Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2013, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 08.05.2013, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2013 Í dag er tals vert rætt um að þjóð­ ar sátt þurfi í land inu. Kannski er kom inn grund völl ur fyr ir ein hvers­ kon ar þjóð ar sátt eft ir hálf gert upp­ lausn ar á stand síð ustu árin, allt ént geta marg ir ver ið sam mála um að já kvæðni og bjart sýni hef ur skort víða, ekki síst í op in berri um ræðu. Á árs þingi ÍA á dög un um kom Stur laug ur Stur laugs son for mað­ ur banda lags ins inn á þessa hluti í á varpi sínu til þings ins. Stur laug­ ur hef ur í ára tugi starf að að í þrótta­ mál um á Akra nesi en lengst af æv­ inn ar hef ur hann starf að við sjáv­ ar út veg. „Það er þetta tvennt sem líf mitt hef ur að mestu snú ist um; í þrótt irn ar, sjáv ar út veg ur inn og að sjálf sögðu stór fjöl skyld an," sagði Stur laug ur þeg ar blaða mað­ ur Skessu horns átti spjall við hann á dög un um. Stur laug ur er nú sölu­ og mark aðs stjóri hjá Skag an um á Akra nesi en margt spenn andi er að ger ast hjá því fyr ir tæki þessi miss er­ in eins og fram kom í Skessu horni í síð ustu viku. Skag inn hef ur með tækni lausn um tengd um vinnslu í upp sjáv ar fiski oll ið allt að því bylt­ ingu í grein inni og nú eru einnig í aug sýn hjá Skag an um lausn ir varð­ andi bol fisk inn og lax inn sem vald­ ið gætu þátta skil um í grein inni. Kom ið að seinni hálf leikn um Þeg ar blaða mað ur hitti Stur laug að máli í síð ustu viku á heim ili hans að Bjark ar grund 30 barst talið þó fyrst að þeim þátt um lífs ins og til ver­ unn ar sem hann gerði að um tals­ efni í á varpi sínu á árs þingi ÍA um dag inn. Þar fjall aði Stur laug ur m.a. um það hvenær fólk tæki far sæl ustu á kvarð an irn ar í líf inu sem og að já­ kvæðni væri und ir staða þess að fólk gæti öðl ast þá innri ró sem flest ir vilji öðl ast í líf inu. „Ég held að fólk fari að hugsa mik ið um þessa hluti þeg ar kom­ ið er að seinni hálf leikn um eins og ég kalla það, um og eft ir miðj an ald ur. Sem bet ur fer þroskast fólk með aldr in um. Ég dreif mig í nám í hug rænni at ferl is með ferð í end­ ur mennt un Há skóla Ís lands. Þar var sam an kom inn mjög fjöl breytt­ ur og skemmti leg ur hóp ur, alls kyns fræð ing ar og fólk með breiða skírskot un í líf inu. Þetta nám snýst að miklu leyti um að leið rétta hugs­ ana skekkj ur og beina hugs un inni inn á já kvæð ar og upp byggj andi braut ir. Nám ið hef ur styrkt mig per sónu lega og víkk að sjón deild­ ar hring minn. Ég held að ekki síst hafi skort á þetta eft ir hrun ið. Reiði, for dóm ar, sorg, dóm harka og dep­ urð hef ur ver ið svo mik ið ráð andi hjá okk ur Ís lend ing um. Jó hanna Sig urð ar dótt ir hefði gert vel með skip an lands liðsnefnd ar í að öðl ast innri ró, já kvæðni og upp bygg ingu í mann leg um sam skipt um í þjóð­ fé lag inu. Frá þeim tíma hafa ver ið skip að ar marg ar nefnd ir sem fjall að hafa um krón ur og aura. En þeg ar upp er stað ið tel ur það í krón um og aur um að fólk sé já kvætt, þrátt fyr ir sanna erf ið leika, og í góðu jafn vægi þeg ar það tek ur mik il væg ar á kvarð­ an ir, hvort sem það er í einka líf­ inu eða við stjórn un fyr ir tækja. Við meg um gera meira af því að meta hvað hver og einn ger ir rétt og já­ kvætt frek ar en rangt, sem sagt sjá styrk leika fólks og reyna