Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2015næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Fréttablaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 30
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Jóhanna Herdís Sævarsdóttir hélt til Katmandú í Nepal í byrjun árs til að starfa sem sjálfboðaliði á vegum Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS) á heimili fyrir munaðarlaus börn. Það hefur margt á daga hennar drifið síðan og hún meðal annars upp- lifað tvo stóra jarðskjálfta. Hún og börnin sluppu vel en sváfu þó undir berum himni fyrst eftir skjálftana af ótta við að heimilið hryndi. Jóhanna kom á heimilið í janúar og þá var ansi kalt. Hitinn fór niður fyrir frostmark á nótt- unni og hún var í ullarsokkum allan sólarhringinn, enda húsin á svæðinu óupphituð. Henni þótti sárt að horfa upp á börnin á heimilinu sem áttu ekki endi- lega heila sokka og hvað þá til skiptanna. „Eitt sinn þegar mamma mín, Katrín Kristjánsdóttir, hringdi og ég var að kvarta yfir kuld- anum datt okkur í hug að hún gæti fengið fólk í lið með sér til að prjóna sokka á börnin,“ segir Jóhanna Herdís en móðir hennar, sem býr á Borðeyri, er afar handlagin og alltaf með eitthvað á prjónunum. „Ég þekki margar duglegar konur sem tóku mér vel en prjóna þurfti yfir 40 pör svo allir á heimilinu, bæði starfs- menn og börn, gætu fengið sokka,“ segir Katrín. Hún segir verkefnið hafa reynst auðvelt og fljótunnið og að margir hafi lagt sitt af mörkum, bæði með því að leggja til efni og prjóna. „Þegar upp var staðið fóru 42 pör af sokkum til Nepal. Ég ótt- aðist helst að sokkarnir kæmust ekki til skila vegna skjálftanna þar sem ég vissi að pósthúsið var lokað fyrst á eftir. Þetta hafðist þó allt og sokkarnir komust á leiðarenda. Jóhanna Herdís sagði mér svo að börnin hefðu fengið að velja sokka eftir stærð og smekk og vakti það mikla lukku,“ segir Katrín sem er að vonum ánægð með að hafa getað glatt börnin.“ Hlutverk Jóhönnu Herdísar á heimilinu er hjálpa til við hin ýmsu störf og leika við börnin. Aðspurð segir hún að hún og börnin séu að verða búin að jafna sig eftir skjálftana en að fullorðna fólkið sé enn þá frekar hrætt. „Við finnum enn fyrir ein- hverjum eftirskjálftum en þeir eru mjög litlir.“ Dvölin ytra hefur eðli máls- ins samkvæmt haft mikil áhrif á Jóhönnu Herdísi og vill hún gera sem mest fyrir börnin. Þau hafa auk ullarsokkana fengið tvenn ný pör af venjulegum sokkum og svo gáfu hún og annar sjálfboða- liði á staðnum öllum nýja sand- ala og nærbuxur. Jóhanna Herdís heldur heim frá Nepal 31. maí og er væntan- leg til landsins 15. júní, reynsl- unni ríkari. ■ vera@365.is ÍSLENSKIR SOKKAR TIL BARNA Í NEPAL SAMTAKAMÁTTUR Jóhanna Herdís Sævarsdóttir starfar sem sjálfboðaliði á munaðarleysingjaheimili í Nepal. Nýlega sendi móðir hennar íslenska ullar- sokka til allra á heimilinu en hún naut aðstoðar margra góðra kvenna. LEGGUR SITT AF MÖRKUM Börnin áttu sum ekki heila sokka og hvað þá til skiptanna. Jóhanna hefur ásamt öðrum sjálfboðaliða líka keypt handa þeim sandala og nærbuxur. 42 PÖR Móðir Jóhönnu Herdísar, Katrín Kristjánsdóttir, hafði mestar áhyggjur af því að sokkarnir kæmust ekki til skila enda pósthúsið á staðnum lokað fyrst eftir skjálftana. Þeir komust þó allir á leiðarenda. ÁNÆGÐ MEÐ SENDINGUNA FRÁ BORÐEYRI Börnin búa í óupphituðum húsum og oft er kalt á nóttunni. Þau hafa nú öll fengið íslenska ullarsokka og fékk hvert um sig að velja par sem vakti mikla lukku. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin BelladonnaStærðir 38-58 Flott föt, fyrir flottar konur Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-16 VILLERVALA 10 ÁRA 20% afsláttur fram á laugardag Barnafataverslunin Róló Glæsibæ Sími 8948060 • www.rolo.is • Facebook Bolir á 1.990.- 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 1 -A 9 A C 1 7 6 1 -A 8 7 0 1 7 6 1 -A 7 3 4 1 7 6 1 -A 5 F 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 118. tölublað (21.05.2015)
https://timarit.is/issue/382493

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

118. tölublað (21.05.2015)

Aðgerðir: