Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2009, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 16. júní 200912 Fréttir
Þjófóttur refur
Búið er að afhjúpa afkasta-
mikinn skóþjóf í þýska bæn-
um Föhren. Um var að ræða ref
sem hafði stolið meira en eitt
hundrað skóm, en skógarstarfs-
maður einn rakst á skóna nálægt
refagreni og fann í grenismunn-
anum skó sem hafði verið stolið
kvöldið áður.
„Þarna voru kvenskór og
íþróttaskór og allt þar á milli,“
sagði talsmaður lögreglunnar
og bætti við að líkast til hefðu
skórnir verið ætlaðir sem leik-
föng fyrir yrðlingana. Ekki var
gert ráð fyrir að rebba yrði refsað
fyrir þjófnaðinn á skónum.
Rottulaus
Rottueyja
Rottueyja, sem tilheyrir Alaska,
er loks orðin rottulaus, 229 árum
eftir að rottur námu þar land
í kjölfar þess að japanskt skip
sökk undan ströndum hennar.
Þess var ekki langt að bíða að
fuglalíf eyjunnar biði mikinn
skaða af völdum rottanna.
Síðastliðið haust var eitri varpað
yfir eyjuna úr þyrlum í eina og
hálfa viku og nú er ekki að sjá
nein merki um lifandi rottur á
eyjunni.
Rottur réðu ríkjum á eyjunni
frá 1780 eftir að þær yfirgáfu
sökkvandi japanskt skip og fóru
engir fuglar eyjunnar varhluta
af landnámi rottanna nema
stærstu fuglarnir, en fuglar hafa
nú snúið aftur til eyjunnar.
Gulróta-
„sprengjur“
Listaverk sænska listamanns-
ins Conny Bloom olli ótta þegar
fólk hélt að gulróta-„sprengja“
hans væri alvöru sprengja.
Listaverkið, Bunny Project
eða Kanínu-verkefnið, var
sett upp á fimmtán stöðum í
grennd við borgina Orebro, og
hafði listamaðurinn límt saman
gulrætur með svörtu límbandi
og sett bláa og rauða víra og
klukku á gulrótapakkana.
Eftir að lögregla hafði fengið
fjölda símtala frá áhyggjufullu
fólki neyddist Bloom til að fjar-
lægja listaverkin.
Palestínumenn telja að Binyamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hafi sett þeim
afarkosti í ræðu. Að þeirra mati útiloka skilyrðin að stofnað verði sjálfstætt ríki Pal-
estínu. Þrátt fyrir að verulega skilji á milli hugmynda Netanyahus og Baracks Obama
fagnaði Obama ræðunni sem „mikilvægu skrefi“.
NetaNyahu setuR
afaRkosti
Sú leið sem Barack Obama Banda-
ríkjaforseti vill fara til að koma á friði
í Miðausturlöndum hefur farið fyrir
brjóstið á ísraelskum harðlínumönn-
um. Andstæðingar stefnu Obama
hafa ýtt úr vör með herferð undir sla-
gorðinu „Nei, þú getur það ekki“ og
skírskota með því til slagorðsins sem
kom Obama í Hvíta húsið, „Já, við
getum“.
Binyamin Netanyahu, forsæt-
isráðherra Ísraels, samþykkti með
semingi í fyrrakvöld takmarkað pal-
estínskt ríki, sem yrði án hers og án
yfirráða yfir loftrými og landamær-
um sínum.
Framhald landnemabyggða
Netanyahu ákvað einnig að skella
skollaeyrum við tilmælum stjórn-
valda í Washington um framtíð Jer-
úsalem og landnemabyggðanna.
Hann sagði að ekki kæmi til greina að
hlutverk Jerúsalem sem höfuðborgar
Ísraels yrði breytingum háð auk þess
sem landnámi Ísraela á Vesturbakk-
anum yrði fram haldið.
