Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2009, Page 3
Þriðjudagur 16. júní 2009 3Fréttir
Seðlabanki Evrópu innheimtir sem
nemur liðlega einum milljarði króna
í vexti af íslenska ríkinu í hverjum
mánuði vegna lánaskuldbindinga
sem Landsbankinn stofnaði til er-
lendis fyrir um einu ári. Vextirnir
eru teknir af gjaldeyrisforða lands-
manna og greiddir í evrum.
Hvaða veð samþykkja
útlendingar?
Þegar möguleikar íslenskra banka
til lántöku í erlendri mynt tóku að
versna jókst að sama skapi hætt-
an á lausafjárskorti í erlendri mynt.
Þetta átti eftir að reynast þeim afar
hættulegt þar sem bankastarfsemin
er mjög háð millibankalánum. Mat
á lánshæfi bankanna fór lækkandi
snemma árs í fyrra og gengi krón-
unnar varð óstöðugt.
Icesave-innlánin höfðu reynst
Landsbankanum drjúg við öflun
lánsfjár í erlendri mynt. Engu að
síður þurfti bankinn á gríðarlegum
upphæðum að halda fyrrihluta árs
í fyrra á sama tíma og aðgangur að
erlendu lánsfé var orðinn mjög tak-
markaður.
Á þessum tíma stofnaði Lands-
bankinn í Lúxemborg fjármálafyrir-
tækið Avens B.V. í Hollandi og fékk
heimild til þess að gefa út skulda-
bréf fyrir allt að 10 milljarða dollara,
eða sem svarar 1.270 milljörðum
íslenskra króna samkvæmt núver-
andi gengi.
Avens B.V. í Hollandi hóf seint í
maí í fyrra að gefa út skuldabréf fyr-
ir nærri einn milljarð evra eða sem
svaraði 100 milljörðum íslenskra
króna.
Spurningin var því hvaða hvaða
tryggingar Avens B.V. gat boðið
hugsanlegum kaupanda skuldabéf-
anna gegn því að lána Landsbank-
anum evrur .
Í útboðslýsingu Avens B.V. fyr-
ir ári kemur fram að 57 milljarðar
króna voru með tryggingum í íbúða-
bréfum Íbúðalánasjóðs. 28 milljarð-
ar til viðbótar voru skuldabréf sem
ríkið ábyrgist, það er ríkisskulda-
bréf. Samanlagt gat Landsbankinn
boðið hugsanlegum erlendum lán-
veitendum ríkisábyrgðir á 85 millj-
örðum króna. Afgangurinn, 15 millj-
arðar króna, var í bréfum sem gefin
voru út af Rabobanka í Hollandi.
Að snúa krónum í evrur
Úr varð að Seðlabanki Evrópu lán-
aði Avens B.V. eða Landsbankanum
100 milljarða króna um mitt síðasta
ár í evrum gegn áðurgreindum veð-
um. Við bankahrunið átti Seðla-
banki Evrópu skyndilega 85 millj-
arða króna kröfu á hendur íslenska
ríkinu í formi ríkistryggðra skulda-
bréfa.
Sú spurning hefur vaknað hvern-
ig Landsbankanum tókst að fjár-
magna kaup á ríkistryggðum verð-
bréfum fyrir 85 milljarða sem hann
gat síðan boðið sem tryggingu fyr-
ir stórfelldu láni í evrum frá Seðla-
banka Evrópu.
Heimildarmenn DV fullyrða að
umtalsverður hluti þessa fjár hafi í
raun og veru verið fenginn að láni
í Seðlabankanum með milligöngu
smærri fjármálafyrirtækja eins og
Verðbréfastofunnar og Sparisjóða-
bankans. Landsbankinn hafi gefið
út illa tryggð skuldabréf sem Seðla-
bankinn keypti í endurhverfum við-
skiptum við litlu fjármálafyrirtækin.
Krónur Seðlabankans hafi með öðr-
um orðum runnið til að fjármagna
Landsbankann. Þessi bréf eru nú
tapað fé fyrir Seðlabankann og ein
af ástæðum þess að ríkið hefur orð-
ið að forða honum frá gjaldþroti
með stórfelldum og íþyngjandi fjár-
útlátum af hálfu ríkissjóðs.
