér var búsett fyrir gos, á móti 80 manns f kaffi og með- læti eftir hljómleikana þar. SP'riðþæging l Bæjarstjo'rnarmeirihlutinn hefur nú tekið á sig mikla rögg og hafið viðgerðir á gatnakerfi bæjar ins, sem var þó ekki vanþörf á. Byrjað var ofar- lega á Heiðarveginum, en ekki lokið við hann, þvf nú eru'viðgerðarmenn f óða önn að gera viðþann hluta Kirkjuvegar, sem er fyrir utan bæjarskrif- stofurnar. Sennilegt er, að bæjarfulltrúarnir friði sál sfna, verði gert við götur, sem þeir sjálfir nota mest. d3yggingamát Byggingaframkvæmdir hafa nú tekið fjörkipp. A hamrinum, þar sem Byggingafélagið Hamarbygg- ir, hefur heldur lifnað við, eftir heldur daufleg vinnubrögð. Fyrir nokkru gerði Hamar viðbótar- samning við Verktakafyrirtækið fstak, sem felur f sér talsverða hækkun á verkinu. Var ekki um annað að ræða fyrir Hamarsmenn en að kyngja sifkum bita, þétt beizkur væri. Eiga verktakar að skila öllum húsum uppsteyptum með þaki fyrir 31. ágúst f sumar. Hjá BAV hefur gengið mjög vel, þótt seinkun hafi orðið á uppnxnalegri tfmaáætlun og höfum við heyrt að til standi að sýna þar bráðlega full- gerðar íbúðir almenningi. Má vænta þess að hér verði mikið byggt f sumar bæði af félögum og einstaklingum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.