Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2009, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2009, Qupperneq 14
Sautjándi júní hefur frá því Svarthöfði man eftir sér verið skemmtilegasti dagur ársins. Svarthöfði á ljúfar æsku- minningar frá þessum mikla gleði- degi þar sem viljasterk og veðurbar- in þjóð fagnaði því að hafa náð að hjara á illbyggilegri eyju lengst norð- ur í ballarhafi. Og það sem var mest um vert, að á þessari hrjóstugu eyju gátu Íslendingar um frjálst höfuð strokið. Við réðum okkur sjálf, átt- um okkar fisk, töluðum okkar forna, kjarnyrta og fagra mál og síðast en ekki síst áttum við krónuna okkar. Okkar eigin sjálfstæða gjaldmið- il sem við gengisfelldum, hjuggum tvö núll aftan af ef okkur sýndist svo og björguðum með handafli þegar í harðbakkann sló. Svarthöfði hefur því alla sína ævi getað verið stoltur af því að vera Íslendingur. Afkomandi skálda og víkinga. Hann hékk áhyggjulaus í pilsfaldi Fjallkonunnar, öruggur í skjóli fjórflokksins. Ó, hve Svarthöfði hefur getað minnst löngu horfinna rigningardaga í júní þegar hann arkaði á eftir Lúðrasveit verka- lýðsins með rellu í annarri og íslenska fánann í hinni. „Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir. Íslensk er tunga þín skír eins og gull. Íslensk sú lind sem um æðar þér streymir. Íslensk er vonin af bjartsýni full.“ Hæhó og jibbíjei og svo framvegis. Það var svo æðislegt að vera Íslendingur fyrir 6. október 2008. Svarthöfði og Svarthöfða hafa haldið í hefðirnar frá því í æsku og hafa innrætt börnum sínum sömu þjóðernisástina og þeim var í blóð borin. Fjölskyldan hefur því jafnan dubbað sig upp að morgni 17. júní og mætt í fremstu víglínu á Austurvöll og viknað þegar lagður er blómsveigur að styttu Jóns Sigurðs- sonar sem var sómi Íslands, sverð þess og skjöldur. Svarthöfði kaupir svo alltaf íslenskan fána á línuna og síðan er arkað í skrúðgönguna, hæhóað og jibbíjeiað. Eftir labbið fengu sér allir SS-pylsur af því að þannig kjötmeti borða sjálfstæðir og frjálsir Íslend- ingar. Þetta er ekki svona lengur og Svarthöfði finnur ekki fyrir vott af tilhlökkun þótt 17. júní sé rétt handan við hornið. Svarthöfða langar bara ekkert til að fagna á miðvikudaginn enda hefur hann ekkert tilefni til þess. Hann er ekki lengur stoltur, sjálfstæður Ís- lendingur heldur ómagi í margfaldri ánauð. Nú er hún Snorrabúð stekkur og Svarthöfði skammast sín við þá tilhugsun að enn fyrirfinnist hræður á þessu landi sem ætli að gera sér glað- an dag þann sautjánda júní. Svarthöfði spyr sig einfald-lega hvort við höfum yfirleitt efni á því að halda daginn hátíðlegan? Fékk Hanna Birna leyfi frá landstjóra Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins til þess að setja upp söngpall, hljóðkerfi og kaupa krafta íslenskra tónlistarmanna? Og hefur Steingrímur J. Sigfússon leyfi til þess að kvitta upp á reikning fyrir blómum á leiði frelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar? Þótt Svarthöfði sé ekki enn bú-inn að kaupa flugfar til Noregs aðra leiðina fær hann sig ekki til að taka þátt í þessum merk- ingarlausa skrípaleik sem þjóðhátíð- ardagur Íslendinga er orðinn. Hann mun því ekki fella tár á Austurvelli á morgun en honum kæmi ekki á óvart þótt stytta Jóns Sigurðssonar muni gráta þegar eilífðar smáblóm sem eru dæmd til að tilbiðja AGS, visna og deyja, verða lögð að fótskör kappans nú þegar við blasir að öll hans barátta er unnin fyrir gýg. Fjallkonan gengur í tötrum með betlistaf og Austurvöllur er orðinn að vígvelli óeiningar sundraðrar og niðurlægðrar þjóðar. Forsetinn er ekki einu