Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2009, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar þjónustuauglýsingar fókus 20. október 2009 þriðjudagur 21 á þ r i ð j u d e g i laddi skákar sveppa Nýjasta íslenska myndin í bíó, Jóhannes, ruddi Sveppa og félögum úr toppsætinu á listanum yfir vinsælustu myndirnar í íslenskum kvik- myndahúsum um liðna helgi. 6635 manns sáu þar Ladda í sínu fyrsta titilhlutverki en eins og sagt hefur verið frá var myndin gerð af litlum efnum. Algjör Sveppi og leitin að Villa hafði verið á toppnum síðustu þrjár vikurnar en yfir 26 þúsund manns hafa nú barið hana augum. aukatónleikar með bíóperlum Uppselt er á tónleika Sinfóníuhljóm- sveitarinnar á fimmtudaginn þar sem flutt verður kvikmyndatónlist eftir John Williams. Ánægjulegt er því að geta sagt frá því að aukatón- leikum hefur verið bætt við á föstu- daginn, 23. október. Allir helstu gullmolar Williams verða þar fluttir, meðal annars tónlist úr Stjörnu- stríði, Superman, E.T., Harry Potter og Indiana Jones: Raiders of the Lost Ark. Williams hefur verið tilnefndur til 45 óskarsverðlauna sem eru fleiri tilnefningar en nokkur annar hefur hlotið, að Walt Disney undanskild- um. Nánar á sinfonia.is. Útrásarvíking- ur sem kannski drap mömmu Ný bók Mikaels Torfasonar, Vor- menn Íslands, er væntanleg í búðir næsta laugardag. Þetta er fyrsta bók Mikaels í sjö ár. Í bók- inni segir frá gjaldþrota útrásar- víkingi að nafni Birgir Thorlacius. Hann er fráskilinn og meðvirk- ur Al-Anon félagi auk þess sem Birgir rannsakar sviplegt andlát móður sinnar. Og samkvæmt kynningartexta frá Sögum útgáfu sem gefa bókina út er mögu- legt að Birgir hafi sjálfur drepið móður sína. Sjálfur sé hann ekki viss. Þetta er fimmta bók Mika- els en skáldsaga hans Heimsins heimskasti pabbi var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs árið 2002. Nýjasta bók Jóns Kalmans Stefánsson- ar, Harmur englanna, er bakslag á höf- undarferli hans. Í síðustu tveimur bók- um sínum hafði Jón náð að gera betur en í bókinni á undan. Fram að bókinni Sumarljós og svo kemur nóttin, sem kom út árið 2005, höfðu skáldsögur Jóns verið nokkuð tætingslegar, ekki nægilega vel úthugs- aðar og heildstæðar; inn á milli komu sprettir þar sem hann sýndi afbragðs- góða takta, en sem heildstæð verk eru þær ekki upp á mjög marga fiska þeg- ar maður les þær í dag. Jón var mjög leitandi höfundur fram að Sumarljósi, hann leitaði að sinni rödd og sínum stíl. Með þeirri bók kvað svo við nýjan tón hjá honum: Bókin var þéttari og vandaðri en fyrri bækur hans sem voru fremur atrennur að skáldsögum. Himnaríki hápunktur Jón náði að gera enn betur í sinni næstu bók, Himnaríki og helvíti, sem kom út tveimur árum síðar. Í þeirri bók gekk Jón enn lengra í áttina frá fyrri bókum sínum og bjó til mjög þéttofna og vandaða skáldsögu sem var þaul- hugsuð frá upphafi til enda. Lesandinn fann hversu mikla vinnu Jón hafði lagt í bókina: Textinn var oft á tíðum rammur, svo þéttur að unun var að lesa hana. Lýsingar Jóns á sjóferð aðalsöguhetjanna tveggja og hvernig bókin byggðist upp í kring- um einn áhrifamikinn meginatburð, dauða annarrar þeirra í fárviðri úti á rúmsjó á opnum árabáti, minntu mig á uppbygginguna í nóvellu Ians McEw- an On Chesil Beach þar sem helsti at- burður bókarinnar er brúðkaupsnótt aðalsöguhetjanna tveggja sem endar með ósköpum: Bráðasáðláti á hreina og siðprúða mey. Í báðum tilfellum var lykilorð gæða bókanna meðal ann- ars uppbyggingin og vandlega hugsuð framvinda. Sjálfum finnst mér Himnaríki Jóns Kalmans, þegar ég horfi á þær íslensku skáldsögur sem gefnar hafa verið út á síðustu 20 árum, vera það eftirminni- legasta sem komið hefur út á þessum tíma, ásamt Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Því miður nær Jón Kalman ekki að endurtaka leikinn í sinni nýju bók. Nær ekki flugi Harmurinn er sjálfstætt framhald á Himnaríki og er byrjað að segja sög- una frá þeim stað þar sem hin endaði. Drengurinn er enn að koma sér fyr- ir í plássinu fyrir vestan hjá Geirþrúði og hugsar um dauða Bárðar vinar síns enda ekki nema nokkrar vikur liðnar síðan hann lést. Hann er að venja sig við lífið í þorpinu þegar pósturinn Jens kemur í plássið og strákurinn fer með honum í leiðangur að Vetrarströnd- inni, líklega Snæfjallaströndinni. Fram að þeim tíma gerist