Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2009, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2009, Page 30
SÁÁ-samtökin halda árlegan samstöðu- og baráttufund í Há- skólabíói í kvöld. Þar koma fram margir mætir tónlistarmenn, þar á meðal hljómsveitirnar Agent Fresco og Retro Stefson, Einar Ágúst, Jóhann Friðgeir Valdi- marsson tenór og Jónas Þórir píanóleikari. Þá hyggst Karlakór- inn Fóstbræður hefja upp raust sína. Kristján Jóhannsson tenór er ekki á meðal skemmtikrafta, ekki frekar en á fundinum í fyrra en eins og DV greindi frá hafði verið auglýst að hann myndi koma fram en Kristján forfallað- ist hins vegar sama dag og fund- urinn fór fram og sendi annan tenór, án skýringa á fjarveru sinni. Sérstakur gestur fundar- ins í kvöld verður Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og fundarstjórar þau Sólveig Eiríks- dóttir og Tolli Morthens. „Barnabarn mitt sem er sex ára lang- aði að sjá mig með skegg og ég lét það eftir henni,“ segir Þráinn Bertelsson þingmaður sem vakti mikla athygli þegar setningarræða forsætisráð- herra fór fram. Skartaði Þráinn þar miklu og fallegu skeggi og var talað um að trúverðugleiki hans hefði auk- ist til muna með skeggið að vopni. „Þetta kemur ef maður rakar sig ekki,“ segir Þráinn og hlær en hann er utan flokka eftir að hafa sagt sig úr Borgarahreyfingunni. Þrátt fyr- ir að fagurt andlit hafi orðið enn fal- legra með skegginu er ekki víst hvað skeggið fær að vera lengi. „Slíkt er óvíst,“ segir þingmaðurinn leyndar- dómsfullur. Safnað fyrir barnabarnið ekki boðið? Þingmaðurinn Þráinn Bertelsson vakti athygli í Þingsal fyrir glæsilegt skegg:: Framleiðandi Jóhannesar: Enn ein „ekki“-fréttin segja kannski einhverjir núna. Ef þér leiðast þær skaltu bara hætta að lesa hér, en þannig er að tónlist- ar- og útvarpsmaðurinn Brynjar Már Valdimarsson, sem notast við listamannsnafnið BMV, er ekki á leið í nám til Danmerk- ur. Í frétt á fotbolti.net í gær var sagt frá því að kærasta Brynjars, Kristín Ýr Bjarnadóttir, leikmað- ur Vals í fótbolta, væri sennilega á leið til Danmerkur að spila þar sem Brynjar væri á leið í nám þar í landi. Þetta var haft eftir þjálfara Valsstúlkna. Þetta er hins vegar misskilningur sem spratt upp eftir að danskt lið sýndi Kristínu áhuga á dögun- um. Samkvæmt heimildum DV kom frétt fotbolta.net nokkuð flatt upp á yfirmenn Brynjars hjá fjölmiðlaveldinu 365 en hann er dagskrárstjóri FM 957. 30 miðvikudagur 7. október 2009 fólkið Flottur í stólnum Þráinn talaði beint til þjóðarinnar vopnaður glæsilegu skeggi. ekki í nám bmv fer kriStjáni „Nágranni minn Guðbrandur, sem býr við hliðina á mér og er bankamaður úr Landsbankanum, ákvað að gera eitt- hvað skemmtilegt með mér. Við ákváðum að skella okkur út í þetta,“ segir Magnús Einarsson, framleiðandi mynd- arinnar um Jóhannes sem væntanleg er í bíó 16. október. Myndin er byggð á bókinni Andsælis á auðnuhjól- inu eftir Helga Ingólfsson sem Magnús las fyrir 10 árum. „Mér fannst hún helvíti fyndin og ég benti leikstjóranum á hana. Hann fór til Spánar og skrifaði handritið á þremur mánuðum.“ Í myndinni leikur Laddi myndlistarkennarann Jó- hannes sem upplifir dag sem ætlar engan endi að taka. Þessi ólukkudagur hefst á því að Jóhannes stoppar til að hjálpa ungri stúlku, sem leikin er af Unni Birnu, sem er í bílavandræðum í grenjandi rigningu á Reykjanesbraut- inni. Í framhaldinu hefst atburðarás sem er í senn hröð, spennandi en fyrst og fremst fyndin. Magnús segir að Unnur Birna vinni leiksigur og standi sig gríðarlega vel. „Það var ótrúlegt með hana. Við próf- uðum fullt af stelpum en hún gerir rosalega flotta hluti og kemur vel út í myndinni,“ segir Magnús afar stoltur en Magnús lék sjálfur lítið hlutverk sem var síðar klippt út. „Leikstjórinn plataði mig til að leika eitt lítið hlutverk. Ég fékk engu ráðið um að atriðið var klippt út þrátt fyrir að vera framleiðandi. Hugsaði meira um heildina og myndin virkar rosa flott. Við erum búnir að sjá hana í bíói.“ Þrátt fyrir að þeir félagar séu óvanir kvikmyndagerð voru allar stórstjörnurnar sem leika í myndinni tilbún- ar að stökkva um borð og gera myndina. „Við erum að gera þetta fyrir okkar peninga, það koma engir styrkir inn í þetta. Við gátum ekki beðið eftir styrkjasvörum og svo framvegis.“ Myndin verður sýnd í átta kvikmyndahúsum víðs veg- ar um landið og þeir félagar fara alla leið með myndina. „Maður varð að gera þetta sem hagkvæmast en við slök- uðum ekki á gæðunum. Við tókum upp á myndavélar sem notaðar eru í Latabæ og Benjamin Button var tek- in upp með svipuðum vélum.“ Myndin var fyrst tveir og hálfur tími en klippt niður í einn og hálfan klukkutíma af hraða, spennu og gríni. klipptur út úr Sinni eigin mynd framleiðandi og meðframleiðandi nýju gamanmyndarinnar Jóhannesar koma úr botnfrosnum fasteigna- og bankageira. Þeir félagar fengu Þorstein Gunnar sem er nýútskrifaður í kvikmyndaleikstjórn frá london til að klára hugmynd sem varð til í götunni hjá þeim Flottur framleiðandi Magnús var áður fasteignasali. Nú kvik- myndagerðarmaður. Fékk engu ráðið Magnús lék lítið hlutverk sem barþjónn á Keflavíkur- flugvelli. Hann var klipptur út þrátt fyrir að vera framleiðandi myndarinnar. Tvær stjörnur Laddi leikur í fyrsta sinn aðalhlutverk í íslenskri bíómynd. Hér með annarri stórstjörnu, Stefáni Karli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.