Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 2. apríl 2012 Mánudagur A llir sjö milljarðar íbúa jarð­ arinnar kæmust fyrir á land­ svæði sem samsvarar einu og hálfu Íslandi, byggju þeir jafnþétt og íbúar í Manila, höfuðborg Filippseyja. Byggju íbú­ ar heimsins jafnþétt og Reykvíking­ ar gera myndi hins vegar ekki duga minna landsvæði en sem samsvar­ ar 156 faldri stærð Íslands til að allir kæmust fyrir. Þetta sýna útreikningar sem taka mið af fjölda íbúa á hvern ferkílómetra í borgunum. Útreikn­ ingarnir taka ekki sérstaklega tillit til þess að hluti landsvæðanna er fjöll eða vatn, sem hefur augljóslega áhrif á þéttleika borga. Kostnaðarsamt er fyrir samfélagið að halda úti jafn­ dreifðu búsvæði og í Reykjavík. Dýrt að dreifa byggðinni Gísli Marteinn Baldursson, borgar­ fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að spara mætti umtalsverða peninga með því að þétta byggð í Reykjavík. „Í mjög dreifðri byggð er talið að jafn­ vel yfir þrjátíu prósent tekna ein­ staklingsins geti farið í ferðir, bara að komast á milli staða,“ segir hann og bendir á að í Reykjavík hafi ver­ ið reiknað með að 20 prósent heim­ ilistekna fari í ferðir á milli staða og að rannsóknir í öðrum löndum sýni jafnvel hærri tölur. Gísli Marteinn segir margs kon­ ar aðrar afleiðingar vera af dreifðri byggð og segir hann íbúa í Hlíða­ hverfinu í Reykjavík geta vottað það. „Þeir fá tugi þúsunda bíla á hverjum einasta degi fram hjá sér með afleið­ ingum eins og svifryki, hávaða og annarri mengun. Því tengt hefur ver­ ið sýnt fram á að krakkar sem alast upp nálægt slíkum hraðbrautum eru í meiri hættu með að fá astma,“ segir hann. Evrópa myndi vel rúma heiminn Reykjavík er ein strjálbýlasta borg þeirra borga sem við berum okkur alla jafna saman við og er eina höf­ uðborgin á Norðurlöndunum þar sem strjálbýli er svo mikið að þeir sjö milljarðar manna sem búa á jörðinni þyrftu landsvæði á við eina og hálfa Evrópu til að búa á. Í raun væri hægt að fimmfalda mannfjöldann á jörð­ inni og enn væri ekki búið að full­ nýta það pláss sem landsvæði á borð við Evrópu þekur. Til samanburðar er Evrópa aðeins tæplega sjö prósent af öllu landsvæði á jörðinni. Sé tekið tillit til þeirra landsvæða sem ekki eru byggileg er engu að síður ljóst að tiltölulega lítinn hluta af jörðinni þyrfti svo að allir íbú­ ar hennar gætu lifað. Enn er gríðar­ lega stórt svæði óbyggt og er ljóst að mannfjöldi getur margfaldast áður en þarf að hafa raunverulegar áhyggjur af því að ekki sé nóg pláss. Fórnarkostnaður við strjálbýli Gísli Marteinn segir að kostirnir við strjálbýli séu fengnir með mikl­ um fórnarkostnaði annars staðar. „Dreifð byggð gefur mönnum kost á góðum görðum í kringum húsin sín og nóg af bílastæðum. Það eru gæði sem engin ástæða er til að horfa fram hjá en þau gæði kosta. Þau eru á kostnað alls hins,“ segir hann. Gísli Marteinn bendir máli sínu til stuðnings á að rekstur hverfis­ verslana virðist helst ganga í þéttum byggðum. „Mjög margar hverfis­ verslanir eru farnar á hausinn en Melabúðin gengur ennþá og hún er í hverfi 107 sem er eitt þéttasta hverfið í borginni,“ segir hann. Þétt­ leikinn í póstnúmeri 107 er nálægt því sem gerist í Kaupmannahöfn og London samkvæmt því sem Gísli Marteinn segir. „Þar eru hins veg­ ar engin háhýsi. Þetta eru oft fjór­ býlishús, íbúð í kjallara og risi og tvær hæðir,“ segir hann og bætir við að slík byggð sé það sem flestir hafi í huga þegar þeir ræða um að þétta