Fagnaðarboði - 01.05.1965, Blaðsíða 3
FAGNAÐARBOÐI
eyða ævinni í það að komast til Mekka eða hins svo-
kallaða helga fljóts, Ganges, eða þá ná til einhvers
Búddalíkneskis, til þess að biðjast þar fyrir. Með þessu
fá þeir þó ekki fullnægt þrá sinni eftir Guði, því aug-
ljóst er, að hún er nagandi í hjörtum þeirra eftir sem
áður. Hvílík mótsetning var svo að sjá hina sanntrú-
uðu kristnu í öllum þeirn löndum, sem við heimsótt-
um. Dýrð Drottins virtist ljóma af andlitum þeirra,
og ég hlaut að spyrja sjálfan mig: — Hvers vegna?
Næsta skrefið á vegi mínum til trúarinnar var það,
að Drottinn lauk upp augum mínum, svo erfðakenn-
ingarnar töfðu mig nú ekki lengur.
Síðla föstudags fylgdumst við með helgiathöfn þar
sem pílagrímar frá Evrópu gengu minningargöngu (vía
dolorosa), til þess að minnast píslargöngu Krists.
Ekki var annað að sjá, en menn þessir væru að gera
þetta af einlægni og guðrækni, og athöfnin var öll hið
ytra fögur og táknræn. En þegar ég var að virða fyrir
mér pílagríma þessa, sem báru þungan trékross og fóru
frá einum píslarsögustaðnum til annars, alls fjórtán,
vissi ég að Drottinn var að leiða mér fyrir sjónir, að
við mennirnir fáum ekki áunnið okkur neina sáluhjálp
með því að fylgja erfðakenningum kirkjunnar, hvort
heldur um er að ræða boð eða bönn eins safnaðar eða
messugerðartilhögun annars, og það meira að segja ekki,
þó möguleikar væru fyrir hendi að ganga undir því
hinu sama þunga krosstré og lagt var á herðar sjálf-
um Kristi. Maðurinn fær eingöngu hlotið sálulijálp
með því að taka við Jesú Kristi sem Frelsara sínum og
lifa í samfélagi við Hann.
Þegar ég síðar þennan sama dag lagði leið mína að
gröf Krists og gekk inn í garðinn, sem er umhverfis
hana og liggur við rætur Golgotahæðarinnar, tók undur-
samlegt kraftaverk Guðs að gerast með mér.
Þarna var ekkert altari né annað gert af manna hönd-
um, enginn söngur manna eða bænartón, einungis klið-
ur fuglanna, suðið í bíflugunum, blómaskrúð náttúrunn-
ar, runnar og tré.
Þar sem ég var þarna gagntekinn áhrifum þessa helga
staðar talaði Drottinn til lijarta míns. — Þannig er
hjálpræðið í öllum sínum undursamlega einfaldleik. —
Ég bið þig ekki aðhyllast erfðakenningar, venjur þíns
safnaðar eða annarra. Ég bið þig aðeins að taka við mér,
opna mér þínar hjartadyr og gefa mér rúmið í hjarta
þínu.
Mér er enn vel minnisstætt, að þessi hugsun kom upp
í huga mér: Ef þetta er svona auðvelt, ekkert annað,
en að veita þér viðtöku, þá get ég það, Drottinn Jesú.
Ég tek við þér sem Frelsara mínum. Kom og ver
Herra lífs míns. Og ef þessu er þannig varið, þá bið ég
þig að vinna þitt verk í hjarta mínu, svo það verði
bert og raunsætt, eins og það er með þessum mönnum,
sem með okkur eru.
Þetta var um þrjúleytið, en að kvöldi sama dags aug-
lýsti Demos Shakarían forseti „Full Gospel Business
Men‘s FelIo\vship“ að höfð yrði þakkar- og bænarstund
í Grafargarðinum.
Fram að þessu hafði ég sneitt hjá samkomum þeirra
eins og ég frekast gat. En nú brá svo við, að ég fann
hjá mér löngun að fara. Eitt var nú víst, að breyting
hafði átt sér stað hið innra með mér. Kraftaverk Guðs
var að gerast á mér.
Ég hafði hvorki sagt konu minni né neinum í liópn-
um frá ákvörðun þeirri, er> ég hafði tekið í Grafargarðin-
um og því undursamlega, sem var að gerast með mér.
Ferðinni var nú heitið til Damaskus, en áður var ferð-
ast um þann hluta Jerúsalem, sem er á vfirráðasvæði
ísraels. En þar stóð nú yfir alþjóðlegt mót Heilags-
Anda skírðra manna. Við sóttum nær hverja einustu
samkomu þessa móts og síðasta daginn, sem var sunnu-
dagur, var komið saman til Heilagrar Kveldmáltíðar.
Sem ungum var mér kennt, að það væri manninum
til sektar (I. Kor. 11, 27.) að neyta óverðuglega brauðs-
ins og vínsins. Af þeim sökum hafði ég ekki gengið til
altaris árum saman.
Brauðið var nú fyrst borið um, og lét ég það fara
fram hjá mér. En strax um leið fylltist hjarta mitt ó-
lýsanlegri hryggð. Þegar þeir svo fluttu bænina yfir
brauðinu, fann Rut sig leidda af Drottni að bjóða mér
að neyta af brauðinu með sér.
í sjálfu sér vissi Rut ekkert um afturhvarf mitt. En
þarna var Guðs máttur að verki.
Svo kom að því, að ferðalagi okkar til Landsins helga
var lokið. Upprunalega höfðum við áformað að sækja
ekki mót Full-Gospel samtakanna í Zurich í Sviss, held-
ur fara í þess stað til Rómaborgar. En nú var svo komið,
að í hjarta mínu var einlæg þrá eftir að komast á mót
þetta. Hér var annað og meir að baki þessari löngun
minni, en sjálfur ég. Þetta var enn eitt, sem staðfesti
og bar vitni um að Drottinn var að knýja fram sitt.
En nú var um seinan að fá breytt ferðaáætlun okkar.
Við héldum því til Rómar og að fjórum dögum liðn-
um komum við til Zíirich. En þar varð ég að fara á
ameríska ferðaskrifstofu, til þess að leysa út ávísun. Þar
á skrifstofunni hittum við ferðafélaga okkar Merlin og
Inez Danskin, sem sóttu mót þetta. Hér var einnig sem
fyrr áþreifanlegt, að Drottinn var að verki. Við hjón-
in höfðum enga hugmvnd um hvar ferðafélaga okkar
var að hitta né heldur um mótsstaðinn. En nú fengmn
við allar nauðsynlegar upplýsingar þessu varðandi og
jafnframt þær, að þá um kvöldið yrði síðasta samkoma
Framhald á bls. 6.