Heima og erlendis - 01.05.1951, Blaðsíða 3

Heima og erlendis - 01.05.1951, Blaðsíða 3
haldsnáms erlendis og til þess að kynnast alþjóðlegri menninguí Já vegna hvers höf- urn vér ekki hafist handa með eitt og ann- að eftir því sem tímar liðu í það er vegna þess að vér höfum ekki síðan í fornöld haft aöstöðu til að eiga algerlega með oss sjálfir og gera áætlanir vorar án þess að að- komandi liindranir gerðu strik í reikninginn. Og svona er það að nokkru leyti enn í dag, vegna þess hvað staða vor í danska ríkinu er eigi aðeins þvinguð og óþægileg, heldur einnig í mesta máta óhrein og ógreini- leg. Spyrjið aðeins stjórnmálasérfræðing um einstök atriði, svo sem um gildi dönsku stjórnarskrárinnar á Islandi eða stöðu ís- lenzka ráðherrans gagnvart danska ríkisráð- inu, og þér munuð koma honum í bohba. Nei, þetta krefst allt nýrrar athugunar. Látið oss aðeins hafa með oss sjálfa að sýsla framvegis. Oss mun sjálfum vegna betur og Danmörk losna við mikið ónæði. þetta er bansett einangrunarstefna og óhæf nieð öllu! — segja þeir sem sofa á gömlum kenningum. En vita skulu þeir að Dan- niörku er ekki sjálfri hollt að lifa á slíkum úreltum lærdómum. Sjálfsákvörðun þjóðern- anna er ákveöin krafa niitímans og íllt verk að varna henni framgangs. Félagsmálafröm- uðir og spekingar hafa nú um aldaraðir reynt að lialda uppi sióferði einstaklinga og niannfélaga. Nú er röðin komin að því, að ella siðlegt samneyti milli þjóða og ætti Dönum að vera metnaðarmál, að leggja skerf fil slíkrar þróunar með sem fullkomnastri hðlátssemi við Islendinga og aðra, sem álíka sanngjarnar kröfur hefðu að gera. Og þegar vér svo ekki lengur þyrftum að finna til réttleysis gagnvart stærri þjóð vegna smæðar vorrar, þá fyrst getum vér andaö léttar. Og sem frjáls þjóð munu Islendingar gerast verómætur liður í bræðrasambandi norrænna þjóða. H. J. getið bókar , Valdimar Erlendsson: Endurminningar frá Jslandi og Danmörku. Bókaútgáfan Norðri. Ejnar Munksgaards forlag hefur sent mér hók þessa og hefir það hana í umboðssölu. bókin kostar 26 kr. danskar. Eg sá hókar þessarar getið í íslenzkum hlöðum síðastliðinn vetur og komst eilt þeirra svo að orði, að þetta væri hesta bók ársins. Heldur mun þá vera farið að hraka íslenzk- um bókmenntum, séu endurminningar það besta, sem út hefur komið á árinu. Hitt dylst engum, sem þekkir Valdimar Erlends- son, að margt kunni það hafa á daga hans drifið, sem skemmtun og fróóleikur væri að fyrir aðra, enda reynist svo um margar minningar hans. Hitt er j)ó ávalt álitamál, hvort ekki hefði verið eins skynsamlegt, að stytta þessar minningar eitthvað, greina het- ur „sauðina frá höfrunum". Og hest hygg eg að Valdimar heföi gert í því, sjálfs sín vegna, að sleppa dómum sínum um þjóðverja og ástand i Danmörku. Hann segir á hls. 221: „þjóðverjar hiðu hinn rnikla ósigur sökum einræningsskapar Hitlers, þrjósku hans og ofstopa, og vegna þess að hershöfðingjar hans og mótstöóumenn sviku hann, án þess að gera sér grein fyrir, að þeir sviku fósturland sitt um leið“. Valdi- mar virðist gráta |>að, að Hitlers-þýskaland skyldi ekki bera sigur úr býlum, og liann grætur allt yfir á hls. 222. Á hls. 217 lieldur liann því fram, að ef Hitler hefði ráðist „strax á England, um sumarið eða haustið 1940, |)á hefðu þjóöverjar unnið sigur“. „Mikil er trú þín kona!“ Ekki virðist Valdimar þá heldur sérstak- lega samviskusamur í dómum sínum um á- stand hér í landi í lok stríðsins. Dóttir hans, búsett á Islandi á stríðsárunum, talar viö móöur sína í síma, þegar samband var komiö á, og spyr hana, hvað hana vanhagi helst um, en móðir henuar þarfnast einkis, en þætti þó vænt um, ef dóttirin sendi henni 2—3 hárnet. Og Valdimar segir: „þetta sýnir og sannar, að hér var engin neyð á feröuin. En ástandið hroðversnaöi eftir stríðslokin. Árin 1945 og 1946 var mesti skortur á mörgum nauðsynjavörum og eink- um eldsneyti. þá veturna var kalt í húsum hér í Danmörku“ o. s. frv. þetta er samviskulítil sagnaritun. Valdi- mar virðist leggja sökina á rikisstjórn Dana. Honum ætti þó að vera þaö kunnugt, aö þegar stríðinu lauk, voru allir brunnar j)ur- ausnir, og aö þjóðverjar létu eftir sig 11 miljarða kr. skuld, sem Danir eru enn að greiða, auk hinnar þungu álögu — flótta- mannanna. það er eins og vini mínum Valdimar Er- 11

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.