Selfoss - 26.02.2015, Blaðsíða 6

Selfoss - 26.02.2015, Blaðsíða 6
6 26. FEBrúar 2015 Austurvegur 1-5, Selfossi - Til leigu Erum með til leigu í þessu glæsilega verslunar og þjónustuhúsnæði gott verslunarpláss á götuhæð samtals um 1250 fm. Á jarðhæð hússins er einnig til leigu um 2000 fm lagerhúsnæði með innkeyrsluhurð og góðri lofthæð. Mögulegt er að skipta rýminu niður í minni pláss. Hið leigða er við hlið verslunar Krónunnar í sama húsi. Mikil umferð, auglýsingargildi og samlegðaráhrif. Gæti hentað undir ýmiskonar verslunarrekstur, veitingarekstur og þess háttar starfsemi. Á jarðhæð hússins ( að norðanverðu) er einnig til leigu um 2000 fm lagerhúsnæði með innkeyrsluhurð og góðri lofthæð. Mjög hagstætt leiguverð. Gæti hentað einnig undir annarskonar atvinnustarfsemi. Næg bílstæði við húsið og í bílastæðahúsi á jarðhæð. Plássin eru laus strax til afhendingar. Allar nánari upplýsingar veitir: Stefán Hrafn Stefánsson hdl, lögg fasteignasali í s: 895-2049 og á netfangið stefan@stakfell.is Innritun í grunnskóla Árborgar skólaárið 2015−2016 lýkur á morgun, 27. febrúar Hægt er að innrita rafrænt á Mín Árborg. Nánari upplýsingar er hægt að fá í grunnskólunum og á skrifstofu fræðslusviðs. Menntalestin fer af stað 13. mars! Menntalestin á Suður-landi er eitt af verkefn-um Sóknaráætlunar Suðurlands. Að þessu sinni er sjónum beint að framhaldsskólum á Suðurlandi, en fyrstu lestinni var beint að grunnskólanemendum og sköpun í skólastarfi. Markmið Menntalestarinnar að þessu sinni er að vekja áhuga á tækni og vísind- um. Samið var við Háskólalestina um að setja upp „vísindatorg“ í öllum fjórum framhaldsskólunum á Suðurlandi: Föstudag 13. mars í Framhalds- skólanum í Austur-Skaftafellssýslu, föstudag 10. apríl í Framhaldsskól- anum í Vestmannaeyjum, þriðju- dag 14. apríl í Menntaskólanum á Laugarvatni og miðvikudag 15. apríl í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Vísindatorgið mun standa yfir í 4 klukkustundir á hverjum stað og verður lögð áhersla á að nemendur og kennarar geti upplifað viðburði torgsins með því að sjá, heyra og taka þátt. (Af vef SASS) Minningarorð um Gest frá Skaftholti „Hér skaltu Ísland barni þínu vagga“ ávarpaði Steingrímur Thorsteinson háfjöllin á nítj- ándu öldinni, Sigurður í Birtinga- holti setti seiðandi tóna við þetta tígulega ljóð á öldinni næstu en hvorutveggja hljómaði uppi í hvelf- ingu Skálholtskirkju á köldum en sólríkum þorradegi 13. febrúar s. l. Þar kvöddu ættingjar og sveitungar söngvarann aldna, Gest Jónsson frá Skaftholti. Söngur kirkjukórs Gnúpverja og Skeiðamanna ómaði milt og fagurt yfir þessum gamla félaga þeirra sem lengi hafði tekið þátt í leiklist og sönglífi í sveitinni. Gestur var félagi og einsöngvari í Árneskórnum hjá Lofti S. Loftssyni í Breiðanesi og hann stóð á sviðinu í félagsheimilinu þegar settar voru upp leiksýningar í skammdegismánuðum. Loftur söngstjóri samdi fagurt lag og ljóð sem hann gaf Gesti Jónssyni og finna má með söng hans á hljómdiski Árneskórsins. Organistinn á Stóra-Núpi, Þor- björg Jóhannsdóttir, og kirkjukórinn áttu stóran þátt í hátíðlegri stund í Skálholtskirkju ásamt prestinum sr. Sigfinni Þorleifssyni sem mælti vel eftir gamlan sveitunga og nágranna. Vestur í Dýrafirði fæddist Gestur Jónsson hinn 7. október 1924 á Saur- um í Keldudal. Foreldrar hans voru Jón Samúelsson f. 1869, d. 1931 og Halldóra Gestsdóttir f. 1884, d. 1972. Tvær eldri systur átti Gestur er upp komust, þær Ingibjörgu Andreu 1918-1993 og Guðmundu Kristjönu f. 1922, er bjó lengi á Vorsabæjarhól í Flóa en síðar á Selfossi. Tvö voru uppeldissystkini þeirra: Svanhildur Árný Sigurjónsdóttir f. 1927 og Guð- mundur J. Kristjánsson 1911-2000. Gestur var ungur maður þegar hann sneri af heimaslóðunum vestur í Fjörðum og réðst að Hæli sem kaupa- maður, fór síðar í Bændaskólann á Hólum þar sem hann útskrifaðist sem búfræðingur 1946 en kom þá aftur til starfa hjá þeim bræðrum Stein- þóri og Einari Gestssonum á Hæli og þar fann hann