Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2009, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2009, Page 8
8 miðvikudagur 7. október 2009 fréttir 10 til 11 þúsund milljarðar töpuðust í bankahruninu fyrir ári. Skuldir íslenska ríkisins aukast um 1.400 milljarða á einu ári, þar af neyddist ríkið til að verja 300 milljörðum króna til að verjast gjaldþroti Seðlabanka Íslands. Miðað við að sæmilegt verð fáist fyrir eignasafn Landsbankans verður kostnaður þjóðar- innar af Icesave minni en af gjaldþroti Seðlabankans. Skuldir ríkisins vaxa úr um 300 milljörðum króna árið 2007 í um 1.700 milljarða króna á næsta ári. Aukningin nemur því sem næst landsframleiðslunni í heilt ár sem er um 1.500 milljarðar króna. Aukningin, sem endurspegl- ar bankahrunið og áfallið samfara því, skiptist þannig að 350 milljarð- ar eru vegna halla ríkissjóðs. Við- líka há upphæð eða um 350 millj- arðar króna eru lán frá vinaþjóðum sem ætlað er að styrkja gjaldeyris- forðann. 300 milljarðar króna eru skuld vegna endurfjármögnunar bank- anna. Enn aðrir 150 milljarðar króna hafa lagst á ríkið vegna geng- ishruns krónunnar með samsvar- andi hækkun erlendra lána. Loks voru um 300 milljarð- ar lagðir í Seðlabanka Íslands til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot hans. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á mánudaginn að skuld rík- isins vegna afskrifaðra lána Seðla- bankas jafngiltu þreföldum niður- skurði fjárlagahallans milli áranna 2009 og 2010. „Vegna þessara vaxandi skulda er vaxtakostnaður ríkisins orðinn næststærsti liður fjárlaga á eftir úgjöldum til félags- og trygginga- mála, um 100 milljarðar króna. Þessi vaxtabyrði ríkisins mun að lokum verða stærsti útgjaldalið- ur fjárlaga ef ekkert er gert... Ef við rekum ríkissjóð með 200 milljarða króna árlegum halla á næstu árum, eins og við höfum gert um tveggja ára skeið mun gífurleg vaxtabyrði draga allan þrótt úr velferðarkerf- inu. Við munum ekki hafa neina fjármuni til þess að byggja það þjóðfélag sem við viljum búa í.“ Deilt um þátt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Jóhanna gagnrýndi andstæðinga Icesave og aðildar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins vegna efnahags- áætlunarinnar og endurreisnar- innar. „Þessi bráðavandi hefur ekkert með Icesave að gera og ekk- ert með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að gera. Þeir sem því halda fram eru að blekkja fólk. Það er sama hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er eða fer, sama hvort við borgum Icesave eða ekki. Við verðum að draga mjög hratt úr hallarekstri og skuldasöfnun.“ Andstöðuarmurinn í VG er þessu ekki sammála eins og heyra mátti í máli Lilju Mósesdóttur á Al- þingi í gær. Hún kvaðst upphaflega ekki hafa verið á móti aðkomu AGS að uppbyggingunni vegna þess að á þeim bæ kynnu menn til verka við að semja um skuldir. En nú væri þeim rökum ekki lengur til að dreifa. Þar hefði sjóðurinn brugð- ist. „AGS hefur hert tökin á okkur, við þurfum lækkun vaxta, afnám gjaldeyrishaftanna og hægari nið- urskurð ríkisútgjalda.“ Lilja segir að efnahagsáætlunin eigi að vera sveigjanleg eftir að atvinnulífið hafi þurft að búa við vaxtastig sem er 10 prósentustigum hærra en annar staðar. Gríðarlegt tap erlendis Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að fjármagnseigendur hafi tapað sjöfaldri vergri landsfram- leiðslu Íslendinga á bankahruninu. Þetta sé mesta tap sem um getur af völdum bankahruns. Þar af nema kröfur á föllnu bankana fjórfaldri til fimmfaldri landsframleiðslu. Þetta eru einkum erlendar kröfur og þær fást aðeins greiddar að litl- um hluta. Afgangur tapsins stafar af hruni verð- og hlutabréfa í kaup- höllum en það tap jafngildir vergri landsframleiðslu í tvö ár. Allt er þetta raunverulegt tjón í skuldabréfum og hlutabréfum seg- ir Gylfi þótt bréfin séu í eðli sínu ávísun á verðmæti. „Þessar ávís- anir eru nú innistæðulitlar,“ sagði Gylfi en á þingfundi á Alþingi gær benti hann á að þrátt fyrir þetta væru mikil verðmæti eftir í land- inu sem fleytt geti þjóðinni áfram til betri kjara á ný. Jafn- vel mætti líta svo á að krepp- an í kjöl- far banka- hrunsins væri ekki sérlega mik- il í samanburði við áföll á fyrri tíð þegar kjör- in voru lakari og einangrun meiri. JóhAnn hAuksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Seðlabankinn þjóðinni dýrari en iceSave TAp veGnA íslenskA bAnkAhrunsins: 10–11.000 milljarðar króna skipTinG: Tapaðar kröfur sem eitthvað fæst upp í: 7.000 milljarðar króna Fall verð- og hlutabréfa á mörkuðum: 3.000 milljarðar króna skulDir íslenskA ríkisins veGnA bAnkAhrunsins: 1.700 milljarðar króna árið 2010 (Aukning: 1.400 millj- arðar króna á einu ári eða sem nemur nærri því vergri landsfram- leiðslu þjóðarinnar) ríkissjóður – halli 350 milljarðar króna erlend gjaldeyrislán 350 milljarðar króna endurfjár- mögnun bankanna 300 milljarðar króna seðlabanka bjargað frá gjaldþroti 300 milljarðar króna Gengistap vegna erl. lána 150 milljarðar króna Árlegar vaxtagreiðslur 100 milljarðar króna heildar- skuldbind- ing vegna icesave 670 milljarðar króna Miðað við 60 prósenta heimtur gætu 240 milljarðar fallið á íslenska ríkið eða lægri upphæð en varið var til að bjarga Seðlabanka Íslands skipTinG Mesta tap fyrr og síðar í bankahruni Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að 7.000 milljarða kröfur á bankana séu ýmist tapaðar eða verðlitlar. oddvitarnir Jóhanna Sigurðardóttir segir Seðlabankann meiri vanda en Icesave. Steingrímur J. Sigfússon reynir að ljúka Icesave-málinu í sátt. 10 -1 1. 00 0 m ill ja rð ar k ró na 70 00 m ill ja rð ar k ró na 30 00 m ill ja rð ar k ró na

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.