Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1929, Blaðsíða 8
6
Verslunarskýrslur 1927
Heildarverðupphæð inn- og útflutnings er eigi aðeins komin undir
vörumagninu, heldur einnig því, hvort vöruverðið er hátt eða lágt. Eftir-
farandi vísitölur sýna breytingar verðsins og vörumagnsins síðan fyrir
stríðið (verðið 1913—14 = 100 og vörumagn 1914 = 100). í Versl-
unarskýrslum 1924 bls. 7* er skýrt frá, á hverju vísitölurnar eru bygðar.
Verðvísitölur, Vörumagnsvísitölur,
nombre-indices de prix nombre-indices de quantité
Innflutt, Útflutt, Innflutt, Útflutt,
import. export. import. export.
1914 100 104 100 100
1915 141 175 97 112
1916 184 201 116 100
1917 286 217 76 57
1918 373 247 61 75
1919 348 333 97 112
1920 453 258 88 116
1921 270 203 90 117
1922 226 188 126 133
1923 242 176 115 163
1924 246 249 142 172
1925 211 226 181 173
1926 175 164 177 161
1927 165 132 179 238
Tveir fremri dálkarnir sýna verðbreytingar. Bera þeir með sjer,
að 1927 hefir verðið lækkað bæði á innflutnings- og útflutningsvörunum,
en tiltölulega meir á hinum síðarnefndu, og hefur því verið óhagstætt
hlutfall milli útflutningsverðs og innflutningsverðs.
Tveir aftari dálkarnir sýna breytingarnar á inn- og útflutningsmagn-
inu miðað við 1914. Samkvæmt því hefur innflutningsmagnið 1927 verið
svipað og næsta ár á undan, en útflutningsmagnið miklu meira. Hefur
það aldrei áður verið nálægt því eins mikið og hefur því verðmagn út-
flutningsins farið langt fram úr verðmagni innflutningsins, þrátt fyrir hið
óhagstæða hlutfall miili útflutnings- og innflutningsverðs.
2. Innfluttar vörutegundir.
Importation des marchandises.
Tafla II A (bls. 2—28) sýnir, hve mikið hefir flust til landsins af
hverri vörutegund. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir efni og skyldleika
þeirra. En í töflu I (bls. 1) er yfirlit yfir verðmagn innflutningsins í
öllum vöruflokkum.