Morgunblaðið - 10.03.2015, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015
BÍLAR 7
bíla að sögn Ferrari-manna sjálfra.
Bremsurnar, sem koma úr LaFerr-
ari-tvinnbílnum, eru endurhann-
aðar og stoppa GTB-bílinn enn
betur en hann eða sem munar 9%
og munar um minna.
Alveg eins Audi R8
Kannski voru einu vonbrigðin í
sportbílaflokknum frumsýning
næstu kynslóðar Audi R8. Svo lík-
ur er nýi bíllinn þeim gamla að það
þarf hönnunarsérfræðing frá
Audi-verksmiðjunum til að benda
reyndum bílablaðamönnum á
mismuninn á útliti hans. Jú, það er
aðeins annað form á grillinu og
ljósin eru með öðru formi, og það
er búið að breyta R8-merkinu
þannig að blaðið skiptist nú í
tvennt. Þá er það að verða upp-
talið! Meira að segja innréttingin
er nánast sú sama þótt mæla-
borðið sé nýtt. Reyndar fær hann
nýja vél en maður veltir því fyrir
sér hvort þetta dugi honum til að
geta kallast af nýrri kynslóð. Audi
maldar í móinn með því að bíllinn
sé grunnur fyrir þrjá nýja bíla, V10,
LMS og E-Tron. Það er kannski
eini bíllinn sem vert er að skoða, E-
Tron rafbíllinn. Rafmótorarnir eru
tveir og skila 456 hestöflum og
bíllinn er aðeins 3,9 sekúndur í
hundraðið. Hámarkshraðinn er
240 km á klukkustund og drægn-
in 450 km, og hægt er að hlaða
hann á aðeins tveimur tímum.
Framúrstefnulegir
Aston Martin
Aston Martin Vulcan er öfga-
fyllsti bíll sem þessi sportbíla-
framleiðandi hefur nokkru sinni
framleitt, hvert sem er litið. Bíllinn
er framúrstefnulegur í útliti og
V12-vélin hefur aldrei verið öflugri.
Samkvæmt tölum frá Aston Mart-
in er hann yfir 800 hestöfl og er
yfirbyggingin úr koltrefjum. Meira
vill framleiðandinn ekki segja fyrr
en bíllinn kemur á markað seinna
á árinu, nema að hann er með
betra hlutfall þyngdar og afls en
bílar sem keppa í keppnum eins
og Le Mans. Aðeins 24 eintök
verða framleidd ásamt þeim bíl
sem notaður er í næstu James
Bond-mynd. Aston Martin DBX er
svo tilraunabíll knúinn rafmagni
með nýstárlegu útliti sem minnir
einna helst á upphækkaðan sport-
bíl. Honum er ætlað að ná til
breiðari kaupendahóps en hingað
til hefur keypt Aston Martin-bíla,
kannski einna helst vegna þess að
hann býður upp á mun meira
pláss en þeir hafa gert hingað til.
njall@mbl.is
bás
Koenigsegg Regera verður aðeins framleiddur í 80 eintökum sem hvert um sig kostar 256 milljónir króna.
Flestir gefa upp besta tíma í 100 km á klst en Koenigsegg gefur upp að Regera sé 20 sekúndur í 400 km á klst.
Quant F er jónahlaðinn ofurrafbíll sem nær yfir 300 km hraða og er að-
eins 2,8 sekúndur í hundraðið og dregur allt að 800 km, sem telst fínt.
Aston Martin Vulcan er eins og vel skorið vöðvatröll að sjá og er líklegur til afreka með sín rúmlega 800 hestöfl.
Einn af 24 sem framleiddir verða er nú við tökur á nýjustu James Bond-myndinni í Róm.
Ferrari lagði metvinnu í hönnun á loftflæði en í hinum nýja 488 GTB. Vél-
in er með tveimur forþjöppum og skilar honum rúmlega 600 hrossum.
Smáauglýsingar
Bílar
NISSAN PATROL GR 38".
Árgerð 2006, ekinn 257. þ. km. Dísel, 5
gírar, er á staðnum. Verð AÐEINS
2.890.000. Rnr.126454.
Bílalíf - Bílasala
Sími 562 1717