Morgunblaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.04.2015, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert óánægður með að fá ekki til baka það sem þú hefur lánað. Skreyttu það og fegraðu þér og öðrum til ánægju og yndisauka. 20. apríl - 20. maí  Naut Mundu að það er vel hægt að halda á sínum málstað án þess að setja öðrum úr- slitakosti, eða beita öðrum þvingunum. Ekki bíða eftir því að afrekin hrannist upp. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Allt í einu uppgötvar þú að það sem þú hélst að væri leyndarmál er á allra vitorði. Um leið og þú hættir að reyna að sanna mál þitt mun fólk átta sig á að þú hafðir rétt fyrir þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þrjóski ástvinur þinn er jafn óbreytanlegur og morgunsólin. Hafðu hug- fast að það sjá ekki allir hlutina í sama ljósi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það þarf stórátak til að brúa bilið sem hefur myndast milli vinnu þinnar og einka- lífs. Hversu umburðarlyndur ertu í garð ann- arra? 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Stundum getur eitthvað sem sagt er reynt verulega á vináttuna. Settu þér ákveð- in takmörk til að keppa að bæði í leik og starfi. Leitaðu uppi tækifæri til þess að nota þessa hæfileika. 23. sept. - 22. okt.  Vog Farðu sérlega varlega í umferðinni í dag hvort sem þú ert akandi, gangandi eða á hjóli. Hafðu bjartsýni ávallt að leiðarljósi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Mundu að öll smáatriði skipta máli því þau mynda heildina sem þú þarft að takast á við. En hófsemi hentar þér miklu betur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér er nauðsynlegt að brydda upp á einhverju nýju til þess að gefa lífinu lit. Gerðu þig kláran til að kynna þeim hug- myndir þínar. Framlag þitt fer ekki framhjá yfirmönnum þínum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú munt hugsanlega verða skot- in/n í vini/vinkonu þinni í dag. Leggðu ekki út í neitt sem þú hefur ekki efni á. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er svo margt að vita um ver- öldina. En er hún of stór? Eða klikkuð? Alls ekki! Eina klikkunin er ef þú þorir ekki að taka áhættu og lætur lífið líða hjá. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu ekki að koma af þér störfum nema þörfin liggi í augum uppi. Viðraðu hugmyndir þínar og veittu viðbrögðunum eftirtekt. Eins og svo oft endranær varsíðasta gáta eftir Guðmund Arnfinnsson: Nú góðskáld eitt haft er í huga. Hreyfir sig gári á ver. Við mögnun hljóðs mun vel duga. Marglitt það blómstur er. Hann gefur þetta svar: Ég man hann Jakob Smára. Ég sá á hafinu smára. Í tæki er transistor smári. Í túni vex marglitur smári. Og lætur limru fylgja: Sífellt Björn í erjum á við Smára, þann ógurlega vígamann og dára. Þó sé af ótta ær, hann oftast sigrað fær, því venjulega er Björn að baki Kára. Guðrún Bjarnadóttir finnur aðra lausn: Hvalsbak og bátur á sjó. Blómin tóbakslaus frjó. Heitir VSV Hannes? Hljóma fundir um annes. Allt slíkt við horninu hló. Bragarháttartilraun við sama þema: Burtu fór hundurinn horfni og kærustur kyssast á horni. En hnoðarinn kúrir í horni í veröld úr Vísnahorni. Helgi R. Einarsson svarar: Mig fyrir reglum Braga bukka, þær bæði um form og stuðla rukka, vísum