Morgunblaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2015 BÍLAR 7 Grjótháls 10 og Fiskislóð 30, Reykjavík Lyngás 8, Garðabæ Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ S: 561 4200 Hjólbarðaverkstæði Bílabúðar Benna, Tangarhöfða 8 S: 590 2045 FÁÐU AÐSTOÐ VIÐ VAL Á JEPPADEKKJUM HJÁ SÖLUAÐILUM OKKAR UM LAND ALLT RÉTTU JEPPADEKKIN KOMA ÞÉR ALLA LEIÐ! BMW tók forskot á sumarið síðastliðinn laugardag með sýningu á nýjum fólksbílum í sportlegum og sum- arlegum útgáfum. Á sýn- ingunni var m.a. til sýnis hið glæsilega flaggskip í flotanum, BMW 730d, sem kynntur var í fjórhjóladrif- inni xDrive útgáfu. Meðal annarra bíla frá BMW sem voru til sýnis var BMW 320d í veglegri Gran Turismo útgáfu. Bílana má sjá á meðfylgjandi mynd- um. jonagnar@mbl.is Stífbónað flaggskipið, BMW 730d, er að sönnu draumabíll margra og ekki að ósekju. Þessi tilkomumikli dreki vakti mikla athygli sýningargesta eins og við var að búast enda verulega laglegur lúxusbíll á alla kanta. BMW tekur for- skot á sumarið Bæverskir gæðingar gleðja augu gesta Það vefst lítt fyrir verkfræðingum Bayerische Motoren Werke að hanna bílvélar, eins og gestir BL fengu að sjá á sýningunni um helgina. BMW 318d er einkar rennilegur í Gran Turismo útfærslunni. Ekki er í kot vísað í BMW 318d; að innan er allt eins og best gerist. Síðastliðinn laugardag var Bíll ársins í Evrópu 2015, Volkswa- gen Passat, frumsýndur í hús- næði Heklu. Þetta er áttunda kynslóð Volkswagen Passat, sem hefur verið framleiddur óslitið síðan 1973 í alls um 22 milljónum eintaka. Þetta kemur fram í tilkynningu. Volkswagen Passat hefur síð- ustu mánuði sópað að sér verð- launum um allan heim og hefur hann meðal annars verið verð- launaður fyrir hönnun, útlit, ör- yggi. Nú síðast var hann, eins og áður sagði, kosinn Bíll ársins í Evrópu 2015. Þar vann hann yfirburðasigur með 340 stig en bíllinn í öðru sæti hlaut 248 stig. Ný viðmið í hönnun og nýj- asta tækni hafa gert Volkswagen kleift að hanna bíl sem er stærri en áður en samt 85 kílóum létt- ari og eyðir minna eldsneyti. Fjölskyldubíll í ferðalögin „Við hjá HEKLU erum afar spennt að geta kynnt nýjan Volkswagen Passat á Íslandi. Bíllinn er frábær í akstri, lítur sérstaklega vel út og alveg full- kominn fyrir fjölskyldufólk. Hægt er að fá hann fjórhjóladrif- inn og sem langbak sem er mik- ill kostur fyrir fólk sem vill geta ferðast um landið með allt sitt,“ segir Árni Þorsteinsson, sölu- stjóri Volkswagen. Nýr Passat er fáanlegur með 150 hestafla bensínvél og fjórum dísilvélum frá 120 til 240 hest- öfl. Hinn nýi Passat fæst með ýmiskonar aðstoðarkerfum eins og kerruaðstoð, 360 gráðu myndavél og stafrænu mæla- borði, segir ennfremur í tilkynn- ingu. jonagnar@mbl.is Bíll ársins í Evrópu frumsýndur Hekla sýnir VW Passat Morgunblaðið/Ómar Hekla frumsýndi bíl ársins, VW Passat, um helgina við góðar undirtektir sýningargesta. Á þessari mynd sjást rennilegar línur bílsins vel. Passat hefur hlotið mikið lof fyrir innanstokksútlitið, sem er laglegt. Smáauglýsingar Verslun Íslenskir trúlofunar- og giftingahringar 3.5mm 14k gullpar, 70.900 með áletrun. Einnig pör úr titanium, silfri og fl. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerðarþjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.