byggðina í Reykjavík. Kostar mikið að hafa Reykjavík strjálbýla n Borgarfulltrúi segir að spara mætti mikið á að þétta borgina Virkilega strjálbýlt Byggju íbúar heimsins jafn- þétt og Reykvíkingar gera myndi ekki duga minna landsvæði en sem samsvarar 156 Íslöndum til að allir kæmust fyrir. MynD Sigtryggur Ari Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Sveitaþorpið Reykjavík Taflan sýnir hversu þéttbýlar nokkrar af helstu borgum heims eru og hversu stórt landsvæði þyrfti fyrir íbúa heimsins ættu þeir að búa jafnþétt og íbúar borganna gera. Samkvæmt þessum útreikningum þyrftu íbúar heimsins landsvæði á borð við 1,6 Evrópur til að allir kæmust fyrir. Það er margfalt meira en þyrfti ef allir byggju jafnþétt og nágrannar okkar í Kaupmannahöfn gera. Borg Íbúar á km² Landsvæði* Íslönd Evrópur Manila 43.079 162.568 km² 1,58 0,02 París 20.980 333.807 km² 3,24 0,03 New York 10.430 671.480 km² 6,52 0,07 Kaupmannahöfn 6.200 1.129.559 km² 10,97 0,11 London 4.978 1.406.843 km² 13,66 0,14 Reykjavík 437 16.044.137 km² 155,77 1,58 * Landsvæði sem þyrfti fyrir íbúa heimsins miðað við þéttbýli borganna HEiMiLD uM þéttBýLi og Stærð LAnDA: WikipEDiA Vill þétta borgina Gísli Marteinn borgar- fulltrúi er einn þeirra sem vilja að Reykjavík verði byggð inn á við í framtíðinni. 0–9 10–24 25–49 50–74 75–99 100–149 150–299 300–999 1000+ Þéttleiki byggðar í heiminum Hávaði og ölvun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast aðfaranótt sunnudags, enda nokkur fjöldi fólks að skemmta sér í miðbæn­ um. Lögreglan þurfti að sinna ýmsum útköllum vegna ölvunar og einnig vegna hávaða í heima­ húsum þar sem veisluhöld höfðu farið úr böndunum. Þá fór lögreglan inn á 13 veit­ ingastaði í miðborginni til að hafa eftirlit með starfsemi þeirra. Í flestum tilvikum var allt í lagi en nokkuð var um að dyraverðir væru ekki með réttindi. Á tveimur stöð­ um var verið að selja áfengi eftir lokun og í tveimur tilvikum voru of margir gestir inni á stöðunum en leyfi var fyrir. Forsvarsmönnum veitingastaðanna var gert að bæta úr þessu. Vilja Davíð á Bessastaði Í Viðskiptablaðinu er greint frá því að hópur fólks þrýsti nú á Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætis­ ráðherra og seðlabankastjóra, um að gefa kost á sér til forseta. Davíð hefur enn sem komið er ekki svar­ að þeim áskorunum. Í viðtali við nýjasta tölublað Verzlunarskólablaðsins segist Davíð vera ánægður í starfi sínu sem ritstjóri Morgunblaðsins og segist hann ætla að gegna því starfi í fimm eða sex ár til viðbótar. „Ég er mjög ánægður hérna og verð líklega hér í um fimm til sex ár til viðbótar. Ég ætla að reyna að skrifa meira, hvort sem það er fyrir sjálfan mig eða útgáfu. Það er mjög gaman að skrifa, ég geri það nánast á hverjum degi,“ segir Davíð í viðtalinu. Nágrannadeilur við Hrísateig Brotist var inn í íbúð í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags og fartölvu stolið. Innbrotsþjófurinn spennti upp opnanlegt lausafag í glugga og voru stormjárn brotin. Þjófur­ inn gengur enn laus. Þá var lögreglan kölluð til eftir að tvö göt voru stungin á hjól­ barða á bifreið við Hrísateig. Talið er að ástæða skemmdarverksins sé ágreiningur á milli nágranna. Rúða var síðan brotin á veit­ ingastaðnum Hressó, en skemmd­ arvargurinn hlaut skurð á hendi og var fluttur á slysadeild til að­ hlynningar. Hann hafði lent í rysk­ ingum við dyraverði eftir að hann braut rúðuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.