Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.04.2011, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 07.04.2011, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 tilfinningunni að fólk sé komið til að dæma þig. Á þessari hátíð finnst mér fólk komið til að skemmta sér. Það skiptir ekki alveg öllu máli hvort fólk klikkar á gítarsólói eða sé alveg í „tune“ allan tímann. Það vita einhvern veg- inn allir að þetta á að vera gam- an,“ segir hann. Lúxusvandamál að fá hljómsveitir Á hverju ári stíga um 30 bönd á stokk á Aldrei fór ég suður, en að baki þeim lokalista liggur langur og ansi átakasamur tími. „Þetta hefur alltaf verið lúxus- vandamál. Í ár sóttu held ég 150 bönd um að koma og við völdum þrjátíu úr. Þetta hefur verið í kringum þessa tölu og stundum fleiri. Við hættum að auglýsa eftir umsóknum og þær koma samt,“ segir Öddi, sem er einn nefndarmanna í bandavali. „Við búum okkur til svona þrjátíu, fjörutíu banda lista og sendum á milli. Þau bönd sem eru á öllum listum eiga auðveldara með að komast á lokalistann, en það fara alveg sex, sjö vikur í að rífa kjaft við hvorn anna. Oft eru líka ein- hver fjölskyldutengsl eða klíku- tengsl, þar sem menn eru að reyna að troða inn böndum. Ég, helst, “ bætir hann við og kímir. En á hann sér þá einhverjar uppáhaldssveitir eða upplifanir frá liðnum hátíðum? „Yfirleitt er það eitthvað sem kemur manni á óvart. Í fyrra var það, ekki spurn- ing, MC Ísaksen – lókal tíu ára gutti sem rústaði hátíðinni. Ég vissi allavega ekki af honum fyrir það. Hann er alveg klikkaður rappari og sjarmatröll. Maður vissi ekki hvort maður ætti að hoppa af kæti eða grenja bara. Þetta var stórkostlegt atriði,“ seg- ir hann frá. „Það var líka ógleymanlegt þegar Biogen, sem er dáinn núna, spilaði í fyrra skiptið. Sjálfsagt vissu fæstir í salnum hver hann var, en hann var líka svona sjarmatröll og náði salnum með sér á sinn sérstaka hátt. Eins þegar harmónikkufélagið og unglinga- hljómsveitin Appolló spiluðu. Maður vissi ekkert hvað þeir myndu gera, en svo varð það eitthvað... Maður deyr með þá mynd í hausnum, sko,“ segir hann. Í ár er hann sjálfur spenntastur fyrir Quadroplus og FM Belfast. „Svo verður líka gaman að sjá Helga Björns og Grafík. Og Perlu Sig, sem er lókal stelpa,“ segir Öddi, sem mun sjálfur stíga á stokk ásamt lúðrasveit Tónlistar- skóla Ísafjarðar. „Það var regla að maður mætti bara spila tvö ár í röð og yrði að taka ár í hlé. Ég reyndi að hlýða því og hef þrisvar sagt nei við sjálfan mig. En svo, einhvern tímann þegar ég átti ekki að spila, var búin til einhver Facebookgrúppa. Mér fannst það orðið hálfvandræðalegt, svo ég held ég verði bara að kyngja því að svo lengi sem ég er í þessu er ég með eitthvað svona fríspil,“ segir hann. Styrktaraðilar hátíð- arinnar hafa sömuleiðis sett það sem skilyrði að hann komi sjálfur fram. Hálf geimstöð, hálft hljóðfæri Aldrei fór ég suður er ekki eina gæluverkefnið sem hefur krafist athygli Ödda á síðustu árum, því hann hefur sömuleiðis reynt fyrir sér í hljóðfærasmíði ásamt vini sínum. Afraksturinn kallast Mír- strúment, eftir geimstöðinni góð- kunnu, enda nokkuð