fylgir líf og lukka. Líkast til er svarið klukka. Er ég var að velta fyrir mér gátunni varð þessi limra til. Í fyrstu skal gátuna greina, giska og láta á reyna hvort finnist ei þar freistandi svar, því gáturnar lausninni leyna. Árni Blöndal er á enn öðrum nótum: Elías Mar í minni ég hef Marflötinn, gráðin ýfa fer Maröldu tóna úr magnara gef Marstjarnan litfögru blómin ber. Og loks er ný gáta eftir Guð- mund Arnfinnsson: Á fingrinum þú finnur hann. Fastan oft hann leysir. Fyrir þér málin flækja kann. Frelsi hann skorður reisir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Smári, horn, klukka eða mar? Í klípu KERFIÐ HANS ROBBA LÉT KYLFUNA RÁÐA KASTINU – EN HANN VISSI ALLTAF AÐ HANN GÆTI FENGIÐ MEIRA. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞESSI FÁVITI OPNAÐI ALLA GLUGGANA Í BÍLNUM ÞEGAR BÍLAÞVOTTURINN VAR BARA HÁLFNAÐUR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann syngur til þín yfir símann. VELKOMIN TIL „KATTAKVIKMYNDA- STÖÐVARINNAR“ KVIKMYND KVÖLDSINS ER: „DAGURINN SEM DÓSAOPNARINN DÓ“ HVERNIG VAR MYNDIN Í GÆRKVÖLDI? HÚN VAR ÞRIGGJA KLÚTA MYND ÞEGAR VÍKINGAR ERU Í ÚTLÖNDUM ÆTTU ÞEIR AÐ LIFA EFTIR ÞESSUM ORÐUM: „HVORUGT SKALTU VERA, SÁ SEM LÁNAR NÉ SÁ SEM FÆR LÁNAГ HANN GETUR HITT ÞIG NÚNA HVAÐ ÆTTI HANN ÞÁ AÐ VERA? SÁ SEM TEKUR Í viðtölum við fólk sem ræðir umhreyfinguna sem það stundar reglulega hefur Víkverji orðið þess áskynja að náttúran skipar veiga- mikinn sess. Sífellt fleiri stunda svo- kölluð náttúruhlaup þar sem hlaupið er um í náttúrunni og þess notið sem fyrir augu ber. Hreyfing er ekki bara hreyfing og fólk stundar hana hver með sínu nefi. Fólk leggur mis- mikla áherslu á vöðvauppbyggingu, þol o.fl. x x x Lúterskar mjaðmir okkar eru ansistífar, á meðan hvert smábarn sem fæðist hefur það í sér að dilla bossa og dúa. Hvíti maðurinn er sár- lega frosinn líkamlega sem sést til dæmis á því hve eróbik er spastísk og allt sem heitir íþróttasprikl mónótónískt. Svo fylgja þessu meiðsl og álag á líkamann.“ Þetta sagði Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir í viðtali við Smartland í vikunni. Vík- verja þykir þetta vera ummæli vik- unnar. x x x Þórunn ræðir meira um hreyfinguog dans í viðtalinu og segir að allir hafa í sér takt og tónlist sem Vesturlandabúar mættu leggja meiri rækt við í lífinu. Kannski hreyfum við okkur vélrænt og leggj- um ofuráherslu á að byggja upp vöðva, ná markmiðum t.d. að lyfta þyngra og hlaupa lengra kannski á kostnað liðleika, gleði og frelsis. x x x Víkverji heldur, eftir því sem hannles en ekki hreyfir sig að nátt- úruhlaup sé eitthvað fyrir hann. Þessi utanvegahlaup eru ólík götu- hlaupum sem margir stunda þar sem þrammað er um á hörðu malbiki og oftar en ekki er keppst við að ná tilteknum tíma og bæta hann. Það vita allir að endorfínið flæðir um lík- amann eftir gott hlaup. En að vera umlukinn fallegri náttúru frekar en að hamast á hlaupabretti inni í lík- amsræktarsal eða hlaupa umhverfis steinsteyptar byggingar hlýtur að hafa betri áhrif á sálina. x x x Kannski ætti víkverji að sameinaþetta tvennt, hlaup í náttúrunni og dans? víkverji@mbl.is Víkverji Kenn mér, Drottinn, veg laga þinna og ég mun fylgja honum allt til enda. (Sálmarnir 119:33) Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.