Bæjarins besta - 15.08.2013, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013
Fimmtíu ár frá
fyrstu vertíðinni
„Það voru 50 ár síðan Guðrún
Jónsdóttir ÍS fór á fyrstu vertíðina
frá Ísafirði en það var í janúar
1963. Áhöfnin sem var á fyrstu
vertíðinni hittist á föstudag, við
fengum þá kaffi og tertu og höfð-
um það huggulegt. Það var gaman
að spjalla saman eftir allan þenn-
an tíma. Þetta gekk yfirleitt ágæt-
lega, við vorum á línu og netum
og síðan var farið á síld yfir sum-
arið. Ég hætti árið 1966, þá náði
ég í annan bát sem heitir Júlíus
Geirmundsson,“ segir Vignir
Jónsson, skipstjóri á Ísafirði sem
var með bátinn þessa fyrstu ver-
tíð.
Hann segir ánægjulegt hversu
vel var mætt. Nokkrir úr áhöfn-
inni eru látnir en þeir voru tólf
skipsfélagar saman komnir í
Neistahúsinu á Ísafirði á föstu-
dag. Guðrún Jónsdóttir ÍS 267
kom á jóladag 1962 til heima-
hafnar á Ísafirði frá Flekkefjörd í
Noregi þar sem hún var smíðuð.
Hún var seld til Grindavíkur árið
1971 þar sem hún var gerð út í
fjölda ára. Bátnum var mikið
breytt í gegnum tíðina og hét
lengst af Hafberg GK 377. Í dag
er báturinn gerður út frá Húsavík
og heitir Hera ÞH-60.
– hordur@bb.is
Áhöfnin á Guðrúnu Jónsdóttur ÍS. Vignir er fyrir miðju.
„Ég hef á tilfinningunni
að maður taki við góðum
rekstri og maður breytir ekki
hlutum sem eru í lagi. það
er mín sýn á þetta. Verk-
efnastaða fyrirtækisins er
mjög góð og öflugir starfs-
menn sem starfa þar. Það er
grundvallaratriði þar sem
starfsmennirnir eru hjarta
fyrirtækisins,“ segir Alfreð
Erlingsson á Ísafirði tekið
hefur við sem framkvæmda-
stjóri Vestfirskra verktaka
af Hermanni Þorsteinssyni
sem hætti nýverið og seldi
hlut sinn í fyrirtækinu.
Alfreð er einn af fjórum
eigendum AV pípulagna
sem sameinast Vestfirskum
og starfar áfram sem pípu-
lagningarþjónusta.
„Þetta leggst mjög vel í
mig, ég get ekki sagt annað.
Maður þekkir allflesta sem
hjá fyrirtækinu starfa og
maður hefur verið í kringum
þessa stráka í gegnum árin.
Það mun ekkert þvælast fyrir
mér. Með nýjum mönnum
koma nýjar áherslur eins og
gengur. Ég hef fulla trú á að
það verði ekkert annað en
góðir tímar framar. Ég á eftir
að kynna mér fyrirtækið inn-
an frá svo það er ekki rétt að
gefa út einhverjar stefnuyfir-
lýsingar,“ segir Alfreð.
Alfreð ráðinn
framkvæmdastjóri
Mikill flótti úr læknastétt hér
á landi vegna aðstöðumuns
„Það er engum blöðum um það
að fletta að heilbrigðisþjónustan
hefur átt undir högg að sækja
undangengin ár. Ég er að koma
heim núna eftir árs fjarveru og
mér sýnist að það hafi molnað
heilmikið undan henni. Heilbrigð-
isstarfsfólk vinnur við svolítið
aðrar kringumstæður hér en annar
staðar,“ segir Þorsteinn Jóhann-
esson yfirlæknir Heilbrigðis-
stofnunar Vestfjarða, en Sigurður
Guðmundsson og Einar Stefáns-
son, læknar og prófessorar við
HÍ, sögu í aðsendri grein til
Morgunblaðsins að heilbrigðis-
kerfið muni molna niður verði
ekki gripið í taumana. Þar segir
að þrátt fyrir úreltan tækjabúnað
og húsnæði sé mesta áhætta heil-
brigðiskerfisins fólgin í fólks-
flótta starfsfólks sem ekki unir
sér að starfa hér á landi við nú-
verandi aðstæður.
Þorsteinn segir að erfiðlega
gangi að manna stöður við Heil-
brigðisstofnun Vestfjarða, sér-
staklega læknastöður. „Það er
gríðarlegur flótti úr stéttinni, við
höfum gott dæmi um það. Yfir-
læknirinn á lyflæknisdeildinni,
Helgi Kristinn Sigmundsson,
sem hefur starfað hér í níu ár, var
að flytja til Ameríku. Mér skilst
að slík dæmi séu víða, að menn
séu að flytja erlendis út af að-
stöðumun.
„Það eru eldri læknar sem fara
út en yngri læknar sem ekki koma
aftur heim. Einn af styrkleikum
íslenska heilbrigðiskerfisins
hefur verið að læknar hafa farið
og aflað sér sérfræðiþekkingar
erlendis eftir tvö til fjögur ár í
starfi og komið svo aftur. Það
gerði það að verkum að heil-
brigðiskerfið var líklega á topp
tíu listanum yfir bestu heilbrigð-
iskerfin í heiminum. Unga fólkið
með kunnáttuna sækist ekki leng-
ur í að koma heim og þeir sem
hafa verið hér í einhvern tíma, og
eru með reynslu og þekkingu,
flytja jafnvel af landi brott,“ segir
Þorsteinn.
– hordur@bb.is
Google bíllinn var á Ísa-
firði í byrjun vikunnar til að
mynda fyrir Street View
þjónustu fyrirtækisins.
Bíllinn ekur um með mynda-
vél á þakinu sem tekur 360
gráðu víðmyndir svo hægt
verður að skoða götur bæj-
arins út frá sjónarhorni bíls-
ins með þjónustunni. Ísa-
fjörður ætti að koma vel út á
veraldarvefnum þar sem
bærinn skartaði sínu fegursta
fyrir myndatökuna og
heiðskírt blíðskaparveður
sem mun einkenna Ísafjörð
um ókomna tíð hjá forvitnum
netverjum sem skoða bæinn
með augum Google.
hordur@bb.is
Google bíllinn á Ísafirði