framúr- stefnuleg græja. „Þetta er svona sjö ára gömul hugmynd hjá mér og Palla Einars, vini mínum. Áður en hann varð iðnhönnuður var hann hljóðmað- ur og grúskari. Þegar ég var tölvutrúbador var ég alltaf að þvælast um með fullt af drasli í tösku, og við vorum oft að tala um það hvað þetta væri asnalegt eitthvað. Hvert sjó byrjaði á því að raða tækjum á borð, tengja sjö usb-tengi og fimm, sex straum- breyta og svona. Þetta er líka svo ósexý sem hljóðfæri – fullt af drasli á borði og svo laptop. Svo á að vera rosa gaman. Elvis Presl- ey myndi ekki alveg kaupa þetta, held ég,“ segir Öddi. Eftir að hafa velt því fyrir sér árum saman hvernig væri hægt að bæta úr þessu og skissað upp hugmyndir ákváðu þeir að hrinda hugmyndinni í framkvæmd fyrir um þremur árum síðan. „Við gerðum svo prufuútgáfu ári seinna, sem ég túraði tvisvar sinnum með í Evrópu. Hún var náttúrulega alltaf að bila, en út frá þeirri reynslu vorum við að endurgera hana núna um daginn,“ útskýrir Öddi, sem segir hljóð- færið ekki alólíkt harmónikku. „Það er endalaust af tökkum í svipuðu kerfi og á takkanikku. Svo eru alls konar tól sett á arma sem það er hentugt að teygja sig í. Inni í hljóðfærinu eru mixerar, hljóðgjafar og bankar og svo smíðuðum við líka ljósakerfi sem er á einum arminum og virkar algjörlega með hljóðfærinu. Það eru margar hugmyndir í þessu, en hugsunin var dálítið sú að losna við hljóðmanninn og ljósa- manninn og einfalda þetta, geta gert þetta allt sjálfur. Það er líka bara ein rafmagnsinnstunga fyrir tækið,“ útskýrir Öddi. „Í rauninni er þetta eins og maður hafi átt fimmtán bíla og ákveðið að smíða einn draumabíl úr öllum bestu hlutunum úr þeim,“ bætir hann við. Mírstrúmentið hefur vakið áhuga einhverra, en Öddi efast þó um að þeir muni leggjast í framleiðslu á næstu árum. „Ég held að þetta verði nú bara mín einkagræja. Þetta er margra millj- ón króna verkefni, svo það meik- ar nú ekki mikinn sens fyrir neinn venjulegan mann að fara að biðja um þetta. En það er smá áhugi frá tækniheiminum. Ekki endi- lega til framleiðslu, heldur meira bara svona til að bæta í fróðleiks- bankann,“ segir hann. Brjálæðislega bjartsýnn á framtíð bransans Mírstrúmentið er í aðalhlut- verki á annarri af þeim tveimur plötum sem Öddi er með í smíð- um um þessar mundir. Sú er á ensku, en hann vonast hins vegar til að geta gefið út íslensku plöt- una í sumar. „Ég spila voða lítið á mírstrú- mentið á þeirri íslensku, það er meira bara kassagítar. Ég klára hana vonandi í sumar, en það er samt mjög erfitt að gefa út ein- hvern tíma. Sumt tekur hálftíma, annað tekur sex mánuði og maður veit það aldrei fyrirfram. Ég er líka að vinna í þessari ensku, svo kannski næ ég báðum á árinu. Og kannski hvorugri,“ segir Öddi. Síðasta plata hans, Ítrekun, var live-plata sem kom út í lok árs 2009, en þar áður kom platan Mugiboogie, síðla árs 2007. Lag- ið Haglél kom svo út fyrir nokkr- um vikum, en það gaf Öddi út á heimasíðu sinni, þar sem fólk gat sótt það sér að kostnaðar- lausu. Skömmu seinna skaust það upp vinsældalista Rásar 2, þar sem það tróndi á toppnum vikum saman. „Það er svolítið búið að vera