Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2013, Blaðsíða 13
Þ að er 20. október í dag. Árs- afmæli þess að gengið var að kjörborði og kosið um stjórn- arskrártillögur stjórnlagaráðs og nokkrar spurningar til viðbótar. Ársafmæli þess að Birgir Ármanns- son gerðist umboðsmaður ógreiddra atkvæða. Og enn hefur ekki verið gert neitt með þær niðurstöður. Kjósendur hafa verið hundsaðir og niðurstöðunum stungið í rusla- tunnu Alþingis sem merkt er „þing- nefnd um stjórnarskrá.“ Þingnefnd sem hefur ekki einu sinni hafið störf þar sem Fram- sóknarflokkurinn hefur dregið lapp- irnar við að skipa fulltrúa í hana. Sami Framsóknarflokkur og sagði við okkur fyrir kosningar 2009 að hann ætlaði að sjá til þess að þjóð- in fengi nýja stjórnarskrá. En það er breytt enda komið í „þingnefnd“ sem ætlað er að hnoða eitthvað saman. Og kjósendum sagt að þetta hafi bara verið „ráðgefandi“ og að „þing- menn fylgi eigin samvisku“ eftir að því var haldið að þeim fyrir kosn- ingarnar 20. október 2012 að þetta væri nú alltof flókið fyrir þá. Sömu kjósendum og er svo treyst til þess að velja flokka á Alþingi. Alþingi sem á að þjóna þjóð en lætur LÍÚ drottna yfir sér. Alþingi sem er í traustskrísu vegna spillingar, sér- hagsmunagæslu og framferðis gagn- vart þjóðinni. Alþingi sem held- ur að sín vandræði hlutist til af því að þingsköpin séu ekki nægilega góð. Alþingi sem sem virðist ætla að hundsa vilja kjósenda sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórn- arskrártillögur og breytingar þann 20. október 2012. Á að leyfa þeim að komast upp með það? Ekki? Þá er kannski kominn tími til þess að við förum, hringjum bjöll- unni hjá þeim og spyrjum: „Hvar er nýja stjórnarskráin okk- ar allra?“ n Sorglegt og skammsýnt Það vantar borgarstjórann Bæði nörd og safnari Katla Margrét Þorgeirsdóttir um fyrirhugaðan niðurskurð til kvikmyndagerðar. – DVJúlíus Vífill Ingvarsson gefur kost á sér í borgarstjórastólinn. – DVPáll Óskar á allar uppáhaldsmyndir sínar á filmu. – DV Blankheit í boði hússins Spurningin „Það væri ekki búið að halda svona miklu lífi í þessu máli ef það væri ekki von.“ Tryggvi Vilmundarson 27 ára trúbador „Já, ég held að hún sé á lífi.“ Georg Leite 33 ára vaktstjóri „Maður verður að halda í vonina.“ Halldór Pétur Gunnarsson 22 ára póstmaður „Já, ég kýs að trúa því.“ Álfur Birkir Bjarnason 20 ára nemi „Nei, hún er dáin.“ Sigurgeir Ingi Þorkelsson 20 ára nemi Er Madeleine McCann á lífi? 1 „Þú sendir engan út hálf­nakinn og á nærbuxunum“ Pia Prytz Phiri, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar SÞ lítur Auð- brekkuáhlaupið alvarlegum augum. 2 „Við tókum hana ekki til að selja hana“ Ung stúlka fannst í rassíu lögreglu á grískt Róma-hverfi. Par sem var handtekið hefur verið ákært fyrir mannrán. 3 Harmleikur í Kaupmannahöfn 26 ára íslensk kona lést eftir að hafa orðið fyrir leigubíl í Danmörku um helgina. 4 „Þeir eru að breiða yfir fyrir einhvern“ Bróðir bresks manns sem sakaður er um að myrða hann, eiginkonu hans og tengdamóður, sakar frönsk yfirvöld um samsæri. 5 Útsýnið er dásamlegt Í helgarblaði DV var litið við hjá hjónunum Ingibjörgu Þorvaldsdóttur og Jóni Arnari Guðbrandssyni. 6 Fljúgandi furðuhlutur á Akureyri vekur athygli Fjallað var um myndband af furðulegu fyrirbæri í himninum fyrir ofan Akureyri í erlendum fjölmiðlum. Það reyndist vera neyðarblys. Mest lesið á DV.is Þ að tókst vel hjá ríkisstjórninni í sumar að draga upp þá mynd að nú væri það svart. Það yrði niður- skurður og sparnaður og ekkert múður með það. Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar, skipaður misjafn- lega vinsælum alþingismönnum, var settur á laggirnar og undirstrikaði að nú yrði velt við hverjum steini í því skyni að finna peninga sem nýta mætti með betri hætti. Svo litu fjárlögin dagsins ljós og sýndu svo ekki yrði um það deilt að við værum blönk. Meira að segja legu- sjúklingar yrðu nú að taka þátt í kostn- aðinum við að reka heilbrigðiskerfið. Þegar nánar er skoðað er lítið um róttækar hugmyndir í fjárlagafrum- varpinu, hvorki í tekju- eða útgjalda- hluta þeirra. Þau endurspegla að mestu fjárlög síðustu ára með nokkrum smá- vægilegum breytingum, aðallega á tekjuhliðinni. Þetta er miður því ríkis- reksturinn þarf svo sannarlega á ný- sköpun og frumlegri hugsun að halda. Heilbrigðiskerfið, einn stærsti útgjalda- póstur fjárlaga, kallar nú í örvæntingu eftir uppstokkun og endurskipulagn- ingu en fær þess í stað bara minni pen- ing. Sem betur fer eru margir innan stjórnarmeirihlutans á þeirri skoðun að bæta þurfi verulega í fjárveitingar til Landspítalans í fjárlögum ársins. Það er gott en er samt bara smáskammta- lækning sem dugar skammt. Og það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það eitt og sér bjargar ekki metn- aðarlausum fjárlögum. Ríkisstjórnin hefur sagt að mörg þeirra útgjalda sem fyrri ríkisstjórn hugðist ráðast í hafi ver- ið óraunhæf og án nauðsynlegs fjár- magns. Þannig hafi útfærsla sérstaks veiðigjalds verið ófullburða og ómögu- legt að afla þeirra tekna sem það gerði ráð fyrir. Deilt er um hversu miklum fjármunum það hefði skilað til viðbót- ar. Ýtrustu tölur segja 10 milljörðum en þær varfærnustu þremur. Það er rétt hjá ríkisstjórninni að útfærslan var tækni- lega ófullkomin. Það er hins vegar al- veg ljóst að stjórninni var í lófa lagt að útfæra gjaldtökuna í sumar þannig að hún skilaði að minnsta kosti þremur milljörðum. Það hefur líka verið nægur tími fyr- ir ríkisstjórnina að útfæra hugmyndir um náttúrupassa, sem með vaxandi ferðamannastraumi, gæti skilað millj- arði á ársgrunni. Fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna, sem komin er inn í gjaldskrár fyrirtækj- anna, og nú hefur verið fallið frá hefði skilað einum og hálfum milljarði. Þá kostar fyrirhuguð lækkun tekjuskatts ríkið 5 milljarða en skilar einstaklingi með 400 þúsund á mánuði bara þús- und kalli aukreitis. Þessi þúsundkall er sum sé það sem skilur á milli hægri og vinstri manna á Íslandi þegar til stykk- isins kemur. Um hann snýst hinn mikli hugmyndafræðilegi ágreiningur sem allt rifrildið í landinu fjallar um. Við í Bjartri framtíð tökum ekki þátt í því rifrildi. Við vildum gjarnan ná fram hagræðingu í ríkisrekstrinum og við teljum að rétt tímasettar skattalækk- anir geti örvað hagkerfið og aukið kraft atvinnulífsins. Skattalækkun ríkisstjórn- arinnar er hins vegar ótímabær og í raun er óljóst hvort hún skili, þegar aðr- ar breytur eru reiknaðar inn, raunlækk- un á skattbyrði. Það er enn fremur deg- inum ljósara að þau miklu blankheit sem ríkisstjórnin barmar sér yfir eru að nokkrum hluta heimatilbúið vandamál. Þannig er það. n Lagt á ráðin Það er í mörg horn að líta þegar staðið er í byggingaframkvæmdum og þessir herramenn lögðu á ráðin í grunni byggingar í Kársnesi í Kópavogi þegar ljósmyndara DV bar að garði. Mynd dV ehf / Sigtryggur AriMyndin Af blogginu Agnar Kristján Þorsteinsson skrifar Kjallari Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar skrifar Umræða 13Mánudagur 21. október 2013 „Þau miklu blankheit sem ríkisstjórnin barmar sér yfir eru að nokkrum hluta heima­ tilbúið vandamál „Á að leyfa þeim að kom­ ast upp með það? Hvar er nýja stjórnarskráin okkar? Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.