Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2012, Blaðsíða 27
Fólk 27Mánudagur 16. júlí 2012
Draumurinn að komast í Playboy
n Erna Gunnþórsdóttir situr fyrir í erlendum blöðum
D
raumurinn er að sitja
fyrir í Playboy og ég vona
að hann muni rætast. Ég
mun að minnsta kosti
reyna. Ég er viljasterk og sæk-
ist eftir því sem ég vil í lífinu,“
segir fyrirsætan Erna Gunn-
þórsdóttir í viðtali í tímaritinu
Rockhardchic en Erna prýddi
forsíðu þess fyrir skemmstu.
Erna er komin á fullt skrið aftur
eftir að hafa tekið sér nokkurra
ára pásu frá fyrirsætustörfum.
Auk þess að sitja fyrir í Rock-
hardchic hefur hún setið fyrir
í tímaritinu U‘niq. Þá sat hún
einnig fyrir í 12 blaðsíðna grein
í ástralska blaðinu Autobabes
ásamt fleiri fyrirsætum.
Ekki er langt síðan Erna
var á forsíðu Séð og heyrt en
hún var áberandi á síðum ís-
lenskra tímarita fyrir tæpum
tíu árum. Erna segir frá því í
samtali við Rockhardchic að
bransinn hafi reynst henni
ofviða á þeim tíma. „Pressan
reyndist of mikil og ég fór að
svelta mig til þess að léttast.
Ég hætti því þegar ég var 21 árs
og fór í skóla. Ég vildi ekkert
koma nánægt fyrirsætustörf-
um á þeim tíma,“ sagði Erna
einnig í viðtalinu.
Erna sagði einnig frá þess-
um árum í viðtali við DV
árið 2010. Hún sagði brostna
sjálfsmynd hafa haft áhrif á
allar sínar ákvarðanir. Hún
snéri hins vegar við blaðinu
og hefur unnið mikið í sínum
málum. Erna er hjúkrunar-
fræðingur í dag en hún fékk
áhuga á starfinu eftir að hún
eignaðist sitt annað barn. Um
það leyti sem Erna var í við-
talinu við DV hafði hún tekið
ákvörðun um að reyna fyrir
sér á ný í fyrirsætubransan-
um en sagðist gera það á allt
öðrum forsendum en þegar
hún var 18 ára.
Smáauglýsingar
smaar@dv.is
sími 512 7004
Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00
BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900
CHEVROLET CAPRICE CLASSIC Ár-
gerð 1991, ekinn 150 Þ.km, sjálfskiptur.
Verð 990.000. Raðnr. 322356 - Vertu
öðruvísi!
TOYOTA AVENSIS S/D TERRA
09/2000, ekinn 151 Þ.km, sjálfskiptur,
álfelgur, aukadekk á felgum, EINN
eigandi! Verð 790.000. Raðnr. 284490 -
Gullmolinn er á staðnum!
CHEVROLET CORVETTE C5
05/2002, ekinn 27 Þ.km, sjálfskiptur,
carponfiberhúdd, spoilerkitt, flækjur,
borlapústkerfi. Verð 3.990.000. Raðnr.
283407 - Kagginn er í salnum!
NISSAN ALMERA LUXURY 01/2002,
ekinn 180 Þ.km, sjálfskiptur. Verð
590.000. Raðnr. 250239 - Sá sæti er á
staðnum!
BMW 525XIi 4WD 08/2007, ekinn
31 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 5.980.000.
Raðnr. 250263 - Bíllinn er í salnum!
MMC PAJERO INSTYLE 3.2 DÍSEL
05/2008, ekinn 80 Þ.km, sjálfsk., leður
ofl. Rosalega fallegur! Verð 5.890.000.
Raðnr. 250261 - Jeppinn er á staðnum!
TOYOTA YARIS TERRA 06/2005,
ekinn 97 Þ.km, 5 gíra. Verð 980.000.
Raðnr. 284514 - Er á staðnum!
LAND ROVER RANGE ROVER
SPORT SE DIESEL 02/2006, ekinn 133
Þ.km, sjálfskiptur, leður umboðsbíll.
Mjög gott verð 4.950.000. Raðnr.
192644 - Jeppinn er í salnum!
M.BENZ A 200 CDI 03/2007, ekinn 68
Þ.km, dísel, 6 gíra. Einn eigandi! Verð
2.990.000. Raðnr. 322377 - Bíllinn er á
staðnum!