að styrkja við kom andi þá enn frek ar í því. Við það er al veg eins mögu leiki á því að veik leiki við kom andi hverfi án þess að hamra enda laust á því sem við ger um vit laust í líf inu. Eng inn er eins og eng inn er full kom inn." Skynj aði sveifl urn ar Stur laug ur er einn margra barna Stur laugs H. Böðv ars son ar og Rann veig ar Pálma dótt ur. Stur laug­ ur fað ir hans var sem kunn ugt er son ur Har ald ar Böðv ars son ar sem HB, eitt mesta sjáv ar út vegs fyr ir­ tæki lands ins var kennt við á sín um tíma og er enn í dag, reynd ar með við skeyt inu Granda í seinni tíð, eft­ ir sam ein ingu fyr ir tækj anna. Stur­ laug ur seg ist snemma hafa byrj að að vinna í fisk in um. „Ég byrj aði í fisk þurrk un í Heima skaga og síð­ an fór ég á Eyr ina og var þar hjá Sigga Gísla, mik ið í lönd un ar vinnu og þess á milli í skreið inni og salt­ fisk in um, og frysti hús inu hjá Gústa Sveins. Bræð ur mín ir Har ald ur og Sveinn störf uðu við hlið föð ur míns í fyr ir tæk inu og síð an kom ég að því borði þeg ar ég lauk námi í við­ skipta fræði við há skól ann. Í minn­ ing unni úr barn æsku var pabbi alltaf í sím an um og mamma að taka á móti við skipta mönn um í mat. Ég var ekki gam all þeg ar ég var far in að skynja sveifl urn ar í sjáv ar út vegi í gegn um pabba. Mað ur náði nú ekki í marg ar stund ir með hon um í barn æsku en sú ljúfasta var þeg ar ég fékk að labba með hon um hönd í hönd nið ur í vinnu og við fór um sam an með morg un bæn ina. Nú er ég klædd ur og kom inn á ról, svo líki þér...." Ó væg in gagn rýni á kvóta kerf ið Stur laug ur seg ist hafa kynnst bæði upp gangs tím um og nið ur sveifl um í sjáv ar út veg in um. „Marg ir hafa orð­ ið til að gagn rýna kvóta kerf ið og þær breyt ing ar sem það hef ur vald­ ið. Mér hef ur oft fund ist gagn rýn­ in á kerf ið ó væg in. Mönn um hætt ir til að horfa fram hjá því mikla erf ið­ leika tíma bili sem var í sjáv ar út vegi á síð ustu ára tug um lið inn ar ald­ ar. Geng is­ og mark aðs mál in voru þá út veg in um erf ið og við vor um að drag ast stór lega aft ur úr. Við­ haldi skipa og að bún að ar bæði á sjó og í landi var á bóta vant og grein in þurfti að tækni væð ast. Við vor um í harðri sam keppni á öll um svið­ um, á mörk uð um við ann an fisk og kjöt og um vinnu afl bæði í vinnsl­ un um í landi og úti á sjó. Fjár þurrð var í grein inni, menn höfðu á þess­ um tíma ekki á huga fyr ir að fjár­ festa í sjáv ar út vegi. Lána stofn an­ ir gerð ust ó þol in móð ar og ótt uð­ ust um sinn hag. Af stað fóru sam­ ein ing ar fyr ir tækja, í sum um til fell­ um að und ir lagi bank anna. Póli­ tík in á ní unda ára tugn um treysti sér ekki til að á kveða hvaða fyr ir­ tæki ættu að lifa og deyja, m.a. þess vegna var kvót inn sett ur á og grein­ in átti að sjá um það sjálf með hags­ muna skipt um, upp kaup um og sér­ hæf ingu. Sem bet ur fer skil ar sjáv­ ar út veg ur inn arði í dag til að veita í sam eig in lega sjóði lands manna en það er ekki beint sjálf gef ið að það sé hægt." Stórt fjöl skyldu fyr ir tæki í litlu bæj ar fé lagi Stur laug ur seg ir að þetta hafi ver ið á stæð an fyr ir því að HB fór á hluta­ bréfa mark að. „Eitt mesta á hyggju­ efni þeirra sem reka stór fyr ir tæki og eru með fjölda fólks í vinnu, eru á hyggj urn ar af því að hafa fyr ir laun um um hver mán aða mót. Hjá okk ur í HB var stað an líka þannig að við vor