Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1932, Blaðsíða 24
22
Verzlunarskýrslur 1930
helmingurinn af útflutningnum. Á hina kaupstaðina kemur um 3/io af
verzlunarviðskiftunum við útlönd, en á verzlunarstaðina um 1/7 hluti.
Tafla VI (bls. 101 — 102) sýnir, hvernig verðmagn verzlunarviðskift-
anna við útlönd skiftist á hina einstöku kaupstaði og verzlunarstaði árið
1930. I eftirfarandi yfirliti eru talin upp þau kauptún, sem komið hefur
á meira en 1 0/0 af verzlunarupphæðinni, og er sýnt hve mikill hluti
hennar fellur á hvert þeirra.
Innflutt Útflutt Samtals
Reykjavílt 6I.0 °/o 51.1 “/0 56.5 0/0
Akureyri 8.1 — 7.2 — 7s —
Siglufjörður 5.0 — 8.2 — 6.5 —
ísafjörður 4.0 — 66 - 5.2 —
Veslmannaeyjar 3.2 — 4.7 — 3.9 —
Hafnarfjörður 3.4 — 4.1 — 3.7 —
Nes í Norðfirði 1.5 — l.i — 1.3 —
Seyðisfjörður o.s — 1.5 — 1.1 —
Húsavík 1.3 — 0.9 — 1.1 —
Aðrir verzlunarslaðir 11.7 — 14.6 — 12.9 -
Samlals lOO.o % lOO.o % lOO.o %
í töflu VI er tilgreint, hve mikið af innflutningi hvers staðar hefur
farið gegnum póst, en póstflutnings gætir mjög lítið í útflutningi. Sam-
kvæmt skýrslu þessari hefur innflutningur í pósti árið 1930 numið 3.7
milj. kr. eða um 5.1 °/o af öllum innflutningnum.
I töflu VIII (bls. 104—108) er yfirlit um vörumagn innfluttra og út-
fluttra tollvara og hvernig það skiftist á einsfök tollumdæmi. Vörumagnið
kemur hér ekki alveg heim við það, sem talið er í töflu II (bls. 2—33),
eada stafa tölurnar frá mismunandi skýrslum, í töflu II frá verzlunar-
skýrslum, en í töflu VIII frá tollskýrslum.
6. Tollarnir.
Droits de douane.
Á bls. 109 — 110 er yfirlit yfir tolltekjur ríkissjóðs árið 1930 og er
þar sýnt, hve mikill tollur hefur komið á hvern einstakan tolllið. 7. yfirlit
(bls. 23*) sýnir tollupphæðirnar í heild sinni og hvernig þær skiftast á
aðaltollana að meðaltali árlega á hverjum 5 árum síðan um aldamót og
á hverju ári síðustu árin. Tollupphæðirnar eru taldar hér eins og þær
eru lagðar á vörurnar, en innheimlulaun (meðan þau voru greidd sér-
staklega)'ekki dregin frá. Heldur er ekki tekið tillit til þess, þó eitthvað
af vörum hafi verið lagt í tollgeymslu og tollur því ekki greiddur fyr
en síðar, né þó eitthvað af tollinum hafi verið endurborgað aftur. Toll-