fátt markvert í bók- inni; hún er í reynd byggð upp í kring- um ferðina sem þjónar sams konar til- gangi sem meginatburður sögunnar og sjóferðin og dauði Bárðar í Himnaríki. Vandamálið í Harminum er það að Jón nær aldrei að byggja upp sams kon- ar stemningu í ferðinni og í Himnaríki þar sem erfitt var að hætta að lesa, bæði fyrir og eftir dauða Bárðar. Drengurinn fer í þessa ferð með Jens en lesandinn er ekki miklu nær um af hverju honum eigi að finnast ferðin vera áhugaverð eða hvað hann eigi að fá út úr því að lesa um hana, hver tilgangur hennar sé. Í reynd kemur á daginn að erfitt er að sjá einhvern eiginlegan tilgang með ferðinni eða af hverju Jón Kalman gerir svo mikið úr henni. Hápunktur hennar er í lok bókarinnar þegar drengurinn og Jens eru beðnir um að ferja líkkistu af bæ einum til greftrunar. Vantar atburði Helsta gagnrýni mín á þessa bók Jóns er að það vantar fleiri markverða at- burði í hana: Hann treður marvað- ann um of án þess að segja sögu með atburðum heldur dvelur of mikið við sams konar heimspekilegar hugleið- ingar og í Himnaríki – reyndar koma sömu hugmyndirnar oft fyrir, til að mynda um eðli skáldskaparins. Jón er auk þess betri rithöfundur en heimspek- ingur: Hann er betri í því að skrifa lýsandi texta en greinandi; betri í því að segja frá sjóferð á magn- þrunginn hátt en að lýsa hugmyndum. Lýsingar hans eru þar af leiðandi merkilegri og betra les- efni en hugmyndirnar, líkt og klisjur eins og að veröld manns- ins sé aldrei rökrétt, „sjaldan skynsöm og yfirfull af alls konar óhreinindum“ sem endurtekin er í nokkrum myndum í bókinni. Ein afleiðing af þessu heim- spekidaðri Jóns er að textinn verður á stundum dálítið upphafinn og háfleyg- ur, en það er gömul saga og ný að oft er stutt á milli fallegs texta í skáldskap og tilgerðar. Jón er þó oftast réttum meg- in við strikið og yfirkeyrir ekki stíl sinn með orðkynngi. Sagan líður einnig fyrir lengd bók- arinnar og blaðsíðna sem oft á tíðum segja manni ekki margt, því miður. Bókin hefði í raun mátt vera töluvert styttri en tæpar 320 blaðsíður. Eftir rúmar 120 síður var ég farinn að spyrja mig að því hvenær eitthvað afdrifaríkt myndi gerast en þá fer loks að draga til tíðinda þegar strákurinn og Jens fara í ferðalagið. Fagurbókmenntir, en eitthvað vantar Jón skrifar víða afskaplega góðan og fallegan texta í bókinni, líkt og við er að búast af honum. Þannig er endurkoma stráksins út á sjó – þremur vikum áður hafði Bárður látist í Himnaríki – afar vel skrifuð. Þá tekst Jón aftur á við sams konar lýsingar af sjóróðri sem bera upp fyrri bókina. Sömuleiðis eru lýsing- ar hans á flandri stráksins og Jens um snævi drifin fjöll og firnindi á ferðalaginu og samskipti þeirra við bændur í veðravíti á hjara veraldar vel gerðar og næmar og minna stundum á glefsur úr verkum Halldórs Laxness, til að mynda þegar heimilislífi og hokri smábændanna er lýst. Þetta eru miklar fagurbókmenntir. En samt vantar eitthvað, eitthvað dálítið mikið því bókin byrjar eiginlega aldrei og endar þar af leiðandi ekki heldur. Það vantar söguþráðinn í þessa bók, rauða þráðinn sem bindur hana saman. Hún er of handahófskennd og vanhugsuð sem saga, heildstætt verk, og lesandi fær það á tilfinninguna að Jón hafi ætlað sér að skrifa bókina með stílinn einan að vopni en lítinn efnivið. Hér kann að spila inn í að Jón ætl- aði sér aldrei að skrifa þrjú bindi með þessum persónum og sögusviði. Hann ákvað það einungis eftir að hafa skrifað Himnaríki. Þess vegna fær lesandinn það á tilfinninguna að Jón hafi byrj- að á bókinni án þess að hafa hugsað nægilega vel hvað hann ætlaði að gera í henni. Lesandi stendur eftir og áttar sig á því að þessi bók hlýtur aðeins að vera miðleikur í trílogíu sem byrjaði frá- bærlega í fyrsta bindi og endar von- andi einnig með snilldartilþrifum í því þriðja. Eftir stendur sú tilfinning að litlu hafi verið bætt við söguna frá því í Himnaríki þrátt fyrir allar blaðsíð- urnar; það vantar límið í bókina þó að blaðsíðurnar séu margar fallegar. Ingi F. Vilhjálmsson bakslag hjá Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is Hafðu samband í síma 515-5555eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is Harmur englanna Höfundur: Jón Kalman Stefánsson Útgefandi: Bjartur bækur Jóni Kalmani

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.