Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2009, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2009, Qupperneq 18
Miðvikudagur 7. október 200918 heilsa Góð heilsa er gulli betri. Þeim sígildu sannindum verður ekki á móti mælt. Nú þegar vetur konungur er genginn í garð virðast margir ætla sér að betrumbæta heilsuna og huga að því að létta sig. Til þess að hlúa vel að heilsunni þarf fólk að gæta þess hvað það leggur sér til munns og stunda góða hreyfingu. Nútímalæknavísindi hafa með ítarlegum rannsóknum sýnt fram á sannleiksgildi þessara aðgerða. Regluleg hreyfing og hollt mataræði eru hvort tveggja þættir sem fólk getur sjálft ráðið miklu um og með ástundun þess haft jákvæð áhrif á eigið heilsufar og komið í veg fyrir suma sjúkdóma. 1. Höfum reglu á máltíðum, þrjár aðalmáltíðir og tveir til þrír millibitar á dag henta fyrir börnin og er þá minni hætta á að seilst sé í óholla millibita. 2. Gefum börnunum hollan morg- unverð þá sækja þau síður í rusl- fæði þegar líður á daginn. 3. Sköpum rólegt andrúmsloft við matarborðið og fáum börnin til að gefa sér góðan tíma til að borða. Látum líða tíma áður en barnið fær ábót þá finna þau ef til vill að þau eru orðin södd og þurfa ekki á ábótinni að halda. 4. Kennum börnunum að skammta sér hæfilegt magn á diskinn. 5. Eigum alltaf nóg úrval af girni- legu grænmeti og ávöxtum til á heimilinu og höfum það að- gengilegt. Þannig gerum við börnunum auðveldara með að grípa til þess ef þau verða svöng milli mála. 6. Hvetjum börnin til að drekka vatn við þorsta, auk þess að bjóða þeim upp á vatn með matnum. 7. Höfum sælgæti, kex, kökur og gosdrykki ekki aðgengileg fyrir barnið á heimilinu dagsdaglega. Notum laugardaga og hátíðis- daga til að gera þeim dagamun. 8. Hvetjum börnin til að hreyfa sig. Það hefur verið sýnt fram á að sú hreyfing sem stunduð er dag- lega eins og að ganga eða hjóla í skólann eða ganga upp tröppur í stað þess að taka lyftuna skilar árangri. 9. Hvetjum börnin til að fara frek- ar út að leika sér en að setjast fyrir framan sjónvarpið. Þegar horft er á sjónvarp fylgir oft auk- ið nart og lokkandi auglýsingar geta aukið á neysluna og löng- unina í mat eða sælgæti. Það er því gild ástæða til að draga úr sjónvarpsáhorfi barnanna. 10. Hvetjum börnin til að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi eða tómstundastarfi skólanna. 11. Stundum hreyfingu og útivist með börnunum. Förum í göngu, á skíði, skauta, út að hjóla. Það hefur sýnt sig að aukin hreyf- ing foreldra leiðir til aukinnar hreyfingar barna. 12. Foreldrar eru sem uppalend- ur og fyrirmyndir í lykilaðstöðu til að hafa áhrif á lifnaðarhætti barna sinna. Hefur þú áhyggjur af holdafari barnsins þíns? Á heimasíðu Lýð- heilsustofnunar má finna tólf reglur sem gott er að fara eftir til að halda þyngd barna innan eðlilegra marka með eðlilegum hætti. Mjög mikilvægt er að foreldrar gæti þess að vera góðar fyr- irmyndir og lifi eftir reglunum rétt eins og börnin. Sígild sannindi Samband svæða- og viðbragðsfræðinga á Íslandi Aðildarfélag Bandalags íslenskra græðara Svæðameðferð er heildræn meðferð Góð fyrir líkama, hug og sál. www.svaedamedferd.is að þyngjaSt? er barnið þitt Óléttar konur þurfa að forðast grafinn lax og Camembert-osta: Mataræði á meðgöngu Óléttar konur þurfa ekki aðeins að huga að því að borga fjölbreyttan og næringarríkan mat heldur þurfa þær að forðast ákveðnar fæðutegundir sem geta haft skaðleg áhrif á fóstrið. Flestum er kunnugt um að þær mega ekki borða hráa eða lítið eldaða rétti úr kjöti, fiski eða eggjum. Listeríu-bakterían finnst víða í náttúrunni og hjá fjölda dýrategunda. Neysla matvæla sem innihalda hana leiðir sjaldnast til þess að fullfrískt fólk veikist. Ófrískar konur eru hins vegar í áhættuhópi. Listería finnst meðal annars í óger- ilsneyddri mjólk. Því ber konum á meðgöngu að forðast þroskaða mjúka osta eins og Camembert og Brie. Ís- lenskir ostar eru þó unnir úr geril- sneyddri mjólk og engin ástæða til að óttast þá. Kæfa sem framleidd er erlendis getur sömuleiðis innihaldið listeríu. A-vítamín er öllum hollt en óléttar konur þurfa að passa að neyta þess ekki í of miklu magni. Lifur inniheldur gríðarlegt magt af a-vítamíni og því er best að sleppa því að neyta hennar þar til meðgöngu er lokið. erla@dv.is Válistinn: Grafinn fiskur Kaldreyktur fiskur Harðfiskur Sushi með fiski Súrsaður hvalur Þorskalifur Hákarl Sverðfiskur Stórflyðra Fýll Fýlsegg Ógerilsneidd mjólk Mygluostar úr ógerilsneiddri mjólk Mjúkir ostar úr ógerilsneyddri mjólk Paté framleidd erlendis Lifur og lifrarafurðir Hrá egg Hrátt kjöt Hollt og gott Grænmeti og ávextir eru alltaf holl og því mikilvægt að óléttar konur neyti þeirra reglulega. Ekkert hrátt! Eins gómsætur og reyktur lax getur verið er hann bannvara á með- göngunni nema hann sé heitreyktur. Steiktur, soðinn eða grillaður lax er hins vegar velkominn í maga óléttra kvenna. dreptu í Þeir sem reykja stytta líf sitt verulega.Með hverri einustu sígarettu sem þú púar niður styttir þú líf þitt um heilar 11 mínútur. Seg- jum að þú reykir einn pakka á dag í fimmtíu ár, þá ertu búin/n að stytta líf þitt um tæp 7 ár og ef þú reykir einn og hálfan pakka á sama tíma erum við að tala um rúm 10 ár. Ef það er einhvern tímann rétti tíminn til að drepa endanlega í er það núna!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.