Austurland - 09.01.2014, Blaðsíða 2

Austurland - 09.01.2014, Blaðsíða 2
2 9. janúar 2014 Þegar ég tók til heima hjá mér fyrir jólin var ég svo óheppin að rekast á blað þar sem ég hafði skrifað niður áramótaheit mín þann fyrsta janúar árið 2006, það er fyrir átta árum síðan. Áramótaheitin höfðu öll snúið að grenningu og þyngdartapi og það er skemmst frá því að segja að ég hafði ekki náð einu einasta þeirra. Sannleikurinn er því miður sá að nú átta árum síðar hefur frekar hallað enn á ógæfuhliðina heldur en hitt. Eina áramótaheitið sem ég gæti ef til vill staðið við væri að hætta að reykja en það er aðeins vegna þess að ég hef aldrei reykt. Ætli maður þyrfti ekki að byrja að reykja til að geta hætt að reykja og þá er ég í vondum málum því þar sem ég þekki mig myndi ég líklega enda sem stórreykingaröreigi þar sem það er orðið svo dýrt að reykja og ég gæti ekki hætt að reykja. Í þessu blaði mun ég líta á nokkur algeng áramótaheit og spá í því hvernig hægt er að standa við þau og láta þau ganga upp. Í lok síðasta árs og byrjun þessa hafa störf björgunarsveita verið áberandi og ákvað ég því að hafa samband við nokkrar björgunarsveitir á Austurlandi til að fræðast um störf þeirra. Eftir að hafa rætt við formenn nokkurra björgunarsveita fylltist ég lotningu yfir því óeigingjarna starfi sem þar á sér stað en jafnframt sorg yfir því að störf björgunarsveitarmanna skuli ekki alltaf vera metin að verðleikum. Er sjálfsagt að sömu aðilum sé bjargað oft á dag af mismunandi björgunarsveitum án þess að borga krónu fyrir? Mér finnst það ekki. Þarna er greinilega einhver brotalöm sem þarf að laga og geta svona ónauðsynlegar ferðir farið illa með fjárhag björgunarsveita bæði stórra og smárra. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu nýbyrjaða ári. Í næstu tölublöðum hef hugsað mér að líta aðeins á heilbrigðiskerfið á Austurlandi, framkvæmdir á Austurlandi og ferðafélög á Austurlandi. Auk þess eru sveitarstjórnarkosningar í vor og verður vonandi gaman að fylgjast með þeim. Að vísu verður að viðurkennast að ég er algjör rati í pólitík og hringsnýst eins og skopparakringla eftir því við hvern ég tala. En þá er kannski kominn tími til að kynna sér málin ofan í kjölinn og taka svo upplýsta ákvörðun um hvern ég vel til að stýra samfélaginu þar sem ég bý. Þetta gæti kannski verið áramótaheitið mitt fyrst hin ganga ekki? Halldóra Tómasdóttir ritstjóri Leiðari Áramótaheit AUSTURlAnd 1. TBl. 3. ÁRGAnGUR 2014 Útgefandi: fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Halldóra tómasdóttir, sími 471-3119 & 852-1911, netfang: ht@me.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 4.400 eintök. dreifing: Íslandspóst- ur. - Blaðið er aðgengilegt á Pdf sniði á vefnum www.fotspor.is. Fríblaðinu er dreiFt í 4.400 eintökum Á öll Heimili Á auSturlandi OG HOrnaFirði auk dreiFbÝliS. blaðið liGGur einniG Frammi Á HelStu þét tbÝliSStöðum Á auSturlandi. opið mán-fös: kl.8-18 lau: kl.11-14 Glíman um aðalsteinsbikarinn Fjórðungsglíma Austurlands, keppnin um Aðal- steinsbikarinn, fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember síðastliðinn. Tuttugu og tveir keppendur kepptu í tveimur flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Mótið gekk vel fyrir sig og sjá mátti margar fjörugar glímur um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa á Reyðarfirði. Eftir margar skemmtilegar