sinni lengur sameiningartákn og allt verður ógæfu Íslands að vopni og sjálfstæð- ið er ekki meira en svo að fjöldinn streymir nú á náðir gömlu nýlendu- herranna í Noregi. Niðurlægingin er fullkomnuð og það er ekkert eftir nema játa sig sigraðan, axla Icesave- klyfjarnar og skríða eins og barinn hundur í ESB. Íslenska lindin er þorn- uð upp, íslenska vonin engin og bjart- sýnin horfin. Vér ættum því að mótmæla öll! Með því að sitja heima á 17. júní. Þriðjudagur 16. júní 200914 Umræða EkkErt hæhó og jibbí svarthöfði spurningin „Þetta er í besta falli ósanngjarnt óréttlæti,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Sigmundur spurði að því á alþingi í gær hvort hægt væri að snúa við ákvörðun stjórnar Kaupþings um að fella niður ábyrgðir stjórnenda bankans fyrir milljarðalánum sem þeir fengu til að kaupa hlutabréf í bankanum. gylfi Magnússon viðskiptaráðherra svaraði því til að líklega væri ekki hægt að snúa ákvörðuninni við. Líklegt þykir þó að stjórnendurnir þurfi að greiða skatt af lánunum. Er þEtta vont rétt- læti, Sigmundur? sandkorn n Fréttir af sérstakri lánafyr- irgreiðslu Landsbankans til Sigurjóns Árnasonar, fyrr- verandi bankastjóra Lands- bankans, hafa án efa stað- fest þá trú margra að í landinu búi tvær þjóðir, ekki bara fyrir hrun heldur líka núna þegar afleiðingar hrunsins blasa við. Enda fór það svo að margir hneyksluðust þegar fréttist af þessari fyrirgreiðslu, sem fulltrúar Landsbankans segja reyndar að sé einsdæmi hjá bankanum. Líklegt má þó telja að tortryggni lands- manna í garð bankanna og forkólfa atvinnulífsins hafi ekki minnkað við þessi tíð- indi. n Það vekur athygli í yfirlýs- ingu Landsbankans um lána- mál Sigurjóns Árnasonar að þar segir að upp um lánafyrir- greiðsluna hafi komist í reglulegri úttekt innra eftirlits bankans. Ýmsir hafa orðið til að draga þetta í efa og geta sér þess til að innan bankans hafi Elín Sigfúsdóttir banka- stjóri og hennar fólk ekkert vitað um lánið fyrr en það kom til umræðu í bloggheim- um og síðar á vefjum fjöl- miðlanna. Ekkert skal stað- hæft um réttmæti þess hérna en það kann að gefa þessum sögum byr undir báða vængi að í yfirlýsingu bankans segir að málinu verði vísað til Fjár- málaeftirlitsins, ekki að því hafi þegar verið vísað þangað. n Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon fengu bandamenn í sinn hóp þegar norrænir forsætisráð- herrar sögðu að þeir hefðu ekki viljað skrifa upp á lána- fyrirgreiðslu til Íslands fyrr en eftir að gengið væri frá sam- komulagi um Icesave. Fá mál hafa vakið upp meiri deilur en Icesave-samkomulagið og ljóst að tugþúsundir Íslend- inga vilja mikið til þess vinna að Alþingi staðfesti sam- komulagið ekki. Hins vegar er spurning hvort orð norrænu forsætisráðherranna séu stað- festing á þeirri einangrun sem fylgjendur Icesave-samkomu- lagsins hafa sagt að blasti við Íslandi ef ekki yrði samið um ábyrgðir á reikningunum. LyngháLS 5, 110 reyKjavíK Útgáfufélag: útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.iS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Efnahagur má ekki stjórna því hvort fólk hafi tækifæri til þess að feta menntaveginn.“ n Segir í yfirlýsingu frá Ungum jafnaðarmönn- um sem skora á menntamálaráðherra að taka á málunum. Ungir jafnaðarmenn segja það ómögu- legt að lifa af núverandi lánum. - visir.is „Hún er valin- kunnur kennari við Yale, þeir eru ómerkir kerfis- karlar.“ n Jónas Kristjánsson sem segir Pál Hreinsson og Tryggva Gunnarsson hafa hlaupið upp til handa og fóta til að þóknast Jónasi Fr. Jónssyni eftir að hann kvartaði undan ummælum Sigríðar Benediktsdóttur. - DV.is „Nú eigum við skemmtilegasta leik ársins eftir.