Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2009, Page 13

Ægir - 01.01.2009, Page 13
13 F R É T T I RF I S K S A L A verslunartorginu mikla, sem er á jarðhæð Tollstöðvarinnar í Reykjavík, fæst margt annað fyrir sáralítinn pening. „Ég hef skynjað viðhorfs- breytingu að undanförnu. Í dag leggur fólk mun minna en áður upp úr umbúðunum sem svo eru nefndar. Fyrir nokkrum misserum voru sett- ar á laggirnar hér á höfuð- borgarsvæðinu fiskbúðir þar sem mikið var lagt upp úr þægindum og ímynd. Mér skilst að nú hafi þeim flestum verið lokað eða þær seldar. Það segir mér, að þegar allt kemur til alls kýs fólk einfald- leika og ódýra vöru,“ segir Árni Elvar. Nú er nóg af fiski Um þessar mundir gengur ágætlega að útvega fisk til sölu, en seinni partinn sl. sumar og fram eftir hausti kallaði slíkt á talsverða bar- áttu. „Snemma síðasta haust var gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðl- um í hæstu hæðum og því voru fiskverkendur að fá mjög hátt verð fyrir sínar af- urðir. Þeir keyptu því allan fisk á mörkuðum sem þeir mögulega náðu til og gilti þá nánast einu hvert verðið var. Við fundum mjög fyrir þessu og á tímabili var ýsan meira að segja orðin dýrari en þorskurinn sem gerist afar sjaldan. Í dag er hins vegar nægan fisk að hafa hér innan- lands. Sölutregða hefur veru- lega hægt á öllum útflutningi sem helgast af markaðsað- stæðum og slæmu efnahags- ástandi erlendis. Hér helst allt í hendur. Ég efa því að aukið aflamark í þorski muni bæta efnahagsástandið jafn mikið og margir ætla.“ Innilega stoltur Mörg skemmtileg orð og orðatiltæki í íslenskri málhefð eiga rætur sínar að rekja til sjómennsku og útgerðar. Þannig var sagt að menn ættu sér lagsmenn þegar tvímennt var í koju, eins og alsiða var til sjós áður fyrr. „Hjálmar afi minn kallaði mig gjarnan lagsmann og sagði „jæja lags- maður“. Mér fannst vænt um þetta orðatiltæki og ákvað því að láta fyrirtækið mitt heita „Lagsmaður“,“ segir Árni Elvar sem kveðst una hag sínum afar vel í fisksölu. „Við krakkarnir sem vorum saman í bekk í Verslunarskól- anum höfum stundum hist á undanförnum árum. Á stund- um hef ég fyllst ákveðinni vanmetakennd gagnvart gömlum bekkjarsystkinum sem hafa verið í hálaunastörf- um í bankakerfinu. Í þeim samanburði hefur ekki hljóm- að neitt spennandi að vera fisksali í Kolaportinu. Eftir bankahrunið mikla horfir þetta hins vegar allt öðruvísi við. Ég er svo innilega stoltur af starfinu mínu sem mér finnst skemmtilegt. Finnst ég raunar ekki geta beðið um meira, því fyrirtækið gengur vel og mér finnast algjör for- réttindi að vera minn eigin herra í skemmtilegu starfi.“ Viðtal og myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. „Á stundum hef ég fyllst ákveðinni vanmetakennd gagnvart gömlum bekkjarsystkinum sem hafa verið í hálaunastörfum í bankakerfinu.“ Í Kolaportinu. Árni Elvar og hans fólk selja kynstrin öll af fiski um helgar, sem aflað er hjá fiskverkendum vítt og breitt um landið.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.