Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Side 44

Frjáls verslun - 01.03.2005, Side 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 stærri stíl. Það mun auka mjög virði vörunnar. Um borð í Engey verður m.a. flökuð og fryst síld á Austur- Evrópumarkað sem eykur til muna verðmætið enda verulegur verðmunur á frystum afurðum uppsjávar- fisks á móti bræddum. Hlutfallslega mesta sóknin eftir samrunann hefur verið í uppsjávarfiskveiðum og vinnslu, og hefur vægi þessarar vinnslu aukist umtalsvert. Við höfum auk þessa verið að efla mjög starf okkar í markaðsmálum en þessir þættir eru nægjanlegt verkefni í bili. Við viljum uppskera eitthvað af þessu mikla starfi áður en haldið verður í frekari sókn á mörkuðum. HB-Grandi gerir út 16 skip, og þau þurfa auðvitað að fara í slipp eftir því sem viðhaldsáætlanir þeirra segja til um. Eflaust þarf að huga að endurnýjun sumra þeirra fyrr en seinna vegna aldurs þeirra.“ Hámarka feginleikann og lágmarka óttann Forsvarsmenn í sjávarútvegi horfa til vaxandi áhrifa Kínverja á fiskmörkuðum með ákveðnum feginleik og einnig með ákveðnum ótta. Verða Kínverjar ráðandi á mörkuðum innan fárra ára, bæði með endurunninn fisk sem kemur úr Norður- Atlantshafi og með fisk sem þeir fá úr Indlandshafi og Kyrrahafi? „Okkar markmið hlýtur að hámarka feginleikann og lágmarka óttann. Kína er á mörgum sviðum að verða ógnun við okkur, efnahagslífið hefur aldrei verið blómlegra frá árinu 1997, en þar var hagvöxtur um 9,1% á árinu 2003. Það má rekja til mikilla afkasta í iðnaði. Frá Kína kemur vara sem er í beinni sam- keppni við okkur inn á markaði sem hafa verið okkur mikilvægir. Varan er þó ekki af sömu gæðum þó hún sé seld sem slík. Uppruni vörunnar er heldur ekki alltaf ljós.“ Fiskur í fararbroddi fyrir hollum mat Segja má að viss ófriður hafi verið kringum fiskveiði- kvótann allt frá upphafi, en það á sér pólitískar rætur. Eggert telur mikilvægt að benda á að núverandi kerfi geri það mögulegt að vera með stöðugt framboð á fiski og fyrirtæki séu betur í stakk búin að skipuleggja sinn rekstur, það sé gríðarlega mikilvægt. Stöðugleiki til lengri tíma sé auðvitað mikilvægur til að byggja upp markaði og það sé viðskiptavininum ljóst. Öll óvissa sé skaðleg. F O R S T J Ó R I H B - G R A N D A

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.