Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.1992, Side 3

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.1992, Side 3
FRÉTTIR - Föstudaginn 24. apríl 1992 Jón Bondó skrifcr: Samtök um nýja sjávarútvegsstefnu kvæmdastjórninni að undirbúa landsfund félagsins og halda hann í maí eða júní n.k. Á þeim fundi skal velja stjórn og fulltrúaráð fyrir félag- ið og samþykkja álitsgjörð um starfs- háttu félagsins og helstu atriði um það hvernig beita skuli aflastýringu við stjórn fiskveiða. 3. Til að afla félaginu stuðnings og félaga skal framkvæmdastjórnin beita þeim ráðum sem hún telur henta, s.s. halda rabbfundi með bréfaskriftum og auglýsingum. 4. Tillaga um bráðabirgða fram- kvæmdastjórn. Fundurinn samþykkir að kjósa þriggja manna bráðabirgða fram- kvæmdastjórn fyrir félagið, sem sitja skal fram að landsfundi. Kosnir voru: Árni Gíslason skip- stjóri Reykjavík, sími 74723. Hrólfur Gunnarsson skipstjóri. Óskar Þór Karlsson fiskverkandi. Mun Árni veita skrifstofustarfsemi forstöðu fram að landsfundi og Árni veita allar nánari upplýsingar um álitsgjörð og starfsháttu félagsins, til allra þeirra sem þess óska, einnig mun undirritaður veita upplýsingar. Góðir Vestmannaeyingar! Stöndum vörð um auðlindir okkar, hvort heldur þær eru til lands eða sjávar. Brjótum á bak aftur það ófremdarástand sem ríkir í fiskveiði- stefnu okkar íslendinga. Sjáum til þess að auðlindir sjávar verði teknar af þeim sem með þær braska. Sjáum til þess að nýliðun geti átt sér stað í sjávarútvegi okkar íslendinga, það gerum við best með því að standa saman um stofnun heildarsamtaka sem hér hefur verið lýst. Mætum sem flest á landsfundinn í tiaí eða júní n.k. og stuðlum að skynsamri sjávarútvegsstefnu brjót-, um á bak aftur allt brask og siðleysi sem fylgir þeirri fiskveiðistefnu sem við íslendingar fylgjum í dag. Safnaðarstarf KAUPFELAGIÐ GOÐAHRAUNI S12052 - Opið laugardaga kl. 10 -13 # Jón Bondó. áO/mavn r/Z/ - rf/rfZ/ - C^jrrZ/ rt/m meé «/// á aruut r Q 1 ýlt /já/ /t tt m'/yt'ye/e/aA o<jf m a/rf 'ræraoí (f rf/m meof m//fé árva/ <u</ vo r//m Q/f/f/nié <jf/rf//uéu /já///(a<jfana á J/ié /«//<j/</ r</<«j /</. iO - /3 9 Magnús kristinsson. Nú er ein stórhátíðin hjá Landa- kirkju liðin hjá, en það er páskahá- tíðin. Mér, undirrituöum, þykir til- hlýðilegt að setja nokkra punkta niður á blað til að færa prestinum okkar, séra Bjarna Karlssyni, þakkir fyrir en helgihaldið undir stjórn hans var að mínu mati stórkostlegt. Helgihaldið hófst á skírdagskvöld með messu kl. 20:30. Að venjulegri guðsþjónustu lokinni var altarið afskrýtt, þ.e. allir helgir munir voru teknir af altarinu og það klætt svörtu klæði, róðukrossinn settur á sinn stað og vasa með fimm rauðum rós- um komið fyrir á altarinu við hlið hans. Rósirnar táknuðu fimm sár krists á krossinum. Að lokum voru ljósin dempuð og fólk gekk til síns heima. Var messunni raunverulega aldrei slitið. Átti þetta að tákna þann atburð er lærisveinarnir tvístr- uðust út í Getsemanegarðinn á sín- um tíma. Þetta var áhrifarík stund sem talaði sínu máli til viðstaddra. Dagurinn eftir, var ekki síður helgur og sérstakur í Landakirkju. Þá hófst hefðbundin guðsþjónusta kl. 14:00. Er henni lauk tók við lest- ur Passíusálma í vönduðum flutningi Leikfélags Vestmananeyja. Alltaf