Í ræðu sinni, þar sem oftar en ekki
var talað um Palestínu sem einingu
frekar en raunverulegt ríki, reyndi
Netanyahu að vinna efnahagsstefnu
sinni fylgi. Stefnan felur í sér að Pal-
estínumenn myndu njóta aukinna
fjárfestinga, en takmarkaðs sjálf-
stæðis.
Friðarviðræður háðar skilyrðum
Netanyahu sagði að skilyrði fyrir því
að friðarviðræður hæfust að nýju
væru viðurkenning hófsamra palest-
ínskra yfirvalda á Vesturbakkanum á
Ísrael sem heimalandi gyðinga og að
berjast gegn harðlínuöflum Hamas-
samtakanna sem nú hafa töglin og
hagldirnar á Gaza-svæðinu.
„Ef við fáum tryggingu fyrir því að
hervæðing verði lögð af og ef palest-
ínska þjóðin viðurkennir Íraelsríki
gyðinga, þá komumst við að lausn
byggðri á herlausu ríki Palestínu við
hlið Ísraels,“ sagði Netanyahu í ræðu
sinni.
Nærvera Ísraelshers nauðsyn
Netanyahu sagði að „virk örygg-
isgæsla“ yrði að vera til staðar,
án þess að útskýra nánar hvernig
henni yrði háttað, en yfirmenn ís-
raelska hersins hafa löngum hald-
ið því fram að án nærveru hersins
myndi Vesturbakkinn, sem nú er
undir stjórn Fatah-samtakanna,
fljótt falla í hendur Hamas-sam-
takanna, sem njóta stuðnings frá
Íran og náðu Gaza á sitt vald fyrir
tveimur árum í kjölfar harðra bar-
daga.
Netanyahu fór ekki í grafgötur
með þá skoðun sína að þess yrði
skammt að bíða að flugskeyti Ham-
as-samtakanna frá Gaza myndu
lenda í Tel Aviv og á flugvellin-
um þar ef íslamskir harðlínumenn
næðu Vesturbakkanum á sitt vald.
„Fjöldi mikilsmetinna einstakl-
inga hefur tjáð okkur að lykillinn
að friði milli okkar og Palestínu-
manna felist í brotthvarfi okkar. En
staðreyndin er sú að í hvert skipti
sem við höfum dregið okkur til
baka hafa flugskeyta- og sjálfsvígs-
árásir fylgt í kjölfarið,“ sagði Net-
anyahu.
Neikvæð viðbrögð
Fyrstu viðbrögð Palestínumanna við
ræðu Netanyahus hafa verið nei-
kvæð og sagði palestínski þingmað-
urinn Mustafa Barghouti að Netan-
yahu mæltist til stofnunar gettóríkis.
„Hann færir sönnur fyrir því að í Ís-
rael er ekki að finna talsmann friðar,“
sagði Barghouti.
Aðalsamningamaður Palestínu,
Saeb Erakat, tók í sama streng og
sagði að „... Netanyahu skildi ekkert
eftir til að semja um því hann hefði
kerfisbundið fjarlægt öll helstu mál-
efnin af borðinu.
Hann tilkynnti um röð skilyrða og
takmarkana sem útiloka lífvænlegt,
sjálfstætt og fullvalda Palestínskt
ríki,“ sagði Erakat og bætti við að í
ræðu sinni hefði Netanyahu kastað
fyrir róða nánast öllum viðmiðum
sem krafist væri af Ísrael samkvæmt
alþjóðalögum og fyrirliggjandi sam-
komulagi, þar á meðal „Vegvísi til
friðar“-samkomulaginu frá 2003.
Obama fagnaði ræðunni
Þrátt fyrir að ræða Netanyahus hafi
gengið verulega á skjön við tilmæli
Baracks Obama, og þá sérstaklega
hvað varðar landnám Ísraela, fagn-
aði Obama ræðunni. Obama sagði
ræðuna vera „mikilvægt skref fram á
við“ enda hafði Netanyahu ekki stutt
tveggja ríkja lausn fyrir sunnudaginn.
Obama ítrekaði skuldbindingu sína
gagnvart lausn sem fæli í sér tvö ríki,
sem tryggði öryggi Ísraels og fæli í sér
„lífvænlegt ríki“ Palestínumanna.