að heilaþvo landann. Rúna er bú- in að segja mér að ég ætti að hringja og banna þeim að spila það, svo að fólk fái ekki ógeð. Ég sagði henni nú bara að þetta væri að hjálpa okkur fyrir næstu Bónusferð,“ segir hann og brosir. Mikið hefur verið rætt um framtíð tónlistarútgáfu með til- komu netsins og niðurhalinu sem eykst ár frá ári. Öddi er þó ekki einn þeirra sem telur að þróunin stefni framtíð tónlistarbransans í hættu. „Ég er bara brjálæðislega bjart- sýnn. Tónlistarbransinn hefur einfaldast svo mikið. Ég er svona einyrki, trillukarl, sem tek upp sjálfur og gef út sjálfur. Þetta er náttúrulega ótrúlega lítill mark- aður hérna heima, en mér finnst að eftir að internetið og mp3- formið kom sé þetta orðinn miklu skemmtilegri heimur,“ segir hann. „Í gamla daga gastu ekki gert neitt nema þú værir með plötu- fyrirtæki á bakinu og einhverjar milljónir í vasanum til þess að eyða í stúdíó og kaupa alla hjálp- ina, hljóðmann, grafíker, fjöl- miðlafulltrúa og dreifiaðila, sem allir taka svo sinn hluta af kök- unni. Þetta er ennþá til og gerir gott fyrir mjög marga, en hitt er líka mjög vel hægt - ekki bara í músík, en sérstaklega þar. Það að ég geti gefið út lag á heima- síðunni minni og að það sé búið að vera í toppsætinu á vinsælda- lista í fjórar, fimm vikur er alveg ótrúlegt. Og ef ég get það geta það allir. Það er alveg augljóst,“ segir Öddi. Græddi á Íslendingasnobbi Öddi segir vel mögulegt fyrir einyrkja að koma sér á framfæri sjálfir. Það kallar hins vegar oft á að fólk gangi sjálft í öll þau verk sem útgáfufyrirtæki sinni venju- lega. „Sumir eru kannski ekki alveg tilbúnir í það. Ég er kannski smá heppinn með að ég hef alveg nennt þessu. Aðrir eru kannski mjög góðir í að semja músík en ekki jafn góðir í að tala við fólk. Þeir fatta kannski ekki alveg hvað þarf til þess að halda tónleika, að bóka flug og hljóðkerfi og gera plaköt, fara í útvarp og svona. Þetta er dálítið mikið stúss, sem er ekkert fyrir alla. En það er ennþá til fólk sem er til í að taka eitthvað af þessu á sig, ef ekki allt saman, sama hvort það eru plötufyrirtæki eða umboðsmenn. Mér finnst þetta bara allt miklu opnara og skemmtilegra en það var, þessi breyting sem hefur orðið á þeim átta árum sem ég hef verið í bransanum,“ segir Öddi. Þegar hann hóf tónlistarferil sinn segist hann hafa grætt á orð- spori Bjarkar og Sigur rósar á erlendri grundu. „Þá hjálpaði mér ótrúlega að vera bara Íslendingur. Fyrir litlar hátíðir í Evrópu var kannski nóg að segja að ég væri tölvukall frá Íslandi. Það voru kannski hátíðir sem höfðu ekki efni á Sigur rós eða Björk, en voru til í eitthvað skrýtið íslenskt. Ég held að ég hafi grætt mikið á Íslendingasnobbi út um allar trissur. Það hefur síðan breyst helling, Íslendingasnobbið hefur minnkað, en leiðirnar eru hins vegar áfram opnar. Íslensk ungl- ingabönd geta komist til Belgíu að spila, til dæmis. Mér finnst líka gaman að sjá hvað mynd- listarheimurinn og tónlistarheim- urinn eru að fléttast saman, eins og sést í hljómsveitum eins og Sudden Weather Change og Trabant. Allt er orðið miklu auð- veldara fyrir fólk,“ segir Öddi, sem kveðst bíða