Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2007, Page 206

Frjáls verslun - 01.08.2007, Page 206
300 STÆRSTU 206 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 7 Hvernig telur þú að gengi krónunnar þróist á árinu 2008? Fellur hún eða styrkist? Og er búið að ná verðbólgunni niður eftir þenslu síðustu tveggja ára? Eins og staðan er nú styður hár vaxtamunur við útlönd við gengi krónunnar og veldur því m.a. að hún rís ávallt aftur þrátt fyrir boðaföll á mörkuðum. Við teljum hins vegar að gengi krónunnar muni gefa nokkuð eftir á síðari hluta ársins 2008 samhliða því sem vaxtalækkunarferli Seðlabankans mun hefjast. Við gerum ráð fyrir að gengisvísitala krónunnar fari lægst í u.þ.b. 128 stig sem er um 8% veiking frá meðalgengi fyrstu 9 mánaða ársins 2007. Við teljum að hár vaxtamunur við útlönd muni varna frekari lækkun krónunnar og gæti krónan jafnvel orðið sterkari en þessu nemur ef t.d. vaxtalækkunarferli Seðlabankans dregst á langinn. Skilyrði á alþjóðamörkuðum skipta auk þess miklu máli fyrir krónuna og gæti framvinda í líkingu við þá sem varð í ágúst sl. valdið meiri veikingu krónunnar en spá okkar gerir ráð fyrir. Vinnumarkaðurinn er yfirspenntur um þessar mundir og ekkert sem bendir til þess að þenslan sé á undanhaldi nú þegar atvinnu- leysi er að mælast undir prósentustigi. Þá eru kjarasamningar lausir um áramótin sem setur enn frekari þrýsting á laun. Að okkar mati eru því skammtíma verðbólguhorfur ekki góðar. Horft lengra fram á veginn eru verðbólguhorfur hins vegar betri. Við sjáum fram á að kólnun á fasteignamarkaði á næsta ári samhliða því sem peninga- málastefna Seðlabankans fer að koma fram af fullum þunga og eftir- spurnin í hagkerfinu dregst saman. Að mati Greiningardeildar mun Seðlabanki Íslands þó ekki ná verðbólgumarkmiði fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2009. Eru skuldir heimilanna, yfir 220% af ráðstöfunartekjum, ekki orð- nar verulegt áhyggjuefni fyrir bankana? Á þessum tíma í hagsveiflunni - þegar efnahagsumsvif eru að dragast saman - er það viðbúið að útlánaáhætta sé á leið upp. Það er því eðlilegt að bankarnir verði íhaldsamari í útlánum á þessum tímapunkti. Hins vegar er skuldastaða heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum ekki svo mikið áhyggjuefni. Há skuldastaða stafar m.a. af því að þjóðin er ung og langflestir búa í eigin húsnæði. Aukinheldur eru 75% af skuldunum verð- tryggðar með fastri raunvaxtakröfu til langs tíma sem þýðir að greiðslubyrðin er nokkuð stöðug þrátt fyrir vaxtahækkanir Seð- labankans og möguleg verðbólguskot. ÁSGEIR JÓNSSON forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings VERÐBÓLGU- HORFUR EKKI GÓÐAR Eru líkur á því að íbúðaverð lækki í krónutölum á næstu árum? Fasteignaverð var verulega undirverðlagt, m.a. vegna hafta á fjár- magnsmarkaði, áður en bankarnir hófu að lána á fyrsta veðrétti til fasteignakaupa árið 2004. Þannig er það fullljóst að töluverð inni- stæða var fyrir hækkunum. Hins vegar er ljóst að markaðir geta bæði hækkað og lækkað. Sá möguleiki er alveg fyrir hendi að offramboð á ákveðnum svæðum í borginni gæti orðið til þess að lækka fasteigna- verð að nafnvirði. Þó finnst okkur líklegast að lækkanir á fasteigna- markaði gerist áfram með íslensku leiðinni, að verðið standi í stað á meðan verðbólga geisar. Hversu líklegt er að það hægi á útrás íslensku fyrirtækjanna á næsta ári? Mörg félög á markaðinum hafa nú nýlokið yfirtökum, eða eru að ljúka áreiðanleikakönnunum í því skyni, og líklegt að í þeim tilfellum fylgi tími samþættingar. Því er ekki ólíklegt að á næsta ári kunni eitthvað að hægjast um, en óvarlegt væri þó að ætla að einhver lognmolla muni ríkja í þessum efnum. Það má jafnframt reikna með því að áfram verði um minni yfirtökur að ræða, t.d. hjá bönkunum, þar sem verið er að bæta inn einingum í tengslum við vöruframboð eða til að styrkja stöðu á markaði. Hvernig er líklegt að verð á hlutabréfum þróist á næstu tólf mán- uðum? Nokkur félög hafa verið í ákveðnu samþættingar- og umbreytingarferli undanfarið sem ætti að leiða til betri afkomu á árinu 2008 en á árinu 2007 og það ætti að styðja við gengi þeirra á markaði. Þá hafa nokkur félög nýlokið yfirtökum á félögum þar sem áhrif yfirtökunnar eiga eftir að koma fram að fullu. Ekki er því annað að merkja en að góður gangur geti orðið á innlendum markaði næstu 12 mánuðina. Hvernig telur þú að hagvöxtur verði á næstu tveimur árum? Útlit er fyrir að verulega hægi á vexti þjóðarútgjalda á næstu tveimur árum en að hagvöxtur verði knúinn áfram af auknum útflutningi. Nú þegar líður að verklokum stóriðjuframkvæmda taka fjárfestingar að dragast hratt saman sem helst í hendur við minnkandi inn- flutning á fjárfestingarvörum. Eftir fimm ára samfelldan neysluvöxt sjáum við fram á að einkaneyslan dragist lítillega saman á næsta ári. Að mati Greiningardeildar mun hagvöxtur á næstu tveimur árum mælast 2,5-3%. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.