Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1931, Blaðsíða 17
Verzlunarskýrslur 1929
15
Til ýmislegrar framleiðslu er taliÖ, að innflutt hafi verið fyrir rúml.
142/3 milj. kr. árið 1929. Vörur þær, sem hér eru taldar, eru harla margs-
konar og sundurleitar og lenda hér þær vörur, sem ekki falla beinlínis
undir neinn af hinum flokkunum. Af þeim vörum eru þessar helztar
(taldar í þús. kg): 1925 1926 1927 1928 1929
Sútuö skinn og leður 32 42 29 33 41
Kókosfeiti 524 589 493 528 575
Jurtaolía 121 152 154 185 174
Aburöarolía 608 509 525 930 1 160
Prentpappír og skrifpappír .. 234 205 222 338 340
Umbúðapappír og smjörpappír 189 222 193 236 283
Stangajárn ' 822 1 218 566 1 304 2 878
Járnpípur 327 555 472 836 1 044
Sléttur vír 114 141 81 89 153
Rafmagnsvélar og áhöld .... 105 103 101 128 209
Bifreiðarhlutar 55 78 51 83 120
Mótorhlutar 88 49 28 51 119
Af bifreiðum í heilu lagi voru fluttar inn 110 árið ' 1925, 148 árið
1926, 130 árið 1927, 240 árið 1928 og 462 árið 1£29.
3. Útfluttar vörutegundir.
Exportation des marchandises.
f töflu II B (bls. 29—33) er skýrt frá útflutningi á hverri einstakri
vörutegund frá Iandinu í heild sinni. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir
skyldleika þeirra, á sama hátt sem innfluttu vörurnar, og er yfirlit yfir
þá flokkaskiftingu í töflu I (bls. 1).
3. yfirlit (bls. 16*) sýnir, hve mikilli verðupphæð útflutta varan
hefur numið árlega síðan um aldamót. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir
því, frá hvaða atvinnuvegi þær stafa. Ennfremur er sýnt með hlutfalls-
tölum, hve mikill hluti verðmagnsins stafar árlega frá hverjum atvinnu-
vegi. Hefur hlutdeild sjávarafurða vaxið, en landbúnaðarafurða minnkað.
Fram að 1920 námu landbúnaðarvörurnar að meðaltali rúml. J/5 af út-
flutningsverðmagninu, en 1921—25 námu þær ekki nema 13 °/o að meðal-
tali, en fiskiafurðirnar aftur á móti 85 °/o. Árin 1928 og 1929 námu
fiskiafurðirnar jafnvel 88 °/o, en landbúnaðarafurðirnar ekki nema 11 °/o.
Fiskiafurðirnar eru þannig yfirgnæfandi í útflutningnum. Hafa þær
að verðmagni verið 65 milj. kr. árið 1929. 4. yfirlit (bls. 17*) sýnir, hve
mikill fiskútflutningurinn, að undanskilinni síld, hefur verið árlega síðan
um aldamót. Hefur hann alls hér um bil sexfaldast á þessu tímabili. Þó