Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2009, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2009, Síða 21
fréttir 7. október 2009 miðvikudagur 21 Gljámispill 430-490kr, hansarós 1290 kr. Mikill afsláttur af stórum ilmreyni og alaskaösp ‘jóru’ Skrautrunnar, berjarunnar o.mfl Opið föstudag og laugardag nk. 10-17 eða eftir samkomulagi. Pantanir og upplýsingar í síma 694-9106 Stokkseyri - Sími 694 9106 Gljámispill Heiðarblómi er opinn frá 10. mai -10. oktober. Stefnumál Davids Cameron, sem lík- lega verður næsti forsætisráðherra Bretlands, virðast vefjast fyrir breskum kjósendum. Að minnsta kosti svaraði nær helmingur aðspurðra í skoðana- könnun The Independent on Sunday því til að hann vissi ekki almennilega hver stefna leiðtoga breskra íhalds- manna væri. 49 prósent svöruðu neit- andi meðan 47 prósent sögðust vita fyrir hvað hann stæði. Leiðarahöfundur The Independ- ent on Sunday lagði út af þessu og sagði að ástæðan væri sennilega ekki sú að Cameron hefði færst undan því að svara heldur frekar sú að hann hefði gefið misjöfn svör fyrir framan misjafna hópa áheyrenda að undan- förnu. Deilt um Evrópu Breskir íhaldsmenn halda nú flokks- þing sitt í Manchester. Meðal þess sem hefur borið hæst þar er umræðan um hvernig flokkurinn eigi að takast á við Lissabon-sáttmálann þegar og ef hann kemst til valda. Stjórn Verkamanna- flokksins hefur staðfest hann fyr- ir hönd Breta en margir íhaldsmenn vilja enn að Lissabon-sáttmálinn verði lagður í dóm kjósenda í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Cameron hefur lýst sig fylgjandi þessu en þó ekki reynst reiðubúinn að staðhæfa að kosið verði um sáttmálann ef öll aðildarríki Evr- ópusambandsins verða búin að stað- festa hann áður en Íhaldsflokkurinn kemst til valda í Bretlandi. Eitt helsta deilumálið hefur því verið hvort kos- ið skuli um sáttmálann hvernig sem fer eða hvort íhaldsmenn eigi að sætta sig við orðinn hlut ef málið hefur verið afgreitt í öllum aðildarríkjunum fyrir kosningar í Bretlandi á næsta ári. Evrópumálin hafa löngum reynst breska Íhaldsflokknum erfið. Þetta endurspeglast í umræðum núna. Bor- is Johnson, borgarstjóri í Lundúnum, segir koma til greina að kjósa um vissa hluta Lissabon-sáttmálans jafnvel þótt hann hefði verið samþykktur í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Malcolm Rifkind, fyrrverandi utanrík- isráðherra, sagði það hins vegar mark- laust tal að ætla að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um sáttmálann eftir að hann hefði verið samþykktur í öllum aðildarríkjum. Skattar og eftirlaun George Osborne, fjármálaráðherra í skuggaráðuneyti Íhaldsflokksins, hef- ur kynnt hugmyndir um að hækka eft- irlaunaaldurinn, stöðva launahækk- anir opinberra starfsmanna sem fá meira en 18 þúsund pund í árslaun (3,5 milljónir króna) og skera niður barnabætur. Þetta á að skila sjö millj- örðum punda, andvirði tæpra 1.400 milljarða króna. Stjórnmálaskýrendur segja þó að þetta geti verið flokknum hættulegt. Eftirlaunaaldurinn í Bretlandi er nú 65 ár en samkvæmt hugmyndum íhaldsmanna hækkar hann í 66 ár á næstu árum. Fyrir eru þó hugmynd- ir um að eftirlaunaaldurinn hækki á næsta áratug upp í 66 ár svo íhalds- menn eru með þessu fyrst og fremst að flýta fyrir þessari hækkun eftir- launaaldursins. Ekki er þó bara um niðurskurð og hækkun eftirlaunaaldurs að ræða. Íhaldsmenn leggja líka til skattalækk- anir, meðal annars andvirði um 50 milljarða króna, til minni fyrirtækja. Enginn meirihluti Samkvæmt skoðanakönnun sem birt- ist í The Independent on Sunday gæti farið svo að enginn flokkur nái meiri- hluta á breska þinginu. Þá yrði að mynda samsteypustjórn. Það kann þó að vera fjarlægur möguleiki því breska kosningakerfið er þannig upp byggt að það á að tryggja að einn flokkur fari með völdin og geti þannig framfylgt þeirri stefnu sem hann hefur boðað í kosningabaráttunni. David Cameron, leiðtogi breskra íhaldsmanna, virðist öruggur um að verða næsti forsætisráðherra Bret- lands. Þrátt fyrir það virðist nær annar hver Breti ekki hafa það á hreinu fyrir hvað hann stendur. Breskir íhaldsmenn funda nú í Manchester og stilla saman strengi sína fyrir komandi kosningar. Hver er þessi Cameron? Brynjólfur Þór GuðmunDSSon fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is Eitt helsta deilumálið hefur því verið um hvort kosið skuli um sáttmálann hvernig sem fer. Tveir leiðtogar William Hague reyndi á sínum tíma að fella stjórn Verkamannaflokksins en mistókst. Cameron á betri möguleika. mynD AfP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.