Fréttablaðið - 18.07.2014, Síða 18
18. júlí 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og margföld amma,
GERÐUR STURLAUGSDÓTTIR
hvunndagshetja,
frá Múla í Ísafjarðardjúpi,
löngum til heimilis að Hamraborg 32,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk
laugardaginn 12. júlí. Útförin verður gerð frá Kópavogskirkju
mánudaginn 21. júlí kl. 15.00.
Kristján, Sturlaugur, Arnar, Daðey, Rúnar, Guðlaug,
Sigurborg og Þórunn Daðabörn,
tengdabörn og afkomendur.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, afi og tengdafaðir,
HILMAR GUNNARSSON
múrarameistari,
lést föstudaginn 11. júlí. Hilmar verður
jarðsunginn frá Víðistaðakirkju 21. júlí
kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hans er bent á
gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.
Fyrir hönd ástvina,
Áslaug Þráinsdóttir
Móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
INGIBJÖRG BERGÞÓRSDÓTTIR
frá Fljótstungu,
lést þann 12. júlí. Jarðsungið verður frá
Reykholti laugardaginn 19. júlí kl. 10.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Minningarsjóð Guðmundar Böðvarssonar,
kt. 680379-0259, banki 0326-13-301487.
Hjörtur B. Hjartarson Helga Brynjólfsdóttir
Jónína M. Árnadóttir Guðbjörn Sigvaldason
Þorsteinn Árnason Pia Hesselvig
barnabörn, barnabarnabörn og systkini.
Hjartans þakkir sendum við
ættingjum og vinum sem sýndu okkur
stuðning, hlýhug og samúð í veikindum
og við fráfall ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
EÐVARS Ó. ÓLAFSSONAR.
Sérstakar þakkir sendum við læknum
og hjúkrunarfólki á deild B-2 á Landspítalanum í Fossvogi,
MND-teyminu, starfsfólki á líknardeild í Kópavogi, starfsfólki á
Sólvangi, MND-félaginu, Lögreglukórnum og Fjallafreyjunum.
Guðbjörg Guðjónsdóttir
Ólöf Eva Eðvarsdóttir Trausti Jóhannsson
Hrund Eðvarsdóttir Þorsteinn G. Aðalsteinsson
Gerður Eðvarsdóttir Gísli Halldór Halldórsson
afabörn og langafabörn.
Elskulegur faðir okkar
og tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR PÁLSSON
glerslípari og speglagerðarmaður,
Norðurbakka 23, Hafnarfirði,
lést þann 16. júlí á Landspítalanum í
Fossvogi. Jarðarför auglýst síðar.
Þórunn Sigurðardóttir Sigurður Knútsson
Páll Sigurðsson Aldís Aðalbjarnardóttir
Sigrún Sigurðardóttir T. Erling Lindberg
Ásgeir Sigurðsson Rúna Guðrún Loftsdóttir
Guðný Sigurðardóttir Halldór Ág. Morthens
Hildur Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær systir okkar,
GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR
(Stella),
Litluvöllum 18, Grindavík,
áður Höfn, Grindavík,
er látin. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju
mánudaginn 21. júlí kl. 14.00.
Guðmundur Guðjónsson
Pétur Guðjónsson
Jón Elli Guðjónsson
Ástkær móðir mín, amma og langamma,
ODDFRÍÐUR BJARNEY
MAGNÚSDÓTTIR
(Fríða),
lést föstudaginn 11. júlí á Droplaugarstöðum.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent
á MS-félag Íslands.
Ingibergur Hraundal
Þórir Jónsson Hraundal Ragnheiður Kristinsdóttir
Fríða Bjarney Jónsdóttir Jón Karl Helgason
og barnabarnabörn.
Ástkær dóttir okkar,
systir, unnusta og barnabarn,
SIF RINK
varð bráðkvödd í Noregi 8. júlí.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði miðvikudaginn 23. júlí kl. 13.00.