Meira en milljarður á mánuði
Landsbankinn fór með umrætt
lánsfé um íslenska markaðinn og
keypti ríkistryggð verðbréf fyrir tugi
milljarða króna sem síðar voru lögð
fram sem trygging gegn 100 millj-
arða króna evruláni frá Seðlabanka
Evrópu um mitt ár í fyrra.
Seðlabankinn evrópski held-
ur bréfunum enn og hefur af þeim
vaxtatekjur. Samkvæmt frétt Morg-
unblaðsins 23. apríl síðastliðinn
fær Seðlabanki Evrópu 6,6 milljarða
króna vaxtatekjur fyrstu sex mánuði
þessa árs eða sem nemur 1,1 millj-
arði króna á mánuði og tekur þess-
ar tekjur sínar út af gjaldeyrisforða
landsmanna. Fullyrt er að Seðla-
banki Evrópu bíði átekta með að
innheimta aðra eins upphæð í evr-
um frá síðasta ári.
Á það er bent að í gjaldeyr-
isvandræðum sínum í fyrra hafi
Landsbankinn fjármagnað stórfelld
kaup á ríkistryggðum verðbréfum
innanlands til þess bókstaflega að
geta veðsett þau fyrir evrur.
Þar sem verðbréfin eru ríkis-
tryggð og nú í höndum Seðlabanka
Evrópu er ljóst að skuldbindingin,
sem upphaflega var Landsbankans,
er verulega íþyngjandi fyrir krón-
una og þjóð sem býr við gjaldeyr-
ishöft. Þannig má ætla að viðskipti
Landsbankans fyrir ári stuðli að
háum vöxtum og lágu gengi krón-
unnar nú.
Landsbankinn tók í fyrra evrulán hjá Seðlabanka Evrópu fyrir
um 100 milljarða króna gegn veði í ríkistryggðum skuldabréfum
sem hann hafði sankað að sér. Í hverjum mánuði tekur Seðlabanki
Evrópu sem svarar 1,1 milljarði króna í vexti sem renna úr landi í
formi gjaldeyris. Landsbankinn stofnaði fyrirtæki í Hollandi til að
annast lántökuna sem nú á þátt í að halda niðri gengi krónunnar.
Íþyngjandi evrulán
landsbankans
Þannig má ætla að viðskipti Landsbankans
fyrir ári stuðli að háum vöxtum og lágu gengi
krónunnar nú.
JóHAnn HAuksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Landsbankinn dótturfyrirtæki
Landsbankans í Lúxemborg stofnaði
félagið avens B.V. í Hollandi til að
annast 100 milljarða króna lántöku.
Björgólfur Guðmundsson og
sigurjón Þ. Árnason Ýmsar
leiðir voru notaðar til þess að útvega
gjaldeyrislán þegar lánsfjárskortur
tók að herða að íslensku bönkunum.
viÐ bOrguM ekki
Þannig er nú veruleikinn, því miður.
Könnunin endurspeglar því óánægju
þjóðarinnar með hvernig málið er
vaxið,“ segir hann. Segist hann ekki
þekkja einn einasta Íslending sem sé
ánægður með Icesave-málið.
Mikið í húfi
Samkomulag íslenskra stjórnvalda við
stjórnvöld í Hollandi og Bretlandi fel-
ur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast
greiðslu á láni að andvirði 660 millj-
arða króna til að greiða innistæður
upp að tæpum 21 þúsund evrum hjá
þeim sem áttu reikning hjá Icesave. Á
móti kemur að eignir Landsbankans
verða notaðar til að greiða upp lánið.
Óvíst er hversu miklu það skilar en op-
inberar áætlanir gera ráð fyrir að það
skili 75 til 95 prósentum af heildar-
upphæðinni.
Bretar og Hollendingar veita lán til
að greiða upp innistæðurnar og verður
ekki greitt af því fyrstu sjö árin. Það lán
er með 5,5 prósenta vöxtum. Það jafn-
gildir því að vextir af láninu fyrsta árið
nemi rúmum 36 milljörðum króna.
