Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 3
Um miðjan júní nk. munu Neytendasamtökin taka þátt í fundi fólksins sem er þriggja daga fundur á vegum Norræna hússins í Vatnsmýrinni. Boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka þar sem opin skoðanaskipti eru leiðar- stefið. Hátíðin er vettvangur fyrir samfélagsumræðu og er öllum opin. Á dagskránni verða fundir, málþing, fyrirlestrar, tónlistaratriði og líflegar uppákomur frá morgni til kvölds, bæði innan- og utandyra. Líflegt innra starf Frá því að ný stjórn tók við eftir þing samtakanna síðasta haust hefur stjórn NS fundað sjö sinnum og framkvæmdastjórn hefur fundað þrisvar. Mörg áhuga- verð neytendamál hafa verið til umræðu og ýmsir gestir sótt fundi til að upplýsa stjórnarmenn um stöðu mála. Má þar nefna að Henný Hinz frá ASÍ kom og kynnti fyrir stjórn niðurstöður kannana á matvöru- verði og eftirfylgni vegna kerfisbreytinga á virðisauka- skatti og niðurfellingar á ýmsum vörugjöldum um áramót, og nú á síðasta fundi kynnti Ólafur Darri Andrason frá ASÍ enn frekar athugun ASÍ á þróun verðlags á byggingarvörum, matvörum og raftækjum. Þá hafa fulltrúar MAST, þær Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir og Guðrún Lind Rúnarsdóttir, sérfræð- ingur lyfjamála og aukaafurða dýra, komið og kynnt fyrir stjórn stöðu mála vegna notkunar sýklalyfja í búvöruframleiðslu hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Á síðasta framkvæmdarstjórnafund kom Halla Garðarsdóttir, fulltrúi Íslandspósts, til að ræða um póstverslun og umkvartanir neytenda vegna kaupa á „smápökkum“ á netinu og hvernig auðvelda mætti slík viðskipti. Ýmis önnur mál hafa verið rædd, m.a. nýjar reglur um matvælamerkingar, upprunamerkingar, rafræn skilríki og vistvænar landbúnaðarvörur svo nokkuð sé nefnt. Netföng félagsmanna Félagsmenn eru hvattir til að upplýsa Neytenda- samtökin um netföng sín með því að senda þau á netfangið ns@ns.is. Þannig geta samtökin sent félagsmönnum tilkynningu þegar nýtt blað kemur út og látið vita um ýmsa viðburði sem samtökin standa fyrir. @ Frá því um áramót hafa Neytendasamtökin sent nokkrar ítarlegar umsagnir um frumvörp til laga eða breytinga á lögum sem skipta neytendur miklu máli. Þar má nefna lög um bílaleigubíla, náttúrupassa, fjármálafyrirtæki, veitinga- og gististaði og nú síðast ítarlega umsögn um breytingar á húsaleigulögum. Allar umsagnir sem Neytendasamtökin senda frá sér má finna á heimasíðunni ns.is undir álit/umsagnir. NS á vaktinni Kostnaður vegna rafrænna skilríkja Neytendasamtökin mótmæltu þegar ljóst var að neyt- endum gafst enginn annar kostur við að samþykkja hina svokölluðu lánaleiðréttingu en notkun rafrænna skilríkja. Samtökin spáðu því að það myndi fela í sér kostnað sem kæmi fljótt fram þó enginn vildi kannast við hann í byrjun. Nú er komið í ljós að Auðkenni mun rukka viðskiptavini sína mánaðarlega og má ætla að gjaldið verði á bilinu 88-110 kr. á mánuði. Auk þess munu símafyrirtækin væntanlega rukka þá neytendur sem eru með rafræn skilríki í símum sínum um sem nemur einum sms-skilaboðum í hvert skipti sem þeir nýta sér þessa þjónustu. Neytendasamtökin hafa bent á að þeir sem hvetja neytendur til að nota rafræn skilríki hafi það mikið hagræði af þessu fyrirkomulagi að þeim beri að greiða sjálfir kostnað vegna þess í stað þess að velta honum á neytendur. Ef neytendur eiga að greiða allan kostnað mun það aðeins leiða til þess að færri neytendur nýti sér þennan valkost. 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.