eftir því að Einar Örn fái fálkaorðuna fyrir sín fleygu orð: Það skiptir ekki máli hvað þú getur heldur hvað þú gerir. „Mér finnst það vera svona setning sem það mætti bara semja þjóðsöng í kringum,“ segir hann. Það þarf úthald í einyrkja- bransann, sem ekki allir hafa til að bera. „Það er til fullt af kassa- gítargutlurum og tölvugutlurum sem láta sig dreyma, en þeir stoppa einhvers staðar og gefast upp. Það gengur ekki. Ef þig langar að spila einhvers staðar, sendirðu kannski 100 geisladiska út um allt og reynir að finna kandídata sem þér þykir líklegt að geti fílað þig. Menn mega ekki bakka ef þeir fá ekki svar. Ég hef sent ótal diska og ótal email án þess að fólk svari. Mað- ur má ekkert láta það stoppa sig,“ segir Öddi. Einyrkjar í listageiranum þurfa, eins og annað fólk í óreglulegri vinnu, að sætta sig við ákveðið óöryggi í fjármálum, þó því takist að gera tónlistina að lifibrauði sínu, eins og Ödda hefur tekist. „Það hjálpaði að fyrstu þrjú árin var ég barnlaus, svo ég þurfti ekki að hafa efni á meiru en bjór og lestarmiða einhvert. Sem bet- ur fer var ég búinn að búa til einhvern grunn fyrir þessi ævin- týri þegar börnin komu. Oft eig- um við engan pening og stundum eigum við hellings pening. Svo er ég líka einn af þessum sem er með hálfgerða peningablindu. Heimabankinn þarf að vera orð- inn verulega rauður til að ég fari að hafa áhyggjur. Það kemur sér ágætlega,“ segir hann og hlær við. Gott að spila fyrir engan Eins og í öðrum geirum getur það verið töluvert hark fyrir unga og upprennandi listamenn að koma sér á framfæri. „Það tekur nokkur ár að sanna sig. Mér finnst eins og ungar hljómsveitir fari kannski tvær, þrjár ferðir til út- landa og hætti svo bara – eins og það hafi verið rosaleg vonbrigði að koma ekki heim með bikar og milljónir í vasanum!“ segir hann og hlær við. Hann þekkir harkið af eigin raun og hefur oft spilað fyrir eng- an – eða kannski einn barþjón. „Ég geri það enn. Einu sinni var ég að hita upp fyrir bandið Super Furry Animals og tveimur dög- um seinna spilaði ég fyrir einn barþjón í Cardiff. Viku seinna var ég í Danmörku að spila fyrir fjölda fólks. Þetta er gott kontr- ast,“ segir Öddi, sem segir það ekki erfiða upplifun lengur að spila fyrir tóman sal. „Alls ekki. Það er eitthvað gott við það. Ef maður kemst yfir það að finnast þetta vonbrigði, að maður sé að bregðast einhverj- um, sem manni finnst auðvitað fyrst. En svo er þetta eitthvað karmalögmál, finnst mér. Maður verður alltaf að gera sitt besta, sama hvort það er bara einn bar- þjónn í salnum eða mörg þúsund manns. Í Cardiff var það bara barþjónninn og svo einn maður á barnum, sem var farinn þegar ég kláraði sjóið. Þegar ég kom næst voru hins vegar 150 manns og ég held án gríns að það hafi mest verið þessum barþjóni að þakka. Hann hringdi út liðið þegar hann frétti að ég væri að koma aftur. Þegar maður spilar fyrir engan er maður bara að leggja eitthvað út í karmanu sem maður fær svo til baka seinna – eða þá að maður er að borga fyrir eitthvað annað,“ segir Öddi. Síðustu tónleikarnir eftirminnilegir

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.