Tek að mér að hreinsa
þakrennur, laga riðbletti á þökum,
gluggaþvottur, hreinsa lóðir og tek að mér
ýmiss smærri verkefni. Upplýsingar í síma
847-8704 eða á manninn@hotmail.com
Funahöfða 1, 110 Reykjavík
S. 567 4840 www.hofdahollin.is
Flutningar
Gerum tilboð í alla flutninga. Frysti-
vagnar, malarvagnar, flatvagnar, gröfur
,kranabílar." Silfri ehf - s: 894-9690
BMW X5 3.0D E70 08/2007, ekinn 53
Þ.km, dísel, sjálfskiptur, einn eigandi.
Verð 6.990.000. Raðnr. 290042 - Jepp-
inn er í salnum!
LAND ROVER RANGE ROVER
SPORT SUPERCHARGED 03/2006,
ek. 54 Þ.km, sjálfsk. Verð 6.490.000.
Fæst á mjög góðu staðgreiðsluverði!
Raðnr. 135505 Jeppinn er í salnum!
PORSCHE 911 TURBO TECH ART
STAGE III Árgerð 2002, ek. 82 Þ.km,
sjálfsk.. Engum líkur, langflottastur!
Raðnr. 282337 - Kagginn er í salnum!
Tilboð
Gullfallegir BRIARD
hvolpar, foreldrar Imbir Bezi Bezi
og Auðnu Gríma. Eru að leita að
góðum heimilum.
Verða afhentir heilsufarsskoðaðir,
bólusettir, örmerktir ættbók frá
HRFÍ. Nokkrir hvolpar eftir.
www.Briard--Nipu.com
s. 868 1920
Gullfallegir Briard
hvolpar, foreldrar Imbir Bezi Bezi og
Auðnu Gríma. Eru að leita að góðum
heimilum. Verða afhentir heilsufars-
skoðaðir, bólusettir, örmerktir ættbók
frá HRFÍ. Nokkrir hvolpar eftir. www.
briard--nipu.com, sími 868 1920
Til sölu vegna
flutninga Vandað
hjónarúm 160 cm breitt. Er frá
Svefni og heilsu. Chiropractor dýna.
Til afhendingar frá þriðjud. 24. Júlí
nk. Verð 60.000 kr Upplýsingar hjá
doriogmunda@gmail.com
Viðburðaríkur mánuður Yfirlitsmynd sem Erna setti saman á Face-
book um viðburðaríkan mánuð. Mynd SkjáSkot af facEbook.coM
T
ólf tíma tónleikamara-
þon fór fram í portinu
við Kex Hostel síðast-
liðinn laugardag en
tónleikarnir voru sam-
starfsverkefni gistiheimilisins
og bandarísku útvarpsstöðv-
arinnar KEXP. Tólf hljómsveit-
ir komu fram á tónleikunum á
klukkutíma fresti, en þar mátti
meðal annars berja augum og
hlýða á Hjálma, Snorra Helga-
son, Sóley, Úlfur úlfur, Agent
Fresco og Kiriyama Family.
Fjöldi fólks var saman kom-
inn við Kex Hostel til að njóta
tónlistar og mannlífs í blíð-
skaparveðri. Margir kíktu inn
nokkrum sinnum meðan á
tónleikahaldinu stóð en ef-
laust hafa einhverjir tónlist-
arunnendur notið veislunnar
í botn og verið á svæðinu alla
tólf klukkutímana.
Tónleika-
maraþon
á Kexi
n Tólf tímar af tónlist og iðandi mannlífi
Maraþon Þó svo að tónleikarnir hafi s
taðið yfir í tólf tíma lét fólk sig ekk
i vanta.
Gaman, gaman Fjölmargir kíktu nokkrum sinnum við meðan á tónleikunum stóð.
Gleði og einbeiting Margir af fremstu tónlistarmönnum Íslands komu fram á tónleikunum, meðal annars hljómsveitirnar Hjálmar og Agent Fresco auk tónlistarmannsins Snorra Helgasonar.
notalegt Tónleikagestir komu
sér vel fyrir og nutu þess að hlusta
á frábæra tónlistarmenn leika
listir sínar.
Mikið stuð
Tónleikarnir voru
samstarfsverkefni
Kex og bandarísku
útvarpsstöðvarinn-
ar KEXP.