“ n Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um leikinn gegn Makedóníumönnum á þjóðhátíðardaginn. - Morgunblaðið „Ég hélt að ég ætti að vita allt um Sigur Rós.“ n Gylfi Ægisson eftir hraðaspurningar í Popppunkti um helgina þegar Áhöfnin á Halastjörnunni keppti gegn Sigur Rós. Þeir síðarnefndu sigruðu örugglega. - RÚV „Þrátt fyrir að þetta sé kalt land í norðri er fólkið hér svo hjartahlýtt.“ n Einhenti afrókennarinn Laily Camara sem kennir dans í Kramhúsinu. - Fréttablaðið Í leit að ábyrgð Leiðari Íslenska efnahagsundrinu var nýlega lýst sem mesta svikamáli frá Seinni heimsstyrjöld. Svo vill til að fyrir þremur mánuðum notaði nýr banka- stjóri Landsbankans þessa tvo atburði í lík- ingu sinni, samkvæmt Fréttablaðinu, þeg- ar hann líkti starfsmönnum bankans við starfsfólk í Auschwitch. Nasistalíkingar eru óformlega bannað- ar í umræðunni, þar sem svo öfgakenndur stimpill útilokar gjarnan upplýsta niður- stöðu. Tilfelli nasista er hins vegar það lær- dómsríkasta í sögunni þegar kemur að sið- rofi hjá einstaklingum innan sjúkra kerfa. Það sýnir okkur hvernig aðstæður þurfa að vera til þess að siðferði molni niður hjá venjulegu fólki. Með fullri virðingu fyrir sjálfstæðri hugsun var fólk markvisst skil- yrt til illra verka í Þýskalandi nasismans, með áróðri, blekkingum, hlunnindum og refsingu á þeim sem tóku ekki þátt. Marg- ir voru firrtir og náðu að fjarlægja ábyrgð- ina úr huga sér. Frægasta tilfellið er Adolf Eichmann, „arkitekt helfararinnar“. Hann taldi sig saklausan þar sem hann sat á skrif- stofu sinni og skipulagði sem hagkvæmasta flutninga gyðinga í útrýmingarbúðir, líkt og hann væri að senda vörur í verslanir fyrir Walmart. Það hefði hann mögulega gert á öðrum stað og öðrum tíma. Leitin að ábyrgð hlýtur að leiða okkur til stjórnenda bankanna. Þeir voru síður en svo nokkuð í líkingu við nasista. Þeir voru í mesta lagi gráðugir, sjálfselskir, vanhæfir og skeytingarlausir gagnvart velferð þjóð- arinnar. Að horfa á eiginleika þeirra sem skýringu er hins vegar algerlega gagns- laust. Þeir eru algengir og ekki nægilegir til að framkalla efnahagshrun. Stjórnendur bankanna öðluðust gríðar- leg völd, með því að stunda áhættufjárfest- ingar á tímum offramboðs lána og hækk- andi eignaverðs. Þeir voru gæddir hæfilegu siðleysi til að blekkja þjóðina og leggja hana að veði. Yfirvöld hylmdu yfir hættumerki og hvöttu bankana áfram, álíka gagnrýnislaus og klappstýrur á úrslitaleik. Að leggja alla ábyrgðina á bankana væri álíka upplýst og að kenna SS-sveitum nas- ista einum um helförina. En hér var enginn Führer, enda var landið ekki einræðisríki. Ábyrgðin var á herðum stjórnvalda sem sköpuðu aðstæðurnar og hjá stjórnendum bankanna sem nýttu sér þær. Við sjáum hins vegar nú hvað gerist ef aðstæðunum er breytt. Sigurjón Árnason, fyrrverandi Lands- bankastjóri, tók siðferðislega vafasamt kúlulán í gegnum bankann skömmu eft- ir hrunið síðasta haust. Ekkert virtist hafa breyst frá aðdraganda hrunsins. Hins vegar er það til marks um batann að einhver hafði siðferði til að koma sönnunargögnum á framfæri við almenning, að almenningur er mótfallinn þessu og að bankinn varð að bregðast við. Þetta þrennt verður að gerast til að mynda móteitur við spillingu, en þetta brást allt í aðdraganda hrunsins. Aðstæður til spillingar breytast, þótt mennirnir séu eins. jón trauSti rEyniSSon ritStjóri Skrifar. Aðstæður til spillingar breytast, þótt mennirnir séu eins. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.