Fréttablaðið - 18.07.2014, Page 36

Fréttablaðið - 18.07.2014, Page 36
18. júlí 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | FÖSTUDAGUR Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun um matsskyldu Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd: Framleiðsluaukning Íslandsbleikju ehf. í Grinda- vík úr 1.600 tonn/ár í 3.000 tonn/ár skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106 /2000. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykja- vík og á www.skipulagsstofnun.is. Ákvörðunina má kæra til úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlindamála til 19. ágúst 2014. Vörubílstjóri óskast Eykt óskar eftir öflugum og áreiðanlegum vörubílstjóra, vanan vinnu með bílkrana. Sækja skal um starfið á heimasíðu Eyktar www.eykt.is eða með því að senda tölvupóst á póstfangið eykt@eykt.is. Nánari upplýsingar gefur Páll Daníel Sigurðsson alla virka daga milli kl 09:00 -16:00 í síma 822-4422 Eykt ehf. Stórhöfða 34-40. 110 Reykjavík S: 595-4400 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Guoren hitastýrð blöndunartæki Málm handföng. Rósettur og hjámiðjur fylgja. GÆÐAVA RA Guoren 1L Hitastýrt baðtæki standard kr.17.990 Guoren TLY Sturtusett kr. 47.990 Guoren-BO Hitastýrt tæki með niðurstút kr.14.990 Guoren-AL Hitastýrt tæki með uppstút kr.14.990 Guoren 4F Hitastýrt baðtæki Exclusive kr.19.990 EN 1111:1997 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 17.00 Perlur íslenskra sönglaga í Hörpu. Á tónleikum í Hörpu í fá áheyrendur að kynnast sígildri íslenskri tónlist. Fluttar verða perlur íslenskra sönglaga, þjóðlög, sálmar og ættjarðarsöngvar. Miðaverð er 3.900 krónur og miða má nálgast á heimasíðu midi.is. 20.30 Errata Collective kemur fram í Björtuloftum í Hörpu. Errata er listhópur stofnaður af tónskáldunum Finni Karls- syni, Halldóri Smárasyni, Hauki Þór Harðarsyni og Petter Ekman. Á þessum fyrstu tónleikum mun hópurinn vinna með dönsku söngkonunni Clara Steeng- ard Hansen. Miðaverð er 2.000 krónur og miða má nálgast á heimasíðu midi.is. 21.00 Grísalappalísa og Dj Flugvél og Geimskip blása til tónlistarskrúðgöngu um landið en í þetta sinn koma þau fram í RúBen á Grundafirði. Miðaverð er 1.500 krónur. 22.00 Borgardætur koma fram á Café Rosenberg. 22.00 Bjartmar og Bergrisarnir koma fram á Græna hattinum á Akureyri. Þeir eru um þessar mundir að vinna í plötu sem áætlað er að komi út í sumar og er von á fyrsta laginu nú seint í maí. Miðaverð er 2.500 krónur og miða má nálgast á heimasíðu midi.is. 23.00 Hljómsveitin Bakkus leikur og syngur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka stíg 8. Aðgangur er ókeypis. Sýningar 09.00 Á sýningunni Villt hreindýr á Íslandi í Flóanum í Hörpu er hægt að sjá og fræðast um hreindýr og líf þeirra. Hreindýrasýningin er fullkomin blanda menningar, náttúru og tækninýjunga og er mikil upplifun fyrir alla aldurshópa. Miðaverð er 1.900 krónur. 14.00 Sirkus Íslands er staddur með tjaldið Jökla á Ísafirði. Sýninguna S.I.R.K.U.S. hefur Sirkus Íslands sett saman með yngri börnin í huga en þó ekki á kostnað eldri áhorfenda. Miða- verð er 2.500 krónur. 17.00 Sirkus Íslands er staddur með tjaldið Jökla á Ísafirði. Heima er best er stóra fjölskyldusýning Sirkus Íslands. Hún er alíslensk sirkusskemmtun þar sem öll fjölskyldan nýtur þess að horfa á ótrúlega leikni listamanna Sirkus Íslands. Miðaverð er 3.000 krónur. 