Nesfréttir - 01.01.1994, Blaðsíða 10

Nesfréttir - 01.01.1994, Blaðsíða 10
10 Nesfréttir s Undanfarna vetur hafa verið starfræktir á vegum Seltjarnarneskirkju starfs- hópar um “SORG OG TRÚ”. Markmiðið með starfshópunum er að aðstoða þaeinslaklingasemhafaorðið fyrir missi að vinna sig í gegnum sorgina. í hverjum hópi eru þrír leiðbeinendur en fjöldi þátttakenda takmarkast við sjö til að tryggt sé að hverjum þátttakanda sé sinnt sem best. Leiðbeinendurnir eru ásamt sóknarpresti, sem er verndari starfsins, fólk sem hefur orðið fyrir missi og upplifað sorgina. Aðgang að “SORG OG TRÚ” eiga þeir sem hafa orðið fyrir missi og vilja vinna sig í gegnum sorgina. Sorgin er afleiðing missis. Aðdragandi missisins getur verið mjög mismunandi, allt frá því að vera fyrirvaralaus til þess að vera mjög langur. Fólk á mismunandi auðvelt með að sætta sig við missinn og fer það eftir ýmsu. Sorgin kemur oft fram með torkennilegum hætti, andlegum og líkamlegum, sem fólk á oft erfitt með að átta sig á og skilja. Sorgin getur valdið margvíslegum sjúkleika, en hún er eðlileg, fólk verður að sætta sig við hana, hana er ekki hægt að flýja. Hverogeinn sem verður fyrirmissi verður að horfast í augu við sorgina, læraásjálfan sig og vinna með henni og vinna sig út úrhenni eftir bestu getu. Það er staðreynd að margir blygðast sín fyrir sorg sína og viðbrögð við henni. Aðrir reyna að flýja sorgina eða brynja sig gagnvart henni eða byrgja hana inni árum og jafnvel áratugum saman með þeim afleiðingum að sorgin gerir þeim erfiðara fyrir í mun lengri tíma en vera þyrfti. í org og trú sumar hringdi kona í “þjóðarsálina” til að segja frá reyns'u sinni vegna andláts sonar síns, sem lést fyrir tuttugu árum. Eftir andlátið hafði hún samband við sóknarprest sinn í þeim erindagjörðum að annast jarðarförina. Að sögn konunnar var svar prestsins að hann gæti ekki annast hana því hann væri í sumarleyfi og yrði hún því að leita annað. Á viðkvæmu augnabliki geta atvik sem þetta sært svo að það líðurfólki seint eðaaldrei úr minni. Reiði, jafnvel heiftarleg reiði, sem er eðlileg, er einn hluti af mörgum í því ferli sem fólk gengur í gegnum, eftir missi nákomins ættingja, og getur hún þá beinst að ólíklegustu aðilum, t.d. prestinum, lækninum, lögreglunni o.s.frv. Syrgjendur eru hvattir til að taka þátt í þessu starfi sér til uppbyggingar og verða þannig betur í stakk búnir til að takast á við lífið. Til þessa hefur þeim eingöngu verið sinnt sem hafa orðið fyrir missi vegna andláts, t.d. vegna fósturláts, andvana fæddra barna, barnamissins, makamissis, sjálsvígs o.s.frv. Öllum sem hafa tekið þátt í þesum námskeiðum ber saman um að þau hafi verið mjög gagnleg og uppbyggjandi. Þeim sem hafa hug á að taka þátt í starfshópunum er ráðlagt að láta skrá sig hjá sóknarpresti til að auðvelda skipulagningu starfsins. Með allar upplýsingar er farið sem algjört trúnaðarmál og að þeim hefur enginn aðgang nema sóknarprestur og leiðbeinendur. Kynning á “SORG OG TRÚ” er fyrsta þriðjudags- kvöld febrúarmánaðarárhvert kl. 20:30 í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju, sem er í ár þann 1. febrúar. Á hvert kynningarkvöld kemur fyrir- lesari, einstaklingur sem þekkir vel til þessara mála. í áframhaldi af kynningar- kvöldunum hefst hópstarf. Jón Sigurðsson umsjónar- maður sóknarnefndar um “Sorg og trú ” PRENTSMIÐJAN NES Hrólfsskálavör 14 sími 611594 •• Oll almenn prentun fljót og góð þjónusta á góðu verði

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.