Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2015 Lektor í líffræði búfjár Laust er til umsóknar starf lektors í líffræði búfjár við auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Um er að ræða fullt starf og er miðað við að það sé veitt frá og með 1. maí 2015, eða eftir samkomulagi. Athygli er vakin á því að samkvæmt reglum Landbúnaðarháskóla Íslands er rektor heimilt að veita framgang í starf dósents eða prófessors strax við nýráðningu uppfylli viðkomandi þau skilyrði. Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna um nýráðningar og framgang akademískra starfsmanna við Landbúnaðarháskóla Íslands frá 20. september 2012. Umsækjendur skulu geta sýnt fram á það með námsferli sínum, starfsreynslu og ritverkum að þeir séu færir um að annast háskólakennslu og rannsóknir í líffræði búfjár. Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi með áherslu á einhverja eftirtalinna undirgreina: Vaxtarlífeðlisfræði, æxlunar- lífeðlisfræði, lífeðlisfræði meltingar og efnaskipta, dýraheilbrigði, dýravelferð. Æskilegt er að umsækjandi búi yfir stjórnunarreynslu og hæfni til að afla styrkja til rannsókna. Krafist er góðrar samstarfshæfni, lipurðar í mannlegum samskiptum, sjálfstæðra vinnubragða auk góðrar hæfni til að miðla eigin kunnáttu. Horft verður til að umsækjendur falli sem best að kennslu- og rannsóknaþörfum auðlindadeildar LbhÍ. Kennsla í grunnnámi við LbhÍ fer að jafnaði fram á íslensku í samræmi við málstefnu skólans. Ef móðurmál viðkomandi er ekki íslenska er ætlast til að hann hafi öðlast næga færni til að nota íslensku við kennslu innan þriggja ára frá því að hann hefur störf. Launakjör eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Meginstarfsstöðvar LbhÍ eru þrjár: að Hvanneyri í Borgarfirði, á Keldnaholti í Reykjavík og að Reykjum í Ölfusi. Kennsla sú sem fellur undir umrætt starf fer fram að Hvanneyri. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Hallsteinn Hallsson deildarforseti auðlindadeildar í síma 433 5000 eða tölvupósti jonhal@lbhi.is Umsóknarfrestur er til 2. mars 2015. Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskóla Íslands b/t Kristín Siemsen Ásgarði – 311 Hvanneyri eða í tölvupósti kristins@lbhi.is. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið. Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Auglýsing getur gilt í allt að sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Gera á tillögur um fyr- irkomulag atvinnulýðræðis á vinnustöðum og meðal nemenda í íslenskum skól- um. Níu manna nefnd sem raðast ætti í sam- kvæmt hlutfalls- kosningu fengi það hlutverk að koma með til- lögur um fyr- irkomulag þessa lýðræð- isverkefnis og ætti að kanna að hve miklu leyti verði sett lög um verkefnið eða út- færslan sett í kjarasamn- inga. Tillögur ættu að ligga fyrir í lok þessa árs. Þetta er inntak þingsályktun- artillögu sem þingmenn Vinstri grænna, með Svan- dísi Svavarsdóttur sem fyrsta flutningsmann, hafa lagt fram. Tillaga um þetta efni var flutt á Alþingi 2013 og um- sagnir sem þá voru ekki já- kvæðar. Í greinargerð með tillögunni nú segir að ekki sé fullreynt. Trúnaðar- mannakerfi á vinnustöðum sé mikilvægt í samskiptum launafólks og atvinnurek- enda. Það tryggi þó ekki áhrif starfsmanna á stefnu- mörkun og ákvarðanatöku á sínum vinnustað. Ástæða til aðgerða „Engin ástæða er til að ætla annað en að víðtækara og virkara lýðræði myndi bæta starfshætti og starfs- anda á íslenskum vinnu- markaði