19.00 How to become Icelandic in 60 minutes er leiksýning sem leikin er á ensku, samin og flutt af Bjarna Hauki Þórssyni og leikstýrt af Sigurði Sigurjónssyni. Það er sýnt í Kaldalóni í Hörpu og miðaverð er 4.200 krónur. 21.00 Skinnsemi með Sirkus Íslands í tjaldinu Jökla á Eyrinni á Ísafirði. Skinn- semi er kabarettsýning með sirkusívafi - þar sem lögð er áhersla á fullorðins- húmor. Innblástur er sóttur í burlesque- og vaudeville-sýningar þriðja og fjórða áratugarins. Miðaverð er 3.500 og miða má nálgast á heimasíðu midi.is. Hátíðir 18.00 Fjölskylduhátíð í Galtalækjar- skógi, Pollapönk stýrir kvöldvöku. Frítt fyrir börn en miðaverð fyrir fullorðna er 4.990 krónur. Kvikmyndir 20.00 Sambíóin frumsýna myndina CHEF, með þeim Jon Favrau, Robert Downey Jr., Scarlett Johansson og Dust- in Hoffman í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um kokk sem missir vinnuna og ákveður að hefja nýstárlegan rekstur veitingahúss á hjólum. Miða má nálgast á heimasíðu Sambíóanna. Uppákomur 18.00 Skemmtikvöld Lollu og Steina með bingóívafi í Draugasetrinu á Stokkseyri. Þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson skemmta bæjarbúum en dagskráin samanstendur af uppistandi, upplestri, leikþáttum, tónlist, gríni og glensi. Miðaverð er 2.500 krónur. 22.00 Sumarteiti Frjálshyggjufélagsins á efri hæð Lebowski bars á Laugavegi. Bjór í boði fyrir þá sem mæta snemma, en eftir það fersk tilboð á barnum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is „Það kom þessi hugmynd frá Galta- lækjarskógi, að endurvekja þessa gömlu, góðu stemningu sem var í Galtalæk í denn,“ segir Heiðar Örn Kristjánsson Pollapönkari en poll- arnir koma fram á fjölskylduhátíð í Galtalæk um helgina. „Þetta er frábær staður til þess að halda svona hátíð,“ segir Heiðar en á föstudagskvöldinu munu tón- listarmennirnir og glaumgosarn- ir Friðrik Dór og Eyþór Ingi koma fram ásamt Pollapönki og halda uppi stuðinu. „Síðan er dúndrandi dagskrá allan laugardaginn,“ segir Heiðar en meðal dagskrárliða yfir daginn eru til dæmis Sirkus Íslands, andlitsmálarar, Skátaland, Hoppu- kastali, þrautabraut, Ávaxtakarf- an, Veltibíllinn og síðan verður Jón Arnór töframaður með töfrasýn- ingu. Pollapönk mun síðan stýra kvöldvöku um kvöldið ásamt Ingó Veðurguði. Það hefur verið nóg að gera hjá strákunum í Pollapönki í sumar en Heiðar segir það ekki hafa verið neitt nema skemmtilegt. „Það ligg- ur við að það sé hver einasta helgi bókuð í sumar,“ segir hann. „Þann- ig að pollarnir eru á þeytingi um allt land í allt sumar.“ Aðspurð- ur hvort þeir verði ekki þreyttir á öllum hamaganginum þá segir Heiðar það alls ekki vera. „Við komum náttúrulega allir úr rokk- hljómsveitum þar sem maður þarf að vaka svo lengi til þess að spila,“ segir tónlistarmaðurinn. „Núna eru tónleikarnir á skikkanlegum tíma sem er öllu þægilegra.“ baldvin@365.is Ætla að endurvekja Galtalækjarstuðið Gleðigjafarnir í Pollapönki koma fram á fj ölskylduhátíð í Galtalæk um helgina en þeim til halds og trausts verða til dæmis Friðrik Dór og Eyþór Ingi. ENGIN LOGNMOLLA Það er alltaf fjör í kringum félagana í Pollapönki. Við komum nátt- úrulega allir úr rokk- hljómsveitum þar sem maður þarf að vaka svo lengi til þess að spila. MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.