konuna sína, Ruth Heyden frá Þýskalandi. Hún hafði ráðist þangað í vinnumennsku og nokkrum árum síðar eignuðust þau jörðina Skaftholt uppi í Gnúpverja- hreppi og við þá jörð hefur Gestur oftlega verið kenndur síðan. Ruth Heyden, kona Gests hafði góða menntun, hún var íþrótta- kennari, auk þess mikill tónlist- arunnandi og lék á fleiri en eitt hljóðfæri. Hún lést 1988 og hafði þá lengi glímt við heilsuleysi. Þau hjónin eignuðust fjögur börn: 1. Kristjana f. 1950 skrifstofumaður, búsett að Hraunteigi í Gnúpverjahreppi, mað- ur hennar er Birgir Örn Birgisson múrarameistari og börn þeirra eru fjögur. 2. Halldóra Ásdís f. 1951 matráður Litlu-Giljá gift Steingrími Ingvarssyni bónda og bílstjóra. Þau eiga fjögur börn. 3. Soffía Rósa f. 1959 sölumaður í Reykjavík, maki Birgir Þór Borgþórsson bankamað- ur, þau eiga tvö börn og yngstur er bróðirinn Gestur Jón f. 1963, iðn- rekstrarfræðingur í Reykjavík, giftur Kristínu Grétarsdóttur skrifstofum. og þau eiga tvö börn. Langafabörn þeirra Ruthar og Gests eru orðin tíu talsins. Jörðina Skaftholt seldi Gestur eftir að kona hans missti heilsuna, en hélt eftir hluta, sem hann nefndi Hraunhóla, hafði þar nokkra hesta og stundaði vinnu uppi í Búrfelli. Síðar flutti hann til Selfoss en síðasta tug ævi sinnar bjó hann á dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd, tók þar þátt í litlu en hlýju samfélagi vistmanna og starfsmanna. Húnaflóinn, blár og breiður, söng brimsinfóníur sínar fyr- ir íbúana í Sæborg og þangað komu ættingjar og vinir af Suðurlandi eða að vestan. Halldóra Heyden, dóttir Gests, hefur einnig búið lengi nyrðra og tekið góðan þátt í sönglífi Norð- lendinga. Þegar Ingveldur Hjaltesteð söng- kennari starfaði að söngkennslu á Flúðum og Selfossi á árunum upp úr1990 lét Gestur sig ekki vanta þar í hóp. Hann flutti um þær mundir til Selfoss, varð félagi í Hörpukórnum hjá Sigurveigu Hjaltesteð og höfund- ur þessara minningarorða átti margar góða stundir með honum eins og á árunum upp á Flúðum þar sem fleiri söngnemendur komu við sögu. Eft- irminnilegast var að leika undir hjá Gesti í lögum Björgvins Þ. Valdi- marssonar: s. s. Höfðingi smiðjunnar og Kvæðið til konunnar minnar. Þau lög koma upp í hugann frá þessum árum og Gestur hafði dálæti á þeim. En það urðu svo forlög þessa Vest- firðings sem Suðurland hafði tekið í hlýjan faðminn að hlusta á brim- ölduna við Skagaströnd þegar að ævilokum dró. En útför Gests fór fram í Skálholti og eftir athöfnina ók líkfylgdin niður hjá Iðu, suður víðáttur Skeiðasveitar, upp á Sandlækjarholt og allar götur austur í Stóra-Núpskirkjugarð þar sem Gestur var jarðsettur hjá eig- inkonu sinni, Ruth Heyden. Erfi söngvarans var síðan drukkið í Árnesi, gestirnir komu allkaldir úr norðan- áttinni í kirkjugarðinum, fylltu hlýja og rúmgóða sali samkomuhússins með skrafi og fögnuði yfir því að hitta löngu týndan nágranna eða frænku. Í þessum sama sal sá ég Gest fyrst, var þá undirleikari hjá Árnes- ingakórnum í Reykjavík og búinn að heyra um þennan kórmann í Árneskórnum, hann Gest í Skaft- holti og leitaði hann uppi. Þó hann væri í miðri sögu með söngbræður sína í kringum sig þá tók hann vel aðkomumanni úr fjarlægu héraði, bauð honum sess við hlið sér en sögur og söngur hófst á ný. Gestur bjó yfir leitandi anda, hann hafði fengist við söng og leiklist, honum var lagið að töfra fram snjallt ávarp með skömmum fyrirvara, hann setti saman stökur, sagði vel frá og gleðin var rík í viðmóti hans, frændrækni og hjartahlýja. Svo heyrir maður fyrir sér röddina Gests, eilítið hása, þennan þrótt- mikla baritón syngja ljóðið Davíðs frá Fagraskógi: Höndin, sem hamrinum lyftir, er hafin af innri þörf, af líknsamri lund, sem þráir að létta annarra störf. Sá fagri framtíðardraumur er falinn í verkum hans, að óbornir njóti orku hins ókunna verkamanns. Ingi Heiðmar Jónsson 10. apríl verður menntalestin í Fram- haldsskólanum í Vestmanneyjum. Mynd: ÞHH Mynd: ÞHH

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.