Barack Obama endurtók ákall
sitt um að Ísrael og Palestína upp-
fylltu skuldbindingar þær sem kveð-
ið er á um í samkomulaginu „Vegvís-
ir til friðar“ frá 2003, þar á meðal að
stækkun landnemasvæðanna á Vest-
urbakkanum af hálfu Ísraelsmanna
yrði stöðvuð.
Barack Obama sagði að tengsl
Bandaríkjanna og Ísraels væru
„órjúfanleg“, en að Palestínumenn
hefðu þurft að þjást mikið í leit sinni
að heimalandi. Netanyahu sagði í
sunnudagsræðu sinni að báðir aðilar
hefðu þjáðst vegna átakanna á svæð-
inu, en að rætur átakanna mætti
rekja til araba sem neituðu að viður-
kenna tilverurétt Ísraelsríkis.
„En staðreyndin er sú að í hvert skipti
sem við höfum dregið okkur til baka
hafa flugskeyta- og sjálfsvígsárásir
fylgt í kjölfarið,“ sagði Netanyahu.
KOlBeiNN þOrsteiNssON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Flóttamenn í Sómalíu fá ekki matvæli frá Sameinuðu þjóðunum:
Seld á mörkuðum Mógadisjú
Ein umfangsmesta neyðaraðstoð
Sameinuðu þjóðanna sætir nú rann-
sókn eftir að í ljós kom að þúsundum
matvælasekkja sem tilheyrðu mat-
vælaaðstoð í Sómalíu var beint frá
sveltandi flóttamönnum og ganga
kaupum og sölum í Mógadisjú, höf-
uðborg landsins.
Yfirmaður matvælaaðstoðar Sam-
einuðu þjóðanna í Sómalíu fyrirskip-
aði rannsókn eftir að hafa verið sýnd
upptaka af sölu tonna matvæla, sem
merkt eru matvælaaðstoð stofnunar-
innar, í Mógadisjú.
Sekkir með maís og hveiti og dós-
ir með matarolíu, sem allt ber stimp-
ilinn „ekki til endursölu“ auk þess
að vera merkt Sameinuðu þjóðun-
um eru seld úr tíu vöruskemmum og
fimmtán verslunum á aðalmarkaði
borgarinnar.
Um 45.000 tonn af matvælum
sem tilheyra matvælaaðstoð Samein-
uðu þjóðanna eru send mánaðarlega
til Sómalíu frá Kenía og í viðtali við
fréttastofu Channel 4 sögðu verslun-
armenn í Mógadisjú að þeir keyptu
birgðir sínar beint frá starfsfólki
Sameinuðu þjóðanna: „Við kaupum
beint frá starfsfólki matvælaaðstoðar
Sameinuði þjóðanna, eða frá fólki á
þeirra snærum.
Farið er með okkur í vöruskemm-
ur sem matvælaaðstoðin notar og
við lestum vörubílana okkar. Eng-
inn skortur er á vörum og þú getur
keypt eins mikið og þig lystir, en alla
jafna kaupum við ekki meira en 500
– 1.000 sekki í hvert skipti. Hægt er að
versla með tonn eða hálft daglega án
mikillar athygli.“
Yfir ein milljón manns hefur ver-
ið hrakin frá heimilum sínum vegna
átaka, þar á meðal 117.000 manns
sem talið er að hafi flúið Mógadisjú
síðastliðinn mánuð. Því er ljóst að
mikil þörf er fyrir matvælin sem nú
ganga kaupum og sölum í landinu.
Binyamin Netanyahu
ræða forsætisráðherra
ísraels vakti upp neikvæð
viðbrögð á meðal
Palestínumanna.
Harðlínumenn
mótmæla Hugmyndir
Baracks Obama hafa
fallið í grýttan jarðveg
hjá ísraelum.
Flóttafólk í úthverfi
Mógadisjú Óprúttið fólk
verslar með matvælaaðstoð
Sameinuðu þjóðanna.