Deilt um ábyrgð
Hart hefur verið deilt um hvort Ís-
lendingum beri samkvæmt lögum
að ábyrgjast greiðslur vegna Icesave-
reikninganna. Þeir voru stofnaðir í
útibúum Landsbankans í Bretlandi
og Hollandi og falla samkvæmt því
undir innistæðutryggingakerfið á Ís-
landi. Samkvæmt því á íslenski inni-
stæðutryggingasjóðurinn að ábyrgjast
innistæður upp að tæpum 21 þúsund
evrum. Hins vegar hafa nokkrir laga-
spekingar bent á að innistæðutrygg-
ingakerfið, sem byggir á EES-samn-
ingnum, sé gallað og að það eigi ekki
við í kerfishruni. Aðrar þjóðir tóku ekki
undir þessa lagatúlkun í samningum.
Icesave kveikti áhugann
Sigmundur Davíð segist sammála því
mati að innistæðutryggingakerfið sé
gallað. „Ég hef haldið því fram mjög
lengi. Hélt því reyndar fram áður en ég
fór að blanda mér í stjórnmál. Það má
segja að þetta mál hafi orðið til þess að
ég fór að skipta mér af stjórnmálum,“
segir hann.
Að hans mati hafa rökin gegn því
að innistæðutryggingakerfið sé gallað
aldrei heyrst. „Þessum lagalegu rök-
um hefur aldrei verið hafnað. Því er oft
haldið fram að við séum ekki í aðstöðu
til annars. Þá eru nefndir einhverjir
óljósir hlutir eins og þeir að við verð-
um svo óvinsæl og munum einangrast
ef við samþykkjum þetta ekki,“ segir
Sigmundur Davíð. Hann bendir hins
vegar á að það séu fyrst og fremst þau
ríki sem verða of skuldsett sem ein-
angrist og geti ekki tekið virkan þátt í
alþjóðaviðskiptum.
Engir aðrir kostir
„Þessi umræða var tekin. Það er
skemmst frá því að segja að það sjón-
armið okkar fékk engan stuðning neins
staðar. Síðan runnu út þeir frestir og
lokuðust þær dyr sem hefðu mögu-
lega verið opnar til að fá einhvern rétt-
arfarslegan farveg fyrir þetta mál,“ seg-
ir Steingrímur J. Sigfússon. Þannig hafi
málið því miður verið statt.
„Ég held að það sé mat flestra sem
hafa sett sig inn í málavexti að við urð-
um að klára þetta á sem skástan hátt
sem í boði var,“ bætir hann við.
Víðtæk andstaða
Það er ekki nóg með að það sé mikil
andstaða við samkomulagið heldur er
hana að finna í öllum hópum. Þannig
er meirihluti í öllum aldurs-, mennta-
og tekjuflokkum á því að Íslendingar
þurfi ekki að ábyrgjast innistæðurnar
og sömu sögu er að segja hvernig sem
búsetu og starfi fólks er háttað. Það er
helst að samkomulagið eigi sér mál-
svara í hópi þeirra elstu, 30,4 prósent
þeirra eru frekar eða mjög sammála,
og þeirra sem hafa mestu menntun-
ina, 31,8 prósent.
könnunin
MMR kannaði afstöðu til málsins í net-
könnun fyrir DV dagana 9. til 13. júní.
Úrtakið var 18 til 67 ára Íslendingar,
valdir handahófskennt úr hópi álits-
gjafa MMR. Alls svöruðu 849 spurn-
ingunum. Spurt var: Hversu sammála
ertu eftirfarandi fullyrðingu: Íslend-
ingar verða að ábyrgjast innistæður
vegna Icesave-reikninga í útlöndum?
Dýrkeypt útrás reikningarnir sem
áttu að bjarga Landsbankanum falla á
íslenskan almenning að einhverju leyti.
Enginn ánægður Steingrímur j.
Sigfússon fjármálaráðherra segist
ekki þekkja neinn íslending sem sé
ánægður með málefni icesave.
MynD sIGtryGGur ArI JóHAnnsson