Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2009, Síða 7

Skessuhorn - 04.02.2009, Síða 7
7 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR Ágæti félagsmaður! Hefur þú kynnt þér réttindi þín í starfsmenntasjóðum, sem fylgja aðild að stéttarfélaginu. Þar er bæði um að ræða styrki til starfsmenntunar og tómstunda. Félagið styrkir þig líka til heilsueflingar af ýmsu tagi bæði hvað varðar líkama og sál. Hafðu samband og kannaðu hvað er í boði fyrir þig. Við viljum einnig vekja athygli á upplýsingavef ASÍ um efnahagsþrengingarnar: http://www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-387 Þarna finnur þú greinargóðar upplýsingar. Starfsmenn ASÍ uppfæra vefinn um leið og eitthvað nýtt kemur fram, sem hefur áhrif á stöðu launafólks. Stéttarfélag Vesturlands, Fræðslu- og Sjúkrasjóður Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldinn í Fákaseli, félagsheimili hestamanna í Grundarfirði, sunnudaginn 15. febrúar 2009 og hefst hann kl. 16.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Ásdís Bjarnadóttir verkefnisstjóri endurmenntunar hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri greina fundarmönnum frá þeim námsmöguleikum sem hestamönnum standa til boða í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Stjórn Hestamannafélagsins Snæfellings. Opið hús Stéttarfélag Vesturlands býður atvinnulausu fólki á félagssvæðinu að koma eftir hádegi á mánudögum í Alþýðuhúsið að Sæunnargötu 2a til skrafs og ráðagerða á milli kl. 13:30 og 15:30. Ætlunin er að bjóða upp á kaffi og fróðleiksmola af ýmsu tagi, allt eftir óskum og þörfum þeirra sem mæta. Við byrjuðum mánudaginn 2. febrúar og næst verður það 9. febrúar. Við fáum náms- og starfsráðgjafa frá Símenntunarmiðstöð Vesturlands í heimsókn. Stéttarfélag Vesturlands Aðalfundir félagsdeilda Stéttarfélags Vesturlands 2009 verða haldnir í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi sem hér segir: Deild verslunar- og skrifstofufólks mánudaginn 9. febrúar 2009, kl. 20.00. Iðnsveinadeild þriðjudaginn 10. febrúar 2009, kl. 20.00. Matvæla-, flutninga- og þjónustudeild miðvikudaginn 11. febrúar 2009, kl. 18.00. Iðnaðar-, mannvirkja- og stóriðjudeild miðvikudaginn 11. febrúar 2009, kl. 20.00. Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum fimmtudaginn 12. febrúar 2009, kl. 20.00. Dagskrá allra fundanna: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kjara- og atvinnumál 3. Önnur mál Félagsmenn í viðkomandi deildum eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í störfum sinna félagsdeilda. Aldrei orð ið vitni að öðr um eins akst ursmáta Akst urs að stæð ur eru mjög vara­ sam ar þessa dag ana, þeg ar víða er snjó þekja og hálka á veg um. Því er brýnt að öku menn hafi var ann á og hagi akstri sín um mið að við að­ stæð ur og um fram allt virði merk­ ing ar við og á veg um. At vinnu bíl­ stjórn ar ættu til dæm is að vera bún­ ir að stimpla inn í hug ann hvar fram úr akst ur er bann að ur, þó þær lín ur séu sums stað ar nú und ir snjó og klaka. Blaða mað ur Skessu horns varð sl. fimmtu dag vitni að víta­ verðu akst urs lagi at vinnu bíl stjóra og kýs að deila reynslu sinni. „Ég var á ferð inni um þjóð veg­ inn í Mela sveit um hálf sjöleyt ið um kvöldið. Þá varð ég vitni að ó trú leg­ um akst ursmáta flutn inga bíl stjóra á norð ur leið. Þeg ar ég var kom inn upp á hæð ina við Fiski læk og al­ veg að fara að mæta nokkrum bíl­ um, á reið an lega ein um fimm tals­ ins, kom allt í einu sterkt ljós á móti mér frá háum ljós geisla bif reið ar. Ég átt aði mig fljótt á að þetta var vöru flutn inga bif reið, sem bet ur fer ekki með tengi vagni, sem kom á móti mér og var að fara fram úr þess um bíl um. Sem bet ur fer var ég á hægri ferð og gat hald ið bíln um inni á veg in um, en þessi bíl stjóri rak mig gjör sam lega út á blá brún veg ar ins og náði að smeygja sér á milli mín og fremsta bíls ins án þess að til á rekstr ar kæmi. Þetta gerð­ ist í fljúg andi hálku á hæð á stað þar sem alls ekki má taka fram úr öðr um bíl, en bíl stjór inn á þess um stóra og langa bíl lét sig ekki muna um að fara fram úr fimm bíl um. Mér varð svo mik ið um þetta að ég hálf lam að ist og var svo lít inn tíma að jafna mig á eft ir. Það var ein­ göngu slembi lukka að þarna skyldi ekki koma til á rekstr ar fjölda bíla með til heyr andi af leið ing um, þó ég bú ist við að eng ir bíl anna hafi ver­ ið á mjög mik illi ferð,“ seg ir Þór­ hall ur Ás munds son blaða mað ur hjá Skessu horni. mm Með fylgj andi mynd er af akst urs að stæð um svip uð um þeim sem voru á veg in um um Mela sveit sl. fimmtu dag, en teng ist frétt inni ekki að öðru leyti.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.