Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Side 54

Frjáls verslun - 01.03.2005, Side 54
...ÞEGAR ÉG HEF ...ÞÁ ÆTLA ÉG... D ugir ekki að standa sig í vinnunni? Jú, en það þarf að markaðssetja allt, hversu sjálfsagt sem okkur þykir það. Það þarf að „gera árangur sinn sýnilegan“. Fyrir nokkrum árum var t.d. byrjað að auglýsa og markaðssetja mjólkina okkar sem hefur þótt í gegnum tíðina eins sjálf- sögð og vatnið úr krananum - sem nú er reyndar selt og markaðssett á flöskum. Það er ekki nóg að vera framúr- skarandi starfsmaður á bak við tjöldin, við þurfum að vera tilbúin að stíga skref- inu lengra og þora að gera árangur okkar sýnilegan. Það eru allt of margir hræddir við það. Það er til dæmis engin tilviljun að oft á tíðum kynna sömu mennirnir niðurstöður hópavinnu, eða nýjar hug- myndir sem fleiri eiga þátt í en þora ekki að standa upp og kynna. Eftir hverjum ætli sé þá munað næst þegar veitt er stöðuhækkun? Að þekkja sjálfan sig Námskeiðið „Gerðu árangur þinn sýni- legan“ hefst á ýtarlegri sjálfsskoðun þar sem þátttakendur fylla út persónuleika- prófið OPQ32 sem metur dæmigerða hegðun, hugsun og tilfinningar einstakl- ings í starfi. Rétt er að hafa í huga að markmiðið er að auka skilning á sjálfum sér, það eru engin rétt eða röng svör, ekki verið að dæma betri eða verri persónuleika. Hins vegar er ljóst að aukin sjálfsþekking leiðir til meira sjálfsöryggis. Þeir sem þekkja sjálfa sig eru betur í stakk búnir til að takast á við lífið, læra af mistökum sínum og vera stöðugt að þróa sjálfa sig. Því er mikilvægt að hlúa að styrkleikum sínum og draga úr hindrunum en staðreyndin er sú að við gerum of mikið af því að velta okkur upp úr veikleikum okkar í stað þess að hlúa að og byggja á styrkleikunum. Mikilvægt er að huga vel að eigin starfsþróun: Hvert stefni ég? Hvert vil ég að starfsframi minn leiði? Hvað þarf til að ég nái markmiðum mínum, hvar get ég byggt á eigin styrkleikum og hvað getur hindrað mig í að ná þeim árangri sem ég stefni að? Er eitthvað sem getur hindrað mig í því að taka frum- kvæði og vera sýnilegri en ég er í dag? Að virkja hæfileika sína Þættir eins og að setja sér markmið, tímastjórnun, tengslanet og að takast á við óttann eru lykilatriði sem stuðlað geta að betri árangri í lífi og starfi. Tengslanet eru í sjálfu sér ekkert ný af nálinni og gömlu skóla-tengslanetin hafa alltaf verið til staðar. Það að nota tengslanet meðvitað og skipulega til að ná auknum árangri er hins vegar mjög að ryðja sér til rúms. Hverjum hefði til dæmis dottið í hug fyrir nokkrum árum að til yrði „Evrópskt tengslanet um atvinnurekstur kvenna“ eða að sett yrðu upp námskeið um notkun tengsla- neta? Það er sama hvort er í einkalífi, félagsmálum, stjórnmálum eða starfi; tveir eru sterkari en einn. Óttatilfinningin er eins eðlileg og ást og reiði og er eðlilegur hluti af því að læra og þroskast. Að segjast óttast ekkert er eins og segjast geta verið án matar; „...ég óttast þetta ekkert – bara vil það ekki.“ Þetta getur t.d. verið ótti við að missa vin, gera sig að athlægi, eða óttinn við gagnrýni. Óttinn er kannski ekki við ákvörðunina sem slíka heldur afleiðingar hennar, því við eyðum meiri tíma í að lifa við afleiðingar ákvarðana okkar en við verjum í að taka þær. Við beitum fyrir okkur ýmiss konar fyrirslætti eins og: ...þegar.... þá mun ég örugglega.... ...ef ég bara væri ekki... ...þegar ég hef...þá ætla ég... Hildur Elín Vignir, forstöðumaður þjálfunarlausna IMG Ráðgjafar, skrifar hér um stjórnunarnám- skeiðið GERÐU ÁRANGUR ÞINN SÝNILEGAN. S T J Ó R N U N GERÐU ÁRANGUR ÞINN SÝNILEGAN -að kynnast styrkleikum sínum AUÐLIND; Að þekkja sjálfan sig 1. Að læra að þekkja sjálfan sig. 2. Starfsþróun. 3. Að taka frumkvæði og vera sýnilegur. VIRKJUN; Að virkja hæfileika sína 4. Markmiðasetning. 5. Tímastjórnun. 6. Tengslanet. 7. Að takast á við óttann. MARKAÐSSETNING; Að koma sér á framfæri 8. Áhrif og sannfæringarkraftur. 9. Glærugerð. 10. Ræðumennska. 11. Að tala af sannfæringu. 12. Framkoma í fjölmiðlum. 13. Að byggja upp eigin ímynd. AÐ FARA Á FLUG 14. Skapandi hugsun og skrif. 15. Útskrift. 54 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.