og efla kjör launa- fólks,“ segir í tillögunni. Þingmenn VG segja í greinargerð atvinnulýðræði auka afköst sem skili meiri arði fyrirtækja. Þessum stjórnarháttum hafi verið komið á víða í Evrópu og reynslan sé góð. Hugmyndir um þetta afbrigði lýðræðis séu ámóta gamlar og skipu- lögð kjarabarátta en hafi ekki náð fótfestu fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld. Þessi mál séu annars ólík frá einu Norðurlanda til annars. Sinn sé siður í landi hverju. Atvinnulýðræði hafi lengi verið baráttumál vinstri aflanna á Alþingi, en hafi ekki orðið að veruleika sem skyldi. Íslenskur vinnu- markaður verði að teljast frumstæður hvað þetta snerti en full ástæða sé til aðgerða. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Baráttan Kröfur launþega breytast í samræmi við samfélagið almennt. Segja atvinnulýðræði auka afköst og arð  Vilja auka lýðræði á vinnustöðum  Reynslan í Evrópu er góð, segir VG í tillögu til þingsályktunar Morgunblaðið/Rósa Braga Höfnin Verkefnin eru mörg en starfshættir fyrirtækjanna í landinu ólíkir. Svandís Svavarsdóttir Erling Freyr Guðmundsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitunnar. Erling hefur starfað að fjarskiptamálum í hartnær tvo áratugi á Íslandi og í útlöndum, en kemur til starfa á nýjum stað strax eftir helgina. Gagnaveita Reykjavíkur ehf. er fjarskiptafyrirtæki í eigu Orkuveitu Reykjavíkur sem rekur háhraða gagna- flutningskerfi sem byggist á ljósleiðara- og IP-nettækni. Um 60 þúsund heimili tengj- ast þjónustu veitunnar. Á langan feril að baki Erling stofnaði Ljósvirkj- ann, þjónustufyrirtæki við fjarskiptafyrirtæki, árið 1996 og upp úr aldamótum stofnaði hann ásamt öðrum Industria, fyrirtæki sem sérhæfði sig í þjónustu við uppbyggingu ljósleiðarakerfa. Hann rak það fyrirtæki hér á landi frá 2003 og síðan á Bretlands- eyjum frá ársbyrjun 2008. Árið 2013 tók Erling við framkvæmdastjórn fjar- skipta- og tæknisviðs 365 miðla en hefur frá miðju síð- asta ári starfað sem fjár- málastjóri við end- ur- skipulagn- ingu á Hringrás og tengdum félögum. Erling lagði fyrst stund á rafvirkjun og lauk MBA-prófi frá Há- skólanum í Reykjavík 2009. Með því besta „Það er mikill heiður að fá að vinna með starfsfólki Gagnaveitunnar og fá tæki- færi til að fylgja eftir þeirri frumkvöðlavinnu og mjög svo mikilvæga starfi sem Gagna- veitan hefur unnið til þessa. Ég hef fylgst vel með fyr- irtækinu í gegnum árin og er mjög ánægður með hvernig það hefur þróast. Þjónustan sem fyrirtækið veitir í dag er með því besta sem gerist í heiminum á sviði fjarskipta,“ segir í tilkynningu, haft eftir Erling Frey. Erling Freyr stýrir Gagnaveitu Erling Freyr Guðmundsson  Háhraðalausnir á heimsvísu Nýskráningum einkahluta- félaga síðustu 12 mánuði, frá desember 2013 fram í nóv- ember sl., fjölgaði um 7% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.040 ný félög skráð á tímabilinu. Mest er fjölgun nýskráninga í flokki fyrirtækja í flutninga- starfsemi, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofunni. Gjaldþrot einkahlutafélaga á fyrrnefndu tímabili hafa dregist saman um 20% sam- anborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 796 fyr- irtæki gerð upp á tímabilinu. Gjaldþrotum fyrirtækja í fjar- skiptarekstri hefur fækkað mest. sbs@mbl.is Morgunblaðið/RAX Sökklar Alls voru 2.040 ný fyrirtæki og félög skráð til leiks á síðasta ári. Nýskráningum fjölgar um 7%

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.