Júlía Yngvadóttir Eggert M. Ingólfsson
Jón Páll Rink Elín Helga Rink Gunnarsdóttir
Eva Rink Joan Rink
Agnar Jónsson Rink
Yngvi Sigurjónsson
Isabella Rink
Nadia Úrsúla Rink
Marin Manda Rink
Siv Therese Abrahamsen
Hulda Þorsteinsdóttir Yngvi Guðnason
Ástkær eiginkona mín,
dóttir, systir og mágkona,
ÁSTRÍÐUR HAFDÍS
GUÐLAUGSDÓTTIR GINSBERG
Dverghöfða 25, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 16. júlí.
Útförin auglýst síðar.
Heinz Dieter Ginsberg
Guðrún Jónsdóttir
Hilmar Guðlaugsson, Jóna Steinsdóttir
Kristín Guðlaugsdóttir
Aðalheiður Birna Gunnarsdóttir
„Dagskráin er byggð upp af verkum
sem samin hafa verið fyrir harmóník-
una sem klassískt hljóðfæri á síðustu
áratugum. Þarna má finna íslenska
tónlist, þjóðlög og sálmalög,“ segir
hinn ungi harmóníkuleikari Jón Þor-
steinn Reynisson, en Jón kemur fram á
þriðju sumartónleikunum í Akureyrar-
kirkju á sunnudaginn.
Jón Þorsteinn er fæddur og uppalinn
í Skagafirði og byrjaði átta ára að læra
á hljóðfærið við Tónlistarskóla Skaga-
fjarðar á Hofsósi árið 2007. Hann fór
í tveggja vikna tónleikaferðalag um
landið fyrir tveimur árum og hélt
þá 17 einleikstónleika til að safna
sér fyrir frekara námi en um haust-
ið hélt hann til Kaupmannahafnar og
hóf nám við Det Kongelige Danske
Musikkonserv atorium.
„Mér fannst þetta sniðug leið til að
fjármagna námið. Það hafa margir í
gegnum tíðina veitt mér styrki án þess
að ég hafi í raun þurft að vinna fyrir
þeim svo ég vildi gefa aðeins af mér og
fara í tónleikaferðalag og spila mikið.“
Hann segir námið í Kaupmannahöfn
afar skemmtilegt. „Harmóníkudeildin
er ansi stór og er í raun ein af stærri
deildunum í Evrópu. Harmóníkan er
að sækja í sig veðrið, sérstaklega hér á
Norðurlöndum. Hún hefur lengi verið
sterk í Austur-Evrópu en það er mikill
uppgangur á Íslandi.“
Í næstu viku heldur Jón tónleika í
heimabæ sínum, Hofsósi. „Mig langaði
að láta allan ágóðann af þeim tónleik-
um renna til tónlistarskólans en þar
læra nú um 180 nemendur. Nánast allir
krakkarnir hér fara einhvern tíma í
tónlistarskólann og því gaman að geta
gefið skólanum aðeins til baka.“
Sumartónleikar Jóns í Akureyrar-
kirkju hefjast kl. 17 á sunnudaginn
og er aðgangur ókeypis.
kristjana@frettabladid.is
Harmóníkan er að
sækja í sig veðrið
Harmóníkuleikarinn Jón Þorsteinn Reynisson spilar á þriðju sumartónleikum Akureyrar-
kirkju á sunnudaginn en Jón nemur við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium.
GEFUR TIL BAKA Á þriðjudaginn heldur Jón aðra tónleika í heimabæ sínum, Hofsósi, en ágóði þeirra tónleika rennur til Tónlistarskóla Skagafjarðar.
Það hafa margir í
gegnum tíðina veitt mér
styrki án þess að ég hafi í
raun þurft að vinna fyrir
þeim svo ég vildi gefa
aðeins af mér og fara
í tónleikaferðalag og
spila mikið.