Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1976, Qupperneq 29

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1976, Qupperneq 29
Halldór Laxness Fáeinar athuganir um „kristinréttarákvæði elstuíC Gaman væri að eiga alþíngistíðindi frá þeim degi þegar Þorgeir ljós- vetníngagoði sálufélagi Einars þeræíngs, eða var þetta máski sami maður, vaknaði einn morgun á Þíngvöllum við það að hann hafði orðið kaþólskur í höfðinu meðan hann svaf. Þó væri enn fróðlegra að hafa skýrslur í hönd- um um mannlíf í landinu næsta tímabil þaráeftir, þau 120 ár sem líða frá kristnitöku uns bók er fyrst samin á Islandi svo menn viti; en í þeirri bók voru saman tekin munnleg lög landsins, sem þá höfðu verið í gildi allar götur síðan 930; bókin Hafliðaskrá. Reyndar telja margir að viðbót sú sem sett var við munnleg lög 1097, tíundarlög kend við Gissur biskup, hljóti að hafa verið skrifuð upp, með því skattalög séu lítt hugsanleg í munnlegu formi. Ulfljótslög höfðu semsé staðið í gildi hér tíu árum fátt í tvær aldir þegar þau voru skráð á bók, þaraf tæp 120 ár undir merki krossins; og skilst manni að aungu hafi verið breytt til muna í þessum utanbókarlærdómi frá því árið 930, nema skift um upphafsorð laganna kristnitökuárið, að viðbætmm nokkrum kirkjulegum bráðabirgðaákvæðum sem lítið fer fyrir í frásögnum, enda ekki verið mikill gaumur gefinn, og mun verða drepið á hér. I tiltölulega úngum textum þar sem fróð- leiksmolum úr eldri bókum glötuðum virðist haldið til haga, td Þórðar- bók frá sautjándu öld og tínir úr hinu forna landnámuriti Styrmis, þar eru höfð eftir upphafsorð Ulfljótslaga, þau orð sem árið þúsund* urðu að víkja fyrir skipun um að „allir menn skyldu kristnir vesa og skírn taka“. Orðin eru ögn afbrigðilega tilfærð í ólíkum bókum, en inntak þeirra er einlægt það fyrirmæli sem beint var til farmanna og híngað sigldu, að taka ofan gapandi drekahöfuð og gínandi trjónur á skipum sínum þegar þeir nálguðust land, svo að landvættir Islands fældust ekki. Ekki er sagt hverjar þessar vættir voru, en það voru amk hvorki þeir * Þegar hér er ritað „þúsund“ í textanum (um kristnitökuárið) er fylgt gamalli málvenju, þó tímatalsrannsóknir hafi sýnt að kristnitakan fór fram árið 999. 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.