Fagnaðarboði - 01.03.1950, Qupperneq 3
FAGNAÐARBOÐI
3
ar. Aðeins fyrir þig, fáum við þekkt Föðurinn
og kærleiksverk Hans.
Lærisveinum þínum gefur þú að þekkja leynd-
ardóma Himnaríkis, og seður þá á hinu kjarn-
bezta hveiti.
Þó ert þú smánaður, hrjáður, hrakinn, þyrni-
krýndur gegnum stunginn, lítillættur og þér
hafnað.
Þó komst þú með líf og nægtir til allra manna
og mazt smánina einskis, er þú þoldir, af elsku
til syndugra manna.
Fyrir þína fórn, er þjóðunum boðað allt til
enda ,iðrun og fyrirgefning allra þeirra synda.
Síðasti óvinurinn, dauðinn, er að engu gerð-
ur fyrir þína sigur dýrð.
Enginn reyndist maklegur að taka við innsigla
bókinni úr hendi Föðurins, og opinbera efni
hennar, nema Lambið, Náðin og sannleikurinn
kom fyrir Jesúm Krist.
Guði og Lambinu eigum við allt að þakka.
Lambsfórnin opnaði oss veginn að lífsins tré.
Frá hásæti Guðs og Lambsins rennur hin kristal-
tæra lífmóða, sem flytur allar nægtir, hverri
sárþyrstri sál til handa.
Tökum því undir með hinum alsæla englaskara,
sem lofsyngur Guði og Lambinu, og þökkum
Honum, sem gaf oss alla möguleika til að njóta
elsku Guðs, vegsemdar Hans og kærleika.
Þökkum kvalirnar er Hann leið vor vegna, og
sigurinn er Hann vann oss til handa. Dauðinn
drottnar ekki framar yfir hinum leysta lýð.
öllum stendur til boða sigur Lambsins, fyrir-
gefning syndanna og eilíft líf, fyrir Guðs náð.
Guðs Lamb þín lind er góð leyf mér aö bergja
þig.---------
Þú varst hlýðinn allt fram í dauðann á kross-
inum, og möglaðir ekki, er þú leiðzt, svo að vér
mættum njóta ávaxtanna af elsku þinni og fórn.
E. E.
ALMENNAR SAMKOMUR
BOÐUN FAGNAÐARERINDISINS
Austurgötu 6 — HafnarfirÖi
Sunnudaga kl. 2 og 8 e. h. — Þriöjudaga kl. 8 e.h. —
Fimmtudaga kl. 8 e.h. — Laugardaga kl. 8 e. h.
Þú flekklausa Guðs Lamb!
Guðs Lamb, þín lind er góð, leyf mér að bergja
[þig-
Ég veit þitt blessað Blóð,er bað,sem hreinsar mig.
0, tak nú byrði’ og böl, og ber í frá mér synd.
Ger öll þín yndi föl, skil eftir hreina mynd.
Án þín er engin von, ég aðeins kem til þín.
Þú ert Guðs góði Son, og gafst þitt líf til mín.
Ég heyri Herrans raust, og heilagt líkna mál.
Nú er ég hrein og hraust, og helg um lífsins ál!
Með þinni helgu hönd, ó, Herra, leið þú mig,
leys hnút og bind mér bönd, bara ég hafi þig.
Engan lít annan tind, yfir mín sólarhvörf.
Burt bar Guðs Lambið synd,
— Mín bæn og eina þörf!
Sig. Sigvaldason þýddi.
Talíta kúmí! Mark. 5, Jfl.
Dóttir mín er að dauða komin,
duga engin mannleg ráð.
Liðsinni þitt og líkn er vonin,
að lítir þú barnið mitt í náð.
Legg þú hana hendur yfir,
svo heil hún verði, glöð og frjáls.
Að hún megi meðan lifir,
mikla þína dýrð, án prjáls.
Þannig bað hinn þjáði faðir,
er þrautin lagði að fótum Krists.
Allt var horfið stund og staðir
að stúlkan yrði heil sem fyrst.
Móður hennar marða hjarta
mundi ekki þola meir
Enga daga oftar bjarta
augað lítur ef hún deyr.
Talíta kúmí! til himins hljómar,
hugur og andi sneri við.
Ennþá berast unaðs ómar
út um fagurt himins hlið.
Einar Einarsson