á heila og hálfa tímanum, fram til kl. 18:00 var gert hlé á lestrinum en þess í stað gaf að heyra tónlist flutta af ýmsum listamönnum. Þarna var kórsöngur, einleikur á klarinett og trompet, lúðrasveitin lék, orgelverk voru flutt og loks var einsöngur. Margir lögðu leið sína til kirkju, húsið var opið og fólk gekk út og inn að vild. Ber að þakka öllu því marga listafólki sem þarna lagði hönd á plóg í samstilltu átaki. Páskadagur hófst á guðsþjónustu kl. 08:00 um morguninn og er það nýlunda. Kom það undirrituðum sannarlega á óvart. hversu margir nýttu sér þetta nýja tilboð og gáfu sér tíma til að hlusta á guðsorð svo snemma dags. Eftir guðsþjónustuna bauð sóknarnefnd upp á morgun- kaffi í Safnaðarheimilinu, heit rúnnstykki og kaffi og safa fyrir þau yngri. Þess má geta að við guðsþjón- ustuna lék Birkir Matthíasson glæsi- legt forspil á trompet, kirkjukórinn flutti verk og Gerður Bolladóttir söng. Vona ég að í framtíðinni megi safnaðarstarfið blómstra jafnt á há- tíðum sem hversdags og að enn fleiri taki þátt í þessu vaxandi starfi, enda óvíða betra tækifæri fyrir fjölskyld- una að njóta samveru en einmitt í safnaðarstarfinu. Magnús Kristinsson 9 Bömin sem fermast á sunnudaginn ásamt séra Bjarna Karlssyni, sóknarpresti. Á myndina vantar Rósu Guðmundsdóttur og Baldur S. Edwardsson. Ferming i Landakirkju ó sunnudaginn Á sunnudaginn, 26. apríl, verða 14 böm fermd í Landakirkju kl. 14:00. Er þetta fyrsta ferming ársins en einnig verður fermt 24. og 28. maí. Að vanda birta Fréttir nöfn fermingarbarnanna og hér á eftir eru nöfn þeirra bama sem fermast í Landakirkju nk. sunnudag. Guðbjörg Vallý Ragnarsdóttir Hásteinsvegi 28 Helga Sigrún Þórsdóttir Hraunslóð 1 Rósa Guðmundsdóttir Helgafellsbraut 6 Halldóra Kristín Ágústsdóttir Foldahrauni 29 Vagnbjörg Magnúsdóttir Kirkjuvegi 84 Kristín Inga Grímsdóttir Hrauntúni 1 Elena Einisdóttir Búhamri 12 Guðrún-S. Björnsdóttir Fjólugötu 19 Jóhann Sveinn Sveinsson Búastaðabraut 8 Andri Runólfsson Brekastíg 26 Björn Matthíasson Ilíugagötu 37 Jóhann Örn Friðsteinsson Hrauntúni 43 Steinþór Óskarsson Hrauntúni 20 Daði Þorkelsson Hrauntúni 29 Óskar Björnsson Ásavegi 2 Stefán Páll Kristjánsson Ásavegi 25 BaldurS. Edwardsson Áshamri 55 Hermann Ingi Oddsteinsson Ri'iactaöahrant Q Miðvikudaginn 16. apríl s.l. kom- um við nokkrir menn saman til fundar í Hafnarfirði til undirbúnings vinnu um stofnun landsfélags sem hefur það að markmiði að móta og fylgja fram nýrri sjávarútvegsstefnu. Dagskrá þessa undirbúningsstofn- fundar var svohljóðandi: 1. Fundarsetning, skipaður fundar- stjóri og fundarritari. 2. Samþykkt um félagsstofnun. 3. Samþykkt lög fyrir félagið. 4. Ákvörðun um félagsgjöld (Tíuþúsund krónur- 10.000). 5. Tillaga um starfsemi fram að landsfundi. 6. Kosin bráðbirgða framkvæmda- stjórn. 7. Önnur mál. Þá var samþykkt tillaga um starf- semi fram að landsfundi. Hún er svohljóðandi: 1. Fundurinn felur væntanlegri fram- kvæmdastjórn að útvega félaginu skrifstofuhúsnæði og koma á þeirri skrifstofu starfsemi til framgangs markmiða félagsins, með upplýsing- um um félagið og til að halda uppi tengslum við félagsmenn. 2. Jafnframt felur fundurinn fram- Allir í Höllina í kvöld á leik ÍBV og FH

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.