glímur stóðu eftirtaldir uppi sem sigurvegarar og hömpuðu því Aðalsteins- bikarnum árið 2013: Stelpur 10-12 ára – Nikólína Bóel Ólafsdóttir Strákar 10- 12 ára – Leifur Páll Guðmundsson Meyjar 13-15 ára – Bylgja Rún Ólafsdóttir Piltar 13- 15 ára – Haraldur Eggert Ómarsson Konur - Eva Dögg Jóhannsdóttir Karlar – Ásmundur Hálfdán Ásmundsson Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs Árleg þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs fór fram á þrett- ándanum, þann 6. janúar síðast- liðinn. Haldið var í kyndlagöngu frá íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum og gengið sem leið lá inn í Tjarnar- garðinn þar sem brenna var tendruð. Björgunarsveitin sá um sölu á kyndl- um á staðnum. Í Tjarnargarðinum var verð- launaafhending íþróttamanna ársins kynnt en það var Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs ásamt formanni Hattar, Davíð Þór Sig- urðarsyni sem sáu um afhendinguna. Eftir afhendinguna sá Björgunar- sveitin á Héraði um glæsilega flug- eldasýningu. Áætlað er að um 250 manns hafi komið saman í smá rigningu og sudda. Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar setti athöfnina með ræðu um starf Hattar 2013. Í ræðunni kom meðal annars fram að deildum innan Hattar hefði fjölgað um eina á árinu þegar handbolta- deildin var endurvakin. Starfsmerki Hattar voru veitt í annað sinn en þau hljóta einstak- lingar sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins til lengri tíma. Sigurjón Bjarnason hlaut starfs- merki Hattar fyrir vinnu sína í þágu félagsins á stofnárum þess og Helga Alfreðsdóttir fyrir vinnu sína í þágu frjálsíþrótta en bæði hafa þau unnið að málefnum Hattar í áratugi á ár- unum 1970 til 1990. Íþróttamaður Hattar árið 2013 var körfuboltamaðurinn, Eysteinn Bjarni Ævarsson. Eysteinn hefur leikið mjög vel með meistaraflokksliði Hattar á ár- inu. Hann bætti framlag sitt mikið undir lok síðasta tímabils eða í byrj- un árs 2013. Eysteinn var svo í vor valinn í 12 manna hóp U-18 lands- liðsins sem lék á Norðurlandamóti í Solna í Svíþjóð í maí. Eysteinn lék vel á mótinu og var í byrjunarliði í þremur af fimm leikjum liðsins. Liðið vann 4 af 5 leikjum sínum á mótinu og fengu silfur. Eysteinn hef- ur einnig leikið með U-15 og U-16 landsliðum Íslands. Eysteinn hefur leikið mjög vel í meistaraflokksliði Hattar í haust og nú þegar deildarkeppnin er um það bil hálfnuð þá hefur hann skor- að 13 stig að meðaltali í leik, tekið rúm 4 fráköst auk þess að gefa 3 stoðsendingar að meðaltali. Í öðrum greinum voru eftirtaldir einstakilngar fyrir valinu þetta árið. » Blakmaður : Elínborg Valsdóttir » Fimleikamaður: Rebekka Karlsdóttir » Frjálsíþróttamaður : Hrefna Ösp Heimisdóttir » Knattspyrnumaður : Högni Helgason » Körfuboltamaður : Eysteinn Bjarni Ævarsson » Handboltamaður : Maron Brynjar Árnason » Taekwondomaður : Þuríður Nótt Björgvinsdóttir Íþróttafélagið Höttur vill þakka eftirtöldum styrktaraðilum fyrir stuðninginn vegna framkvæmdar þrettándagleði 2013, Brúnas – Inn- réttingar , Mannvit, Hitaveita Egils- staða og Fella, Landsbankinn. íþróttamenn Hattar ásamt Birni Ingimarssyni og Davíð Þór Sigurðarsyni kyndlaGanGan á leið í Tjarnargarðinn björn inGimarsson bæjarstjóri ásamt Sigríði Láru Sigurjónsdóttur (dóttur Sigur- jóns Bjarnasonar) og Helgu Rut Alfreðsdóttur

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.