um stórt fjöl skyldu fyr ir­ tæki í frem ur litlu bæj ar fé lagi. Það var að okk ar mati ekki eft ir sókn ar­ verð staða. Við trúð um því að með því að fá inn nýja eig end ur, nýtt fjár magn, gæt um við eflt og treyst starf semi fyr ir tæk is ins á Akra nesi. Jafn framt gerð um við okk ur grein fyr ir því að sá tíma punkt ur gæti kom ið að við misst um eign ar hald­ ið á fyr ir tæk inu eins og gerð ist en samt tókst okk ur að vera við stjórn­ völ inn í um 100 far sæl ár," seg ir Stur laug ur. Hann tel ur að kvóta­ kerf ið hafi kom ið sjáv ar út veg in um til góða að mörgu leyti. Til koma hans hafi hrund ið af stað mik illi tækni væð ingu í grein inni, sem fyr­ ir löngu hafi ver ið orð in tíma bær. Þá hafi með ferð hrá efn is batn að til stórra muna. „Núna í dag eru af urð ir unn ar úr öll um fisk in um, nán ast engu hent. Það eru marg ir stór kost leg ir hlut ir að ger ast í sjáv­ ar út veg in um í dag. Mesta hætt an sem steðj ar að hon um er að of mik­ il krafa verði gerð til auð lind arent­ unn ar af hálfu rík is ins. Út veg ur­ inn þarf sína rentu til að geta vax­ ið og dafn að, ef skor ið er of mik­ ið af henni er stór hætta á hnign­ un í grein inni. Ég held líka að það sé hollt að spyrja sig að því hvar sé lík leg ast að skapa störf eða út flutn­ ings verð mæti. Er það í ráðu neyt inu eða út í at vinnu líf inu?" seg ir Stur­ laug ur. Árin í bank an um Eft ir að Grandi í Reykja vík keypti HB bauðst Stur laugi starf úti bús­ stjóra í Lands bank an um á Akra nesi og þar starf aði hann í um fjög ur ár, einmitt á svoköll uð um bólu tíma. „ Þetta var að mörgu leyti skemmti­ leg ur tími en líka mjög sér stak­ ur. Það var skemmti leg til breyt ing að fara hin um meg in við borð ið en áður hafði ég oft kom ið í Lands­ bank ann sem lán þegi fyr ir okk ar fyr ir tæki og sjálf an mig en nú var ég í því hlut verki að lána pen inga til Lands liðsnefnd hef ur vant að í já kvæðni og upp bygg ingu Stur laug ur Stur laugs son for mað ur ÍA kem ur inn á margt í spjalli við Skessu horn Stur laug ur heima á Bjark ar grund inni. Sund fólk af Akra nesi 1971­1972. Mynd in er tek in í Bjarna laug á Akra nesi. Efri röð f.v: Guð rún M. Hall dórs dótt ir, Sig ríð ur Guð munds dótt ir, Ing unn Rík harðs dótt ir, Hall bera Jó hann es dótt ir, Krist ín Krist jáns dótt ir, Jó hanna Jó hann es dótt ir, Guð jón Guð munds son, Ari Gunn laugs son, Hörð ur Sverr is son og El var Rík harðs son. Neðri röð f.v: Guð laug M. Sverr is dótt ir, Guð ríð ur Guð munds dótt ir, Snorri Guð jóns son, Har ald ur Hregg viðs son, Stef án Sig urðs son, Frið rik Frið riks son. Guð mund ur Páll Jóns son, Stur laug ur Stur laugs son, Pét ur Pét urs son, Ó laf ur Hall gríms son og Þor­ kell Ol geirs son. Lið SA bik ar meist ar ar í sundi 1988. Aft ari röð f.v: Þor berg ur Við ars son, Ey leif ur Jó hann es son, Ósk ar Guð brands son, Að al steinn Jó hanns son, Ár sæll Bjarna son, Hann es Sig urðs son, Guð mund ur Reyn is son, Gunn ar Ár sæls son og Jó hann P. Hilm­ ars son. Fremri röð f.v: Hugi Harð ar son þjálf ari, Ing unn Guð laugs dótt ir, Krist jana Þor valds dótt ir, Mar ía Valdi mars dótt ir, Alda Þöll Vikt ors dótt ir, Sig ur laug K. Guð­ munds dótt ir, Ragn heið ur Run ólfs dótt ir, Díana Jón as dótt ir og Stur laug ur Stur­ laugs son, for mað ur Sund fé lags Akra ness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.