Dagrenning - 01.02.1949, Blaðsíða 26

Dagrenning - 01.02.1949, Blaðsíða 26
að að segja en það, að hann er einn sá hörmulegasti, sem hér hefir heyrzt af vörum menntaðs manns og táknar ljótasta atburð- inn, senr lengi hefir kornið fyrir í útvarp- inu. Og vilji útvarpið ekki eiga hlut í því, að gera íslenzkt fólk að fávitum, ætti því að vera bæði mjög ljúft og tiltölulega auð- velt að láta hann ekki endurtakast í neinni mynd. f þessu sambandi skal því trúað, unz annað kynni að reynast, að útvarpið liafi bæði góðan vilja — og nokkra getu til að framkvæma hann.“ Mér er ókunnugt um, hvaða andlegur kramaraumingi það er, sem fengið hefir inni í hinu rússneska blaði fvrir þessa ritsmíð, en hver sem hann er, þá er víst að þar er hvorki fyrir að fara skilningi á málefninu né velvild til þess. Hroka heimskingjans kennir þar í hverri línu, og manni liggur við að vorkenna þessu vesæla hrói. Að einu leyti þykir mér vænt um þetta heimskulega skrif. Það er vegna þess, að það hefir þráfaldlega komið fyrir að menn hafa haldið því fram, að það væri alveg sérstaklega svívirðilegt, ef Guð hefði út- valið einhverja þjóð til þess að framkvæma ákveðna hluti, sem öllu mannkyni eru nauð- synlegir. En ekki þarf annað en staldra við andartak til þess að sjá hvílíkur misskiln- ingur kemur frarn í slíkri skoðun. Jörðin öll — hnötturinn, sem vér byggj- um — er áreiðanlega frá sjónarmiði Guðs ein heild, sem einhvern tíma er ætlað að ná fram til mikillar fullkomnunar. Hverjum getur Guð ætlað að feta leiðina til þeirrar fullkomnunar öðrum en börnum þessarar jarðar eða hópum þeirra, sem við köllum þjóðir? Sumar þessar þjóðir eru smáar, aðrar stórar, sumar vel þroskaðar andlega og líkam- lega, aðrar vanþroskaðar bæði andlega og líkanilega. Er það nokkur höfuðsvnd, að þjóð, sem komin er lengra á veg, leiði þá, sem er skemra á veg komin? \'æri það glæp- ur af Guði, eitthvað sérstaklega fyrirlitlegt og ljótt, að starfa þannig? Samkvæmt sama hugsanagangi hefði það átt að vera alveg sér- staklega svívirðilegt af Guði að senda ís- lenzku þjóðinni Jón Sigurðsson til þess að leiða hana og marka stefnu hennar í við- reisnar- og þroskabaráttu liennar. Hann var öðrum fremri, í hans fótspor gat enginn sam- tíðarmaður hans fetað, og þess vegna hefði það átt að vera, samkvæmt þessum kokka- bókum, ljótt og svívirðilegt að hann kom frarn hér á landi og varð þjóðinni til bless- unar. — Enginn mundi mæla svo nema fáviti. En ef þetta er svo með einstaklinga, er því þá ekki alveg eins farið með þjóðimar — mannhópana? Hverjir gáfu heiminum hina fornu grísku list aðrir en smáþjóðin Grikkir. Á máli þeirra, sem trúa á Guð, heitir það svo, að Guð hafi gætt grísku þjóð- ina hinum frábæra listasmekk og gefið henni hina frábæru listamenn. Ef kristindómur- inn er Guðs gjöf, var hann einnig gefinn í upphafi einni smárri þjóð — Gyðingunum. — Var það ekki svívirðilegt athæfi? Frá hin- um minnstu þjóðunr berast hinar merkustu hugmyndir og hugsjónir út til alls mann- kyns. Smáþjóðirnar verða oftast „súrdeigið“ í menningarmálum heimsins. Þannig mætti færa ótal rök önnur fyrir því að hugsanagangur þeirra manna, sem telja það ljótt og svívirðilegt, að Guð hafi ætlað ákveðnum þjóðum sérstök hlutverk, er rangur og sennilega oftast fremur sprott- inn af því, hve skammt þeir geta hugsað en af heimsku og illgirni. Hitt er svo aft- ur annað mál, ef þjóð fer að miklast af hlutverki sínu, misskilja það og færa yfir á önnur svið en þau, sem henni em af Guði gefin til umráðanna, að þá fer ávallt illa. Þróunin í heiminum lvtur alveg órjúfanleg- um, andlegum lögmá/um, og ef þau eru brotin, segir endurgjaldið til sín fyrr eða 20 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.