Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.02.2011, Page 11

Bæjarins besta - 10.02.2011, Page 11
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 11 ber“ gaman að vera þar. Heimavistin var á neðri hæðunum og við sótt- um skólann uppi á efstu hæð á hverjum degi, nema um helgar. Við höfðum allar sérherbergi, en við máttum ekki fá gesti inn á herbergin nema einu sinni á ári, á jóladag. En það var líf og fjör þarna! Þarna voru margar stelpur víðsvegar að af landinu. Það var virkilega gaman og ég hefði alls ekki viljað missa af þessu, þetta var alveg æðislegt,“ segir Helga frá. Ætlaði að vera í eitt ár Helga útskrifaðist úr hjúkrun- arskólanum árið 1962 og ætlaði sér þá til Danmerkur að vinna og bæta jafnvel við sig námi. „Ég var þá nýbúin að hitta yfir- hjúkrunarkonuna á sjúkrahúsinu á Ísafirði, í Reykjavík og hún sagði mér að sú sem væri hjá sér væri að hætta og hún fengi bara enga aðra. Ég lofaði henni því að ég skyldi koma og vera hjá henni í eitt ár. Svo var ég nú bara á sjúkrahúsinu þangað til ég hætti að vinna í fyrra,“ segir Helga brosandi. Eftir heimkomuna kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Jörundi Sigtryggssyni. Þau gift- ust árið 1964 og eignuðust saman dæturnar Sigríði Hrönn, Lindu og Mörthu. „Ég á orðið fjórtán barnabörn og sex langömmubörn – ég er svo rík,“ segir Helga stolt. Þegar þau Helga og Jörund- ur fóru að stinga saman nefjum átti hún hins vegar fyrir dótturina Eygló Harðardóttur, sem hún eignaðist á námsárunum. „Viðhorfið var nú þannig í hjúkrunarskólanum að manni var bara sagt að þetta væri manns eigin sök. Ég ætlaði að reyna að komast inn í skólann aftur þremur mánuðum eftir að ég átti hana, en mér var sagt að ég yrði bara að taka því að bíða í sex mánuði, þetta væri mér að kenna. Það var eiginlega verið að hegna manni. Þær stúlkur sem urðu ófrískar urðu bara að taka því,“ segir Helga frá. Hún átti Eygló á fæðingar- heimili Guðrúnar Halldórsdóttur við Rauðarárstíg og kom fljótlega vestur með hana. Móðir Helgu tók Eygló svo að sér á meðan Helga snéri aftur suður til að klára námið. „Það var auðvitað erfitt að fara suður og hafa hana ekki, en það er svo margt sem er erfitt í lífinu, það þýðir ekkert að tala um það. Maður tekur því sem að höndum ber,“ segir Helga. Bar sjúkling- ana í fanginu Það gefur auga leið að á þeim tíma sem Helga hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur hefur fagið tekið miklum breytingum, og húsnæði sjúkrahúss Ísafjarðar ekki síður. „Í gamla húsinu var þetta þannig að öll rúmin voru geymd í kjallaranum, í pörtum. Þau voru ekki með hjólum heldur. Ef það þurfti að bæta við rúmum þurfti að sækja þau niður og bera þau, kannski alveg upp á aðra hæð og setja þau saman þar. Sjúklingana sem voru skornir upp og áttu svo að liggja á annarri hæð bárum við líka í fanginu, tvö og þrjú saman. Líkin þurftum við að bera niður, út um útidyrnar og inn í líkhúsið utan frá. Það var ekki innangengt, það var allt svo þröngt og lítið í gamla húsinu,“ segir Helga, sem segist þó hafa liðið vel í húsnæðinu. „Þegar við flutt- um svo yfir, 1989, fannst mér ég þurfa að leita að öllum – ég fann engan!“ segir hún og hlær við. Auk tæknilegra og læknis- fræðilegra framfara hefur ýmis- legt annað sem viðkemur hjúkr- unarstarfinu breyst, svo sem við- horf til sjúklinga og legutími þeirra. „Áður fyrr lá fólk inni í tíu daga eftir botnlangaskurð og í hálfan mánuð eftir kviðslit. Fæðingar, hugsaðu þér, þær voru

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.