Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.03.2012, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 15.03.2012, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2012 Aðalfundir í félögum sjálf- stæðismanna í Ísafjarðarbæ Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðar- bæ heldur aðalfund sinn á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 8, fimmtudaginn 29. mars kl. 20:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sjálfstæðisfélag Ísafjarðar heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 22. mars kl. 20:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Lagðir fram reikningar. 3. Kosningar. 4. Lagabreytingar. 5. Önnur mál. ÚTBOÐ Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Tjaldsvæðið í Tungudal“. Verkið felur í sér að sjá um rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal. Samningstími hefst 1. maí 2012 og lýkur 1. október 2012. Heimilt verður að framlengja samninginn til 1. október 2014 sé það vilji beggja aðila. Útboðsgögn eru til sölu á kr. 3.000.- hjá Ísafjarðarbæ, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði. Tilboðin verða opnuð í sal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, þriðju- daginn 3. apríl nk. kl. 11:00 að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þess óska. Tæknideild Ísafjarðarbæjar. Steingrímsfjarðarheiði notuð sem tilraunasvæði fyrir skafrenningsspár ið en Vegagerðin veitti jafnframt styrk á árinu 2011 vegna þróun- arvinnu, sem snýr að áherslum stofnunarinnar í tengslum við verkefnið. Sótt var um fram- halds-styrk til Vegagerðarinnar vegna áframhaldandi vinnu á árinu 2012 með sérstaka áherslu á reglulega gerð snjókorta byggð á gervitunglagögnum og nýting korta við snjóflóðaspár, snjólíkön og skafrenningsspár og þróun skafrenningslíkana. Snaps verkefnið(Snow, Ice and Avalanche Applications) hófst á síðasta ári en og snýst um þróun afurða og þjónustu fyrir vegi þar sem snjór, skafrenningur og/eða snjóflóð eru vandamál. Um er að ræða samvinnuverk- efni undir stjórn Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands, sem staðsett er á Ísafirði, með þátttöku stofn- ana í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi. Norðurslóðaáætlun Evr- ópusambandsins styrkir verkefn- til væri í framhaldinu hægt að yfirfæra slíka spá á aðra fjallvegi (t.d. Hellisheiði syðri), þar sem skafrenningur er vandamál. Miðlun slíkra spáa til vegfarenda væri mikilvægt innlegg fyrir ákvarðanatöku og undirbúning þeirra sem hyggjast keyra um fjallvegi að vetrarlagi, og einnig myndu niðurstöður nýtast þeim sem skipuleggja vetrarþjónustu á vegum,“ segir á vef Vegagerð- arinnar þar sem verkefniu er lýst. nýlega styrk úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar en hluti upphæð- arinnar verður nýttur í að útvega gögn og upplýsingar frá Stein- grímsfjarðarheiði í þeim tilgangi að laga líkanið að íslenskum að- stæðum í samvinnu við FMI. „Markmiðið yrði þá að þróa skafrenningsspá fyrir veginn sem byggir á veðurgögnum og veður- líkönum en einnig snjólíkönum og snjókortum sem framleidd verða innan SNAPS. Ef vel tekst Vegurinn um Steingrímsfjarð- arheiði er notaður sem tilrauna- svæði fyrir skafrenningsspár á Íslandi í tengslum við SNAPS verkefnið svokallaða. Finnska Veðurstofan (FMI) hefur ásamt finnsku Vegagerðinni þróað vegaveðurlíkan sem er í rekstri fyrir vegakerfi Finnlands. Innan SNAPS verkefnisins munu sér- fræðingar FMI vinna að því að bæta skafrenningslíkani inn í finnska líkanið. Verkefnið hlaut Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að Lista- og menn- ingarhátíðin Veturnætur, sem haldin er í Ísafjarðarbæ ár hvert, verði í ár haldin dagana 1.-4. nóvember. Hátíðin hefur verið haldin í kringum fyrsta vetrardag sem verður laugar- daginn 27. október þetta árið, að því er fram kemur í minnis- blaði upplýsingafulltrúa Ísa- fjarðarbæjar, Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar. Hálfdán Bjarki bendir á að leik- og grunnskólar í Ísafjarð- arbæ hafi vetrarfrí föstudaginn 26. október og starfsdag mánu- daginn 29. október, en reynslan sýnir að margir íbúar nýti þessa löngu helgi til ferðalaga og hefur það orðið til þess að þátt- taka í viðburðum verður erfið- ari. – asta@bb.is Veturnætur verði 1.-4. nóvember Rokkhátíðin Aldrei fór ég suð- ur verður á nýjum stað í ár. „Eig- endur Skipanausts ehf., á Ísafirði hafa lánað Aldrei fór ég suður húsnæði sitt til að halda hátíðina. Aðstandendur hátíðarinnar hafa í mörg ár horft á Slippinn með dreymandi augum og því er það okkur mikil gleði að færa þessar fréttir,“ segir Jón Þór Þorleifsson, rokkstjóri. Hann segir að aðal hindrunin hingað til á því að vera í Skipanausti hafi verið sú stað- reynd að þetta er slippur og því er húsið ekki með gólf sem hentar til tónleikahalds. „Á þessu vandamáli fannst góð lausn og hefur Eimskip tekið að sér að flytja vestur á Ísafjörð gámafleti og lána hátíðinni til að útbúa gólf í Skipanaust. Þessi lausn og rausnarlegt framlagt Eimskip til hátíðarinnar gerir okkur mögulegt að vera í Skipa- nausti.“ Gólfflötur tónleikanna í þetta sinn verður um 500 fermetrar. „Mikill kostur við húsnæðið okk- ar nýja er aðgengi tónleikagesta og aðstaða í kringum húsið og vonum við að nýtt hús hátíðar- innar eigi eftir að gleðja ykkur jafn mikið og okkur,“ segir Jón Þór og bætir við. „Enn og aftur viljum við þakka aðstandendum Skipanausts og Eimskip fyrir rausnarlegt framlag til hátíðar- innar okkar!“ – thelma@bb.is Nýr tónleikastaður AFES Rokkhátíðin verður haldin haldin